Sagan

Félagið Ísland-Palestína er duglegt að halda uppi vörnum fyrir hryðjuverk Hamas. Beita þar fyrir sig sögunni.

Sú aðferðarfræði að nota söguna til að réttlæta jafnvel verstu hryðjuverk, byggist auðvitað á því að velja sér réttan upphafspunkt. Að velja þann tíma sögunnar er hentar. Vinsælt er að nota þann atburð er þjóðir heims komu sér saman um að endurreisa ríki Ísraels, eftir seinni heimstyrjöldina. Að þar hafi verið gengið hart á rétt Palestínu.

Hins vegar má alveg líta lengra aftur í söguna. Staðsetning fyrir ríki Ísraels var nefnilega ekki nein tilviljun. Hún var sótt enn lengra aftur í söguna, frá þeim tíma er Ísrael var og hét.

Ríki Ísraels á þessu svæði var stofnar á járnöld og stóð allt til ársins 720 fyrir Kristburð, þegar Sargon Assírúkonungur eyddi því. Ríki Palestínu er hins vegar ekki getið í sögunni fyrr en árið 135 eftir Kristburð. Svona getur sagan nú verið skemmtileg.

Hins vegar má segja að íbúar Palestínu hafi ekki átt sjö dagana sæla, hin síðari ár. Vissulega er ofmælt að segja alla íbúa þar hryðjuverkafólk. En það hýsir hryðjuverkamenn og hjálpar þeim. Þess vegna er staðan sú sem hún er. Margoft hefur verið gengið til samninga milli Ísraels og Palestínu, jafn oft hefur þeim viðræðum verið hleypt í loft upp af hryðjuverkasamtökum innan Palestínu. Meðan Palestína ekki úthýsir þessu hryðjuverkasamtökum og tekur stjórn á sínu lífi, er tómt mál að tala um einhvern frið þar syðra.

Það eru skelfilegar fréttir að heyra frá voðaverkum hryðjuverkasamtakanna. Lítið er flutt af þeim fréttum hér á landi, þó ekki vanti fréttir af því sem skeður innan raða þeirra sem hýsa þessa voðamenn. Það voru jú Hamas sem hófu árásirnar, það voru Hamas sem réðust inn í bæi og drápu börn, unglinga og fullorðið fólk með köldu blóði, það voru Hamas sem léku sér að því að bleyta hendur sínar af heitu blóði þeirra sem þeir höfðu drepið og smyrja því á veggi húsa, það voru Hamas sem tóku börn og unglinga í gíslingu og það eru Hamas sem hóta nú að lífláta þá gísla.

Svona hryðjuverkum er ekki með neinu móti hægt að mæla bót. Þetta eru réttdræpir glæpamenn og allir þeir sem hlífiskildi bera fyrir þá verða að taka afleiðingum gerða sinna.


mbl.is „Þetta er afleiðing, þetta er ekki upphaf að neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru náttúrulega innantómir útúrsnúningar að fara margar aldir aftur í tíman til að til réttlæta einhvað í nútímanum.

Staðreyndin er sú að Ísraelar hafa frá lokum seinni heimstyrjaldar sölsað undir sig sífellt stærri hluta af landsvæði palestínu og eru enn að með nýjum landnemabyggðum og umsátri þeirra um það litla sem eftir er af Palestínu.

Nýjustu hryðjuverk Hamas eru óverjandi, en þeim er hægt að finna hliðstæðu í ekki geðslegri hryðjuverkum ísraela gegn palestínu síðustu 75 ár.

Kynntu þér söguna áður en þú sest í dómarasætið. Svo má deigt járn brýn að bíti.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 18:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað ekkert meiri útúrsnúningur að fara svo langt aftur er heimildir herma, þegar sagan er skoðuð. En fyrst og fremst var ég að bend á að Ísraelsríki er mörgum öldum eldra en Palestína. Því er kannski spurning um hvor er rétthærri á þessu svæði.

En söguna sér hver eins og hann vill. Deilur Ísrael og Palestínu er fjarri því hægt að skrifa á Ísrael. Þar býr annað og dýpra undir. Þeir sem kynna sér upphafsár hins nýja ríkis Ísraels vita það. 

Ef við höldum okkur við nútímann, þ.e. frá endurreisn Ísrael, þá er ljóst að lítill eða enginn vilji hefur verið að hálfu Palestínu til sátta. Þau skipti sem sest hefur verið að samningaborðinu hafa glæpa og hryðjuverkasamtök ætíð spillt þeim viðræðum. Jafnvel gengið svo langt að aflífa þá sem vilja frið, af hálfu Palestínu.

Hvernig þessir glæpamenn höguðu sér í upphafi þeirrar deilu er nú stendur yfir, mun enginn geta réttlætt. Sá sem reynir þann ósóma er engu betri en glæpamennirnir sjálfir!

Og já, svo má brýna deigt járn að brýni. Það hefur tekist vel hér á landi, varðandi sögufölsun í deilum Ísrael og Palestínu. En deigt járn bítur aldrei lengi, hversu vel sem það er brýnt.

Gunnar Heiðarsson, 11.10.2023 kl. 20:09

3 identicon

Það þarf enga mannvitsbrekku til að skilja það að þegar landsvæði sem ein þjóð ræður yfir á kostnað annarrar hefur á 75 árum vaxið um hundruði prósenta að sú þjóð er ekki að verja sig heldur að stunda landvinningarstefnu.

Útþennsla Ísrael síðustu 75 árin verður bara toppuð með landvinningum evrópubúa í n- og s - Ameríku á síðasta hálfa árþúsundi sögunnar.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 20:28

4 identicon

Strax eftir stofnun Ísraelsríkis réðust fimm Arabaríki á það. Þá var Gaza undir stjórn Egypta. Eftir morð sem hryðjuverkasamtökin,"Irgun", höfðu framið í palestínsku þorpi skapaðist mikill ótti meðal Palestínumanna. Farouk sem þá var Egyptakóngur, bauð þeim þá að fara til Gaza og dveljast þar "í þrjár vikur" á meðan hann væri að "hreinsa til heima hjá þeim". Streymdu Palestínumenn til Gaza þúsundum saman. Þótt "þrjár vikurnar" séu liðnar þá eru þeir þar enn eða öllu heldur afkomendur þeirra. Þeir hafa víst reyndar tífaldast af náttúrulegum orsökum.

Í friðarviðræðum á milli Egypta og Ísraelsmanna eftir "Yom Kippur" stríðið kröfðust Ísraelsmenn þess að Egyptar héldu Gaza, því var hafnað.

Í vopnahlénu 1948 á milli Ísraels og Arabaríkja var Jerúsalem skipt. Austurhlutinn með öllum helgistöðum Gyðinga lenti ásamt "Vesturbakkanum" undir stjórn Jórdaníu og fengu Gyðingar ekki að koma þar nærri.

í sex daga stríðinu skoruðu Ísraelsmenn á Hussein Jórdaníukóng að sitja hjá. Sagan segir að Hussein og Nasser hafi átt símtal saman þar sem Nasser sagði að Egyptar væru að reka flótta Ísraelsmanna til Tel Aviv. Hussein stóðst ekki mátið, vildi fá "sinn bita af sneiðinni" og réðst inn í vesturhluta Jerúsalem. Ísraelsmenn voru fljótir að snúa dæminu við og tóku Jerúsalem og "Vesturbakkann" á tveim dögum. Ísraelsmenn streymdu fagnandi til helgistaða sinna sem þeir höfðu ekki séð árum sman. Síðan hafa Ísraelsmenn ráðið þar ríkjum. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.10.2023 kl. 11:14

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ísland-Palestína réttlætir fjöldamorð þannig, að þessir teroristar bjuggu sko alla ævi í 15 mínútna borg.
Sem þeir gátu alltaf yfirgefið.  Meira fangelsið það.

... Sem þýðir, að til þess að réttlæta hvaða glæp sem er, er nóg bara að verða fyrir einhverjum sársauka, af hvaða völdum sem er.

Stígðu bara á legó-kubb, og þú mátt brenna nágranna þína inni og nauðga kornabörnum.  Þetta er siðferðið.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2023 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband