Uppvakningur

Það síðasta sem þjóðin þarf er uppvakning ríkisstjórnar Samfylkingar. Síðasta tilraun slíkrar ríkisstjórnar ætti að vera öllu hugsandi fólki til aðvörunar. Það breytir litlu þó pakkinn sé settur í nýjar umbúðir, innihaldið er enn það sama.

Það er ekki nema einn áratugur frá því er síðasta ríkisstjórn Samfylkingar hrökklaðist frá völdum, með skömm. Við lá að kjósendur höfnuðu alfarið tilvist þess flokks, en hann náði að tóra, því miður. Nú er teflt fram nýjum formanni, frambærilegum en með fortíð á fjarmálasviðinu. Fortíð sem flestum öðrum væri talið ófært að taka þátt í landsmálapólitíkinni. Og nú dúkkar upp nýtt merki fyrir flokkinn. Slíkum töfrabrögðum hafa stjórnmálaflokkar áður beitt. Oftast endast þau stutt, enda töfrabrögð sjaldnast til árangurs í raunheimum.

Samfylking hefur stjórnað höfuðborginni um allt of langt skeið, jafnvel þó kjósendur borgarinnar hafi hafnað flokknum í síðustu þrem sveitastjórnarkosningum. Borgin er komin á vonarvöl vegna þeirrar stjórnunar og ætti það að vera næg ástæða til að staldra við.

Það skiptir nefnilega ekki máli hvort um er að ræða Dag eða Kristrúnu, það skiptir heldur ekki máli hvernig merki flokkar bera. Það sem skiptir máli eru verk stjórnmálaflokka og innræti þeirra. Þar hefur lítið breyst innan Samfylkingar.

Það hafa ekki margar ríkisstjórnir fengið á sig viðurnefnið "Helferðarstjórn".

 


mbl.is Búa sig undir að leiða næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband