Er fyrsta sætið öruggt?

Það er hætt við að flokksmenn fái litlu ráðið um hvaða sæti Þórdís skipi á lista í næstu kosningum. Hún mun að sjálfsögðu velta efsta manni af stalli og skipa hans sæti. Annað væri óeðlilegt, að varaformaður flokksins og ráðherra sé ekki í fyrsta sæti þess kjördæmalista er hún velur. Óbreyttur þingmaður, hversu vinsæll sem hann er innan kjördæmisins, ræður þar engu, ekki frekar en aðrir flokksmenn.

Hin síðari ár hefur Sjálfstæðisflokkur getað gengið að tveim nokkuð öruggum þingsætum í norðvesturkjördæmi. Flokksmenn vita að það öryggi er brostið og Þórdísi ætti að vera það ljóst einnig. En er fyrsta sætið öruggt?

Eftir framgöngu flokksins í orkupakkamálinu, með Þórdísi í stafni, hefur kuldahrollur farið um margan sannan sjálfstæðismanninn, ekki síst í kjördæmi því er Þórdís hyggur á að bjóða sig fram. Og enn er hoggið í sama hnérunn, með orkupakka 4. Þar er unnið bakvið tjöldin, undir handleiðslu ráðherra, að koma málum þannig fyrir að ekki verði aftur snúið. 

Það yrði hneisa fyrir flokkinn ef hann næði ekki fram þingmanni í þessu kjördæmi, sér í lagi ef þar er í framboð varaformaður flokksins og ráðherra. Það yrði sannarlega sigur þeirra er vilja halda yfirráðum yfir orkuauðlindinni.


mbl.is Þórdís fram í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Burtséð frá því hversu "öruggt" þingsætið  hennar verður, er hún sá ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur valdið mér MESTUM vonbrigðum og græt ég það ekki þótt hún falli af þingi.....

Jóhann Elíasson, 4.10.2020 kl. 09:59

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Nú er boltinn hjá frændum mínum á Vestfjörðum. Ætla þeir að fá afturgöngu Jóns Sigurðssonar forseta í allar fermingarveislur í framtíðinni? 

Júlíus Valsson, 13.10.2020 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband