Og lánin okkar hækka
14.8.2021 | 07:26
Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að hækka bílastæðagjöld um 375%, bara rétt sí svona, með einu pennastriki. Reyndar þurfa þeir sem aka á hreinum rafbílum ekki að greiða nema helming á við hina, en þeir fengu jú ókeypis stæði áður. Kann ekki að reikna út prósentuhækkun frá núlli, en víst er að hækkun frá núlli upp í 15.000 krónur er veruleg hækkun, hvernig sem á það er litið.
Því er haldið fram að þessi ákvörðun sé liður í að flýta orkuskiptum, en það sér hvert mannsbarn að þarna er borgin einungis að seilast enn frekar í vasa borgarbúa, í örvæntingar tilraun til að afla fjár í galtóman borgarsjóð. Stjórnleysi vinstriflokkanna síðustu áratugi í borginni er búin að koma henni á vonarvöl. Þessi skattur mun leggjast þyngst á þá sem minnst mega sín, fjölskyldur sem minni fjárráð hafa. Þeir ríkari, sem geta leift sér að aka á nýjum rafbílum sleppa betur.
Þá mun þetta einnig leggjast á efnaminni fjölskyldur gegnum húsnæðislánin, þar sem þessi hækkun mun hafa áhrif til aukinnar verðbólgu, með þeim afleiðingum að verðtryggð lán hækka og í kjölfar þess vextir óseðjandi bankakerfisins. Þetta mun hafa áhrif út fyrir borgarmörkin og því misvitrir borgarfulltrúar þarna að taka ákvörðun sem mun hækka lán okkar landsbyggðafólks. Hélt satt að segja að viðværum laus frá þessu vinstra gengi sem sett hefur borgarsjóð á hausinn, en maður er víst hvergi hólpinn frá þeirri óværu!
Bílastæðakort hækka úr 8.000 í 30.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stenst þetta nokkuð "jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar" að mismuna svona í gjöldum? Hefur nokkur reynt að fara með svona lagað fyrir dómstóla???? Ég er viss um að það væru MARGAR svona ráðstafanir dæmdar ólöglegar ef einhver hefði rænu á að kæra þetta til réttra aðila. Ætti það ekki að vera hlutverk FÍB að skoða þessa hluti??????
Jóhann Elíasson, 15.8.2021 kl. 09:59
Dagur ákvað líka með einu pennastriki að veita Dóru Björt 10 miljarða til að búa til Stafræna Reykjavík
Það eru mörg vellaunuð störf sem skapast við það + þau sem ekki eru auglýst og allir verktakarnir
Til að einfalda og bæta þjónustuupplifun borgarbúa verður ráðið í eftirfarandi stöður
1. Framleiðandi (e. producer), sex stöðugildi
2. Tæknistjóri (e. delivery lead), sex stöðugildi
3. Þjónustuhönnuður (e. user research), sex stöðugildi
4. Viðmótshönnuður (e. UX/UI), sex stöðugildi
5. Forritari f. bakenda, tólf stöðugildi
6. Forritari f. framenda, sex stöðugildi
7. Samþættingarforritari, eitt stöðugildi
Stoðteymi - ráðið verður í eftirfarandi stöður:
1. Lögfræðingur, tvö stöðugildi
2. Sérfræðingur í ferlum, gæða- og áhættustýringu, eitt stöðugildi
3. Sérfræðingur í innri og ytri samskiptum, eitt stöðugildi
4. Sérfræðingur í mannauðsmálum, eitt stöðugildi
5. Sérfræðingur í fjármálum, eitt stöðugildi
6. Gagnagreinir, eitt stöðugildi
Og svo í ágúst Þjónustu- og nýsköpunarsvið
1. Deildarstjóri framlínuþjónustu
2. Framleiðandi
3. Stafrænn vöruhönnuður
4. Teymisstjóri verkefnastofu
5. Þjónustuhönnuður
6. Vörustjóri stafrænna lausna -
7. Verkefnastjóri Stafrænnar Reykjavíkur -
8. Snjallir framendaforritarar
9. Tæknistjóri þróunarinnviða -
10. Tæknistjóri hugbúnaðarþróunar -
11. Tæknistjóri vef- og samþættingarmála -
12. Sérfræðingur í innleiðingu hugbúnaðar
13. Gæðastjóri hugbúnaðarprófunar -
14. Öryggishönnuður tæknireksturs og hugbúnaðarþróunar
Grímur Kjartansson, 15.8.2021 kl. 12:30
Hækkun frá núlli hefur markgildið ∞ {\displaystyle \infty } % (óendanlegt).
Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2021 kl. 16:34
Það er spurning Jóhann. Það er einnig spurning hvort ekki sé stjórnarskrárbrot að sveitarfélag leggi einhliða á skatt, en þessa gjaldtöku er ekki hægt að nefna annað. Einungis alþingi hefur heimild til að leggja á skatt. Sveitarfélög hafa hins vegar heimild til að rukka fyrir veitta þjónustu og þá eingöngu fyrir sannanlegum kostnaði.
Gunnar Heiðarsson, 15.8.2021 kl. 18:14
Báknið bólgnar Grímur, þó hvergi meira en hjá Reykjavíkurborg.
Gunnar Heiðarsson, 15.8.2021 kl. 18:15
Ég vissi það reyndar Guðmundur. Einnig að prósenta er hlutfall af hundraði og því ekki stærðfræðilega hægt að reikna prósent yfir 100, þó ég hafi skrifað 375% hækkun í pistlinum. Enda er þetta gjarnan gert þó það sé rangt.
Gunnar Heiðarsson, 15.8.2021 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.