Eru ráðherrar ekki með heilli há?

Í umræðum á Alþingi var samgönguráðherra inntur svara um hvort hann hefði ekki áhyggjur af stöðu íslenskrar garðyrkju, komi til samþykktar op3.

Í stuttu máli svaraði ráðherrann því að orkuverð hefði ekki hækkað svo mikið, að mesta hækkun hefði orðið vegna flutnings orkunnar. Hann nefndi að garðyrkjubændur fengju niðurgreiðslu á orkuflutningi og bauð upp á frekari umræður um hvort auka ætti þær. Að lokum ítrekaði ráðherrann að þetta kæmi ekki orkupökkunum við, þetta væru íslensk lög.

Er ráðherrann virkilega svo fáfróður um málið?! Hefur hann ekkert kynnt sér um hvað op3 snýst, eða um hvað op1 og 2 snerust?

Með op1 var sett fram krafa um skiptingu orkufyrirtækja upp í framleiðslu, flutning og sölu. Við þessa breytingu hækkaði orkureikningur landsmanna, bæði vegna þess að kerfið varð dýrara í framkvæmd, þar sem nú sinna þrjú fyrirtæki því sem eitt gerði áður og einnig vegna þess að við stofnun Landsnets var aukinn kostnaður færður frá framleiðslu yfir til flutnings. Því þurfti að auka niðurgreiðslur til stórnotenda og dreifbýlis. Því eru þessar hækkanir og auknu niðurgreiðslur bein afleiðing af op1, þó vissulega lögin sem ákváðu niðurgreiðslurnar séu íslensk.

Við samþykkt op3 mun þetta breytast nokkuð. Landsnet mun ekki lengur hafa heimild til að ákveða sjálft með hvaða hætti eða hvort orkufyrirtæki sem stofnuð verða, t.d. vindmilluskógar, verði tengd landskerfinu, heldur ber skylda til að gera slíkt. Þá er skýrt tekið fram í op3 að þann kostnað beri Landsneti að setja inn í sínar verðskrár. Orkustofnun, verðandi undirfyrirtæki ACER, mun hafa eftirlit með framkvæmdinni og ef einhver meinbugur er á, mun málið kært. Þetta mun leiða til mikillar hækkunar á flutningskostnaði orkunnar og við neytendur þurfum að greiða, einnig garðyrkjubændur. Þá er tekið til í op3 að ekki sé heimilt að niðurgreiða orkuverð eða flutning, þannig að ekki verður annað séð að jafnvel þó enginn strengur verði lagður, muni orkuverð hækka verulega, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið að fá einhverja lækkun í formi niðurgreiðslna á flutningi.

Mann rekur í rogastans að hlusta á ráðamenn tala með þeim hætti sem ráðherra gerði og veltir virkilega fyrir sér hvað veldur. Við vitum að nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa beinan persónulegan hag af samþykkt op3, en það á vissulega ekki við um fjöldann, eða hvað?

 


mbl.is Alþingi samþykki ákvæði um auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur ertu og frábær, Gunnar, í upplýsandi rökfærslum og ályktunum.

Jón Valur Jensson, 28.8.2019 kl. 18:11

2 identicon

Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 28.8.2019 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband