Virðingarleysi þingmanna fyrir þjóðinni
19.8.2019 | 01:59
Þingmenn margir eru uggandi, telja virðingu fyrir Alþingi af skornum skammti. Þar eiga þeir auðvitað við skort á virðingu fyrir þeim sjálfum, ekki alþingishúsinu. Unnið er að allskyns reglugerðum og nefndir stofnaðar til að leita lausna. Virðing fyrir alþingismönnum fæst þó ekki keypt, hún fæst heldur ekki með lögboði og allra síst með stofnun nefnda. Virðing alþingismanna fæst með því einu að þeir sjálfir vinni til hennar. Til þess þurfa þeir fyrst og fremst að kunna að hlusta á þjóðina og ekki síður standa við það sem þeir segja kjósendum, þegar þeir sækja um vinnu í alþingishúsinu. Virðingu geta þingmenn áunnið sér með því að bera sjálfir virðingu fyrir þjóðinni!
Stórt áfall var á virðingu þjóðarinnar til þingmanna er hrunið skall á. Ljóst var að þó þingmenn hafi kannski ekki almennt verið þátttakendur í bankaráninu, stóðu þeir ekki vörð þjóðarinnar nægjanlega vel og því fór sem fór. Vorið 2009 kom síðan annað áfall, þegar "hin tæra vinstristjórn" tók völdin. Kvöldið fyrir kjördag fullvissaði formaður VG í þrígang að ekki yrði sótt um aðild að ESB meðan hann stæði vaktina. Allir vita hvernig fór.
Þau fjögur ár sem þessi ríkisstjórn sat að völdum voru sannarlega skelfilegustu ár þjóðarinnar frá því sjálfstæðið fékkst aftur. Og hvert áfallið af öðru skall á henni. Skjaldborgin sem lofað hafði verið um fjölskyldur landsins var slegin um bankakerfið. Þegar Hæstiréttur dæmdi gegn bankakerfinu og þeim í hag sem sátu uppi með stökkbreytt húsnæðislán, voru sett ný lög til varnar bankakerfinu.
Ekki má heldur gleyma hvernig farið var með aldraða og öryrkja á þessum tíma. Þar töldu þingmenn mikið fé mega sækja og hikuðu ekki við að skerða kjör þeirra, með einu pennastriki
Mesta áfallið kom síðan þegar Alþingi samþykkti lög um að þjóðin greiddi skuldir þjófanna sem rænt höfðu landið. Í tvígang vísaði Forsetinn þeim lögum til þjóðarinnar sem hafnaði þeim eftirminnilega í bæði skiptin. Ríkisstjórnin sá sér ekki sóma í að segja af sér eftir þá rasskellingu, heldur sat sem fastast.
Nú, um áratug síðar hafa þingmenn ekkert lært, ástandið verra en áður hefur þekkst. Fyrir síðustu kosningar voru miklar umræður um vegtolla og einn stjórnarflokkanna byggði sína kosningabaráttu fyrst og fremst á því að slíkir tollar yrðu ekki samþykktir, ef kjósendur væru svo vænir að kjósa flokkinn. Nú er ekki lengur baráttumál hjá formanni þess flokks að vegtollum verði komið á, það er orðið að lögum, enda viðkomandi formaður ráðherra vegamála! Aumingjaskapur þingmanna í svokölluðu kjötmáli, þegar EFTA dómstóllinn dæmdi að hingað mætti flytja hrátt og ófrosið kjöt, jafnvel þó landbúnaður sé utan EES samningsins, var ekki beinlínis til að auka virðingu fyrir þeim.
Ekki má heldur gleyma niðurlægingunni sem einn þingmaður viðhafði á aldarafmæli Alþingis, þegar hann gekk af fundi er danskur gestur Alþingis hélt ræðu. Sú framkoma var þingmönnum til skammar, þó sérstaklega viðkomandi þingmanni.
Það var heldur ekki til þess að auka virðingu þingmanna að eftir síðustu kosningar skyldu þeir flokkar mynda ríkisstjórn sem þjóðin hafði hafnað í kosningunni. Þeim flokk sem mestan sigur hafði unnið, var vandlega haldið frá öllum viðræðum. Virðingarleysið sem þingmenn sýndu þjóðinni með þessu var algjört.
Þó orkupakki 3 hafi verið komin á borð stjórnvalda, nokkru fyrir síðustu kosningar, var vandlega séð til þess að það mál kæmist ekki í umræðu kosningarbaráttunnar. Því var lítið sem ekkert um það rætt fyrir kosningar og kjósendum ekki gefin kostur á að kjósa eftir vilja þingmanna í því máli. Sú umræða hófst síðar og fljótlega var ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar treystu ekki sínum þingmönnum vel í því máli. Næst þegar æðstu stofnanir þeirra flokka komu saman, voru skýr skilaboð send til þingmanna þeirra beggja, í formi ályktunar um að raforkumál ættu að vera í höndum þjóðarinnar en ekki selja það vald til yfirþjóðlegs sambands. Að ekki ætti að samþykkja orkutilskipun 3 frá ESB. Þessi ótti kjósenda þessara flokka var sannarlega á rökum reistur. Það leið þó ekki á löngu þar til menn fóru að hlaupa útundan sér og í dag keppast þingmenn þessara flokka um að koma op3 í gegnum þingið.
Og nú er opinberast að þeir sem mestan hag hafa af samþykkt op3 og lagningu sæstrengs, eru margir hverjir fyrrverandi aðstoðarmenn þeirra þingmanna sem með völdin fara. Jafnvel sumir þeirra sérlegir ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í málinu! Hvert eru þingmenn eiginlega komnir, á hvaða vegferð eru þeir?!
Alla vega er ekki að sjá að þeir séu að reyna að byggja upp virðingu fyrir Alþingi, svo mikið er víst!!
Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Athugasemdir
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/05/stefnir_belgiu_vegna_thridja_orkupakkans/
Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 19.8.2019 kl. 07:09
"Spurður um aðkomu Aton að verkefnum tengdum sæstreng segir Ingvar, sem áður starfaði meðal annars sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is að hann vilji ekki tjá sig um málið."
Ok (IP-tala skráð) 19.8.2019 kl. 07:13
Þakka þér fyrir þessa upprifjun. Spurningin er bara hvort gullfiskaminnið hafi betur í næstu kosningum???
Sigurður I B Guðmundsson, 19.8.2019 kl. 17:52
Gömul kona sagði..
"Lánleysi Íslendinga felst í værð þeirra sem við kjósum
á þing eftir kosningar"
Geta slappað af í 4 ár, byrja svo að ljúga upp á
nýtt, fyrir kosningar, til að geta haldið sér á spenanum.
Sorgleg staðreynd en sönn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.8.2019 kl. 18:53
Sælir og takk fyrir innlitið.
Nú er komið í ljós að Silja Dögg var aðstoðarfostjóri HS Orku þar til hún þáði starf hjá kjósendum.
Það er orðin stór spurning um hæfi þeirra starfsmanna okkar sem vinna að svikum við okkur. Tryggðin virðist enn liggja hjá fyrrum vinnuveitendum.
Gunnar Heiðarsson, 19.8.2019 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.