Margt skrítið í kýrhausnum

Það er margt skrítið í kýrhausnum. Kýr ropa og reka við og hafa alla tíð gert.  Því teljast þessar blessaðar skepnur nú til helstu ógnar við mannkynið, jafnvel þó kýr hafi alla tíð ropað og rekið við og lítil breyting þar á síðustu þrjá áratugi.

Í Hollandi hefur verið tekin sú ákvörðun að fækka kýrhausum um helming, til bjargar mannkyni. Samhliða þessari ákvörðun, ákváðu Hollendingar að ræsa gömul og úrsérgengin kolaorkuver. Frekar skrítið.

Í Danmerkurhreppi eru bændur farnir að ókyrrast. Heyrst hefur að hreppsnefndin þar sé að íhuga álíka dóm gegn blessaðri kúnni, að afhöfða þurfi slatta að þeim bústofni, væntanlega líka til að bjarga mannkyni jarðar.

Talandi um Danmerkurhrepp, þá hafa Danir verið einstaklega duglegir við að virkja vindinn, enda fátt annað virkjanlegt þar í landi. Svo merkilega vill til að þegar vel blæs á Jótlandsheiðum, blæs yfirleitt einnig ágætlega í norðurhluta Þýskalands. En þar um slóðir og fyrir ströndum þess, eru einnig mikil vindorkuver. Því getur komið upp sú staða að orkuframleiðsla á þessum slóðum getur orðið meiri en gott þykir, þ.e. gott þykir hjá framleiðendum orkunnar. Ofgnótt orku leiðir jú til lækkaðs markaðsverð hennar, eitthvað sem framleiðendur orkunnar eru ekki par sáttir við. Því hafa þýskir orkuframleiðendur tekið það upp hjá sér að greiða þeim dönsku fyrir að stoppa sínar vindtúrbínur, til að halda orkuverðinu sem hæstu. Þetta er gert með samþykki ACER, verjanda orkustefnu ESB.

Og hvernig bregst svo danskurinn við? Jú, hann ætlar að margfalda vindorkuframleiðslu sína. Væntanlega til að fá enn meira borgað fyrir að láta þær ekki snúast. Getur jafnvel sleppt því að hafa þær með spöðum!

Þetta er auðvitað galið. Jafnvel Orwell hefði ekki getað spunnið upp söguþráð sem slær þessum staðreyndum við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Merkilegir þessir umhverfissinnar, og þessi trú þeirra að náttúran sé einhverskonar ógn við náttúruna.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2022 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband