Naglasúpan

Fráfarandi ritari Sjálfstæðisflokks líkir flokk sínum við suðupott sem stundum sjóði uppúr. Nær væri að tala um þann flokk sem naglasúpu, þar sem flokkurinn lætur einungis naglann í súpuna og treystir á aðra með önnur bragðefni, svo súpan verði æt.

Á hátíðisdögum, eins og flokkráðsfundi flokksins, eru menn orðglaðir. Sumir tala um að hægri menn séu glaðari en þeir sem til vinstri eru og vel getur það verið. Þar er þó fjarri því hægt að nota Sjálfstæðisflokk sem viðmið, enda komin svo langt til vinstri að VG má fara að vara sig. Merki þess liggja allstaðar en kannski ekki síst innan ríkisstjórnarinnar, þar sem skattabrjálæði hefur yfirtekið þingmenn flokksins. Og n.b. þetta brjálæði var komið yfir þingmenn hans áður en til samstarfs við VG kom, svo ekki er hægt að kenna þeim um.

Hinn nýi ritari flokksins er lítt skárri en forveri sinn, talar fögrum orðum á þessari "hátíðarstund" Sjálfstæðisflokks. Megin stefið í máli hins nýja ritara, fyrir utan sjálfshólið, er að hann muni standa vörð landsbyggðarinnar. Þvílíkt dómadags bull! Það var einmitt hinn nýi ritari Sjálfstæðisflokks sem í stóli samgönguráðherra, kom fram með enn frekari skattlagningu á landsbyggðafólk, í formi vegskatta. Þar lá allt undir og engum skildi hlíft. Þá má ekki gleyma undirlægju hans fyrir formanninum við afgreiðslu op3, sem hann nú fær goldið fyrir með embætti innan flokksins. Svo kvartar hann undan litlu fylgi flokksins.

Vissulega er fylgi Sjálfstæðisflokks dapurt, þ.e. fyrir þá sem enn fylgja flokknum. Ástæða þess fylgistaps er einföld, kjósendur vilja að þingmenn standi í lappirnar, að þeir geri það sem þeir bjóðast til að gera, eða a.m.k. reyni að berjast fyrir þeim málum. Það nægir ekki að tala digurbarkalega á hátíðarstundum, en leggja síðan hendur í skaut um leið og hátíðinni líkur. Kjósendur vilja ekki slíka stjórnmálamenn og því hrinur fylgi þeirra flokka þar sem slíkt er ástundað.

Menn uppskera það sem þeir sá til!

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn eins og suðupottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hnyttinn og góður pistill Gunnar og eins og við er að búast hjá þér um mikinn og góðan sannleik að ræða sem menn ættu að taka alvarlega.......

Jóhann Elíasson, 15.9.2019 kl. 13:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessi naglasúpa er með stálnagla!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.9.2019 kl. 15:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki galvaníseraður, því hann er greinilega farinn að ryðga...:)

Jóhann Elíasson, 15.9.2019 kl. 17:20

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og líka marg notaður!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.9.2019 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband