1984

Í sögu Georgs Orwell, 1984, er heimsmyndin vægast sagt skuggaleg. Eftirlit með fólki hvar sem það fer og við minnstu yfirsjá, að mati yfirvalda, þarf að svara til saka. Jafnvel mökun mannkyns stjórnað að ofan. Þessi saga kemur æ oftar upp í huga manns og virðist heimsmyndin stefna hraðbyr til skáldsögunnar.

Lengi hefur lögregla stundað þá leiðinlegu iðju að liggja í leyni og veiða menn fyrir minnstu yfirsjón. Hin síðari ár hefur þetta tekið á sig nýja og enn ljótari mynd, þar sem lögregluembætti hafa fengið ómerkta bíla, búna myndavélum sem eru faldir í þeim. Þessum bílum er gjarnan plantað niður þar sem menn eiga síst von og hafa margir lent í sektum fyrir svo smávægileg brot umferðalaga að leggja þarf sig fram til að greina þau.

Tollayfirvöld eru orðin lítt sjáanleg, stunda sömu iðju og lögreglan, þ.e. að stunda leynilegt eftirlit.

Bæði þessi embætti hafa misskilið sitt hlutverk, telja sig eiga að veiða þegar þeirra hlutverk er að verja. Að vera sýnileg og koma þannig í veg fyrir lögbrot, ekki leynileg og bíða eftir að lögbrotið hafi verið framið.

Og nú er Fiskistofa komin á sömu braut. að í stað þess að vera sýnileg og koma þannig í veg fyrir að sjómenn brjóti lög og reglur, velur stofnunin að bíða eftir að lögbrot verði framið og vonast til að ná því upp á myndband. Verst er þó að nú geta sjómenn vart migið í saltan sjó, án þess að eiga von á að það sé tekið upp á myndband, með fljúgandi dróna.

Og svo til að færa okkur enn nær skáldsögu Orwells, þá liggur nú frammi frumvarp frá forsætisráðherra um stofnun sannleiksráðuneytis!

Það virðist sama hversu skáldsögur eru ótrúverðugar, stjórnmálamönnum tekst alltaf að toppa þær!


mbl.is Drónaeftirlit brot gegn persónuvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband