Hversu djúpt eru norsk stjórnvöld sokkin?
28.2.2023 | 05:30
Hvað kallast það stjórnarfar þegar stjórnvöld fara gegn dómi æðsta dómstól viðkomandi lands? Einræði?
Norsk stjórnvöld hafa ekki framfylgt dómi Hæstaréttar Noregs um að stöðva skuli allar vindtúrbínur í tveim vindorkuverum í Þrændalögum, þrátt fyrir að liðnir séu rúmir 16 mánuðir frá því dómur var kveðinn upp um ólögmæti þeirra. Ríkisstjórnin ber því við að skoða þurfi einstaka liði dómsins! Hvað þarf að skoða? Vindorkuverin voru dæmt ólögmæt og að þeim skyldi lokað. Þarna þarf ekkert að skoða, einungis að framfylgja dómnum. Hvaða skilaboð eru stjórnvöld að gefa með þessu? Getur kannski hver sá er dæmdur er af Hæstarétti ákveðið sjálfur hvort hann fari að dómnum? Að það sé valkvætt hvort fylgja skuli eftir ákvörðunum dómsvaldsins?
Og til að gera skömm sína enn stærri senda stjórnvöld lögreglu á það fólk sem ekki er að krefjast neins annars en að dómnum verði framfylkt.
Hvert eru norsk stjórnvöld eiginlega komin? Hversu djúpt er hægt að sökkva til að þjóna predikurum Mannons?
Mótmælendur fjarlægðir með valdi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 06:21 | Facebook
Athugasemdir
Mér finns enn merkilegra þótt undarlega sé lítið um talað að Norðmenn komu að eyðileggingu Nordstream leiðslunnar í samvinnu við USA og opnuðu sína eigin leiðslu til þýskalands í sömu viku.
Þeir eru ein ríkasta þjóð heims en mikið vill meira. Hvað eru menn að hengja sig í einhver prinsipp og siðgæði þegar mammon er annars vegar?
Þeir geta bætt blóminu "hryðjuverkamenn" í hnappagatið núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2023 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.