Kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna
27.3.2022 | 08:34
Mikið óskaplega hlýtur þetta nú hlýjað íbúum Úkraínu um hjartarætur, sérstaklega þeim er berjast fyrir lífi sínu í Mariopol. Og auðvitað hlýtur Pútín vera brjálaður yfir þessari ákvörðun, að banna Zetuna. Þvílík hræsni sem þetta er! Kjarkur vestrænna stjórnmálamanna skorar ekki hátt!
Ég hef sagt það áður og segi það enn að mannfallið í Úkraínu má að öllu leyti skrifa á kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna. Þeir óttast Pútín! Það vantar hins vegar ekki samstarfsmáttinn þegar verið er að ráðast inn í lönd einhversstaðar "langtíburtistan". Þá eru NATO og UN samstíga og safna liði. Hins vegar fellur samstaðan fyrir kjarkleysinu þegar um er að ræða að verja bakgarðinn.
Strax við upphaf innrásar Pútíns í Úkraínu var ljóst að eitthvað stórkostlegt var að í hernaðarmætti þessa stórveldis. Strax fór að bera á vandamálum innan rússneska hersins, sér í lagi landhersins. Loftherinn virtist eitthvað betri en fyrst og fremst hefur eyðileggingarmáttur og morðin á þegnum sjálfstæðrar þjóðar, stafað af eldflaugaárásum, oftast af rússneskri grund. Til að verjast þeim árásum hefur her Úkraínu fá tól. Landher Úkraínu er hins vegar vel sambærilegur landher Rússa, jafnvel betri. Þetta hefði átt að auka kjark vestrænna stjórnmálamanna, hefði jafnvel átt að gefa þeim kjark til að senda eitthvað öflugri vopn en haglabyssur og hergögn sem voru orðin ónýt vegna lélegrar geymslu. Hugsanlega hefði þetta átt að gefa vestrænum stjórnmálamönnum kjark til að stöðva Pútín í eitt skipti fyrir öll, með beinni hernaðaríhlutun, svona a la langtíburtistan.
En því er ekki að heilsa. Kjarkurinn leyfir ekki slíka "dirfsku", kjarkurinn leyfir einungis einhverjar efnahagsþvinganir, þó ekki meiri en svo að valdar vestrænar þjóðir beri ekki skaða af. Svo þegar eitthvert gamalmennið óvart hugsar upphátt, eru þau orð samstundis leiðrétt, til að skaprauna nú ekki Pútín. Þetta er nú allur kjarkurinn og á meðan blæðir heilli þjóð!
Þúsundir manna, kvenna og barna hafa goldið þetta kjarkleysi vestrænna stjórnmálamanna, með lífi sínu og enn fleiri munu falla, verði ekki gripið til róttækra aðgerða strax! Það er einfaldlega ekki í boði að láta einhvern brjálaðan einræðisherra drepa fólk, hvort heldur eigin þegna eða þegna annarrar sjálfstæðrar þjóðar.
Zetan bönnuð í hluta Þýskalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
góð grein
Ragnar þ.þóroddsson (IP-tala skráð) 27.3.2022 kl. 10:12
Þér nægir ekkert annað en kjarnorkustríð af því að ÞÚ hræðist ekki "Pútín".
annað hvort eru kjarnorkuvopn samsæriskenning til að halda friðinn eða þau eru raunveruleg og enginn myndi nota þau.
Ég myndi ekki taka sénsinn á að komast að þessu fyrir gerspilta ríkisstjórn fyrrverandi sovétríkis.
Gísli Ingvarsson, 28.3.2022 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.