TF-SIF
3.2.2023 | 16:32
Mikið er rætt um áætlaða sölu á einu flugvél Landhelgisgæslunnar og virðist sem ráðherra sé þar nokkuð einn á báti. Helstu rök hans fyrir sölunni er hversu lítið hún er notuð hér á landi, hafi að mestu verið í verktöku suður í höfum. Eitt er alveg víst, meðan vél er suður í höfum flýgur hún lítið hér við land, þannig að þar er kannski skýringin einfaldari en ráðherra telur.
Þegar farið var að leigja flugvél Landhelgisgæslunnar til landamæravörslu á Miðjarðarhafinu, urðu einnig miklar umræður um tilvist þessarar flugvélar og hvert skylduverkefni hennar væri. Rökin þá, fyrir þeirri leigu, voru að þannig skapaðist tekjulind af vélinni, tekjur sem kæmu fjársveltri Landhelgisgæslunni til góða. En nú skal þessi tekjulind tekin af stofnuninni, með einu pennastriki. Einnig skal með sama pennastriki skert varsla landhelginnar og viðbrögð við náttúruvá landsins. Þó vélin sé að mestu við Miðjarðarhafið tekur ekki nema örfáa klukkutíma að fljúga henni heim, sé þörf á. En auðvitað á hún ekki að þurfa að dveljast þar syðra, hún á alltaf að vera til taks hér á landi.
Tekjuvandi Landhelgisgæslunnar er eitthvað sem maður man alla tíð. Þó myndu flestir vilja að rekstur hennar yrði stór aukinn. Það er ekki bara landhelgin sem hún ver, það er ekki bara fiskiskipin sem treysta á hjálp frá henni, heldur fer ekki síður stór hluti af starfsemi Gæslunnar til leitar og björgunar á landi. Landhelgisgæslan er okkar öryggisnet þegar á bjátar. En til að svo megi vera með sóma, þarf aukið fjármagn og það segja stjórnmálamenn að sé ekki til.
Í síðustu fjárlögum var framlag til Gæslunnar aukið um heilar 600 milljónir og dugði ekki til. Þessi upphæð er reyndar hlægileg, þegar mið er tekið af því hvernig fjármunum er annars ráðstafað af stjórnvöldum. Sem dæmi hækkaði eitt verkefni um 50 milljarða, bara rétt sí svona. Það verkefni sneri þó ekki að björgun úr lífsháska, vörnum landsins eða viðbrögðum við náttúruvá, það verkefni er einungis til þess að borgarstjóri og Samfylking geti efnt sín kosningaloforð!
Mikilvægt að halda sannleikanum til haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Athugasemdir
Árið er 2007 og yfirlýsing Helga Hjörvars (Sf) að tími væri komin til einkavæðingu Landsvirkjunar.
Fyrri hluti fávitavæðingar á Íslandi.
Sala TF-SIF seinni hluti fávitavæöingar Íslands?
Í fyrsta skipti tekur Forseti Íslands beina og hreina afstöðu í stríðsátökum.
Ísland er alls ekki lengur hlutlaus þjóð, og var það hugsanega aldrei.
Að taka þátt, samþykkja og styöja ólöglega árás þar sem þjóðarleiötogi var tekin af lífi og milljónir almennra borgara létu lífið er skömm Íslands aðneilífu.
Heiðar (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.