Það er erfitt að vera Vestlendingur

Það er erfitt að vera fæddur uppalinn og búandi á Vesturlandi um þessar mundir og liggur við að maður skammist sín fyrir það. Héðan eru ættaðir tveir ráðherrar og annar þeirra þingmaður kjördæmisins. Þessir ráðherrar eru Guðlaugur Þór Þórðarson, ættaður og uppalinn í Borgarnesi og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, þingmaður Norð-Vesturkjördæmis og uppalin á Akranesi. Þessir tveir ráðherrar bera þungann af því að svíkja land og þjóð með því að koma yfirráðum yfir orku okkar og náttúru undir vald ESB.

Bæði tala þau mikinn um að ekki sé verið að flytja vald úr landi. Engin rök eða staðreyndir flytja þau þjóðinni um að svo sé, nefna eingöngu einhverja skoðun sem enginn fær að sjá. Væntanlega eiga þau þar við álit þeirra lögfræðinga sem enn fylgja þeim að málum, lögfræðinga sem hafa verið kveðnir í kútinn af færustu sérfræðingum í Evrópurétti.

Enn hefur hvorugt þeirra rökstutt hvers vegna við eigum að taka tilskipun ESB um orkupakka 3 upp. Eru hætt að bera við þeirri vitleysu að okkur sé skylt að samþykkja af því einhverjir embættismenn hafi skrifað undir. Allir vita að svo er alls ekki, enda væri þá til lítils að halda úti Alþingi, væri nóg að hafa einhvern starfsmann hjá Póstinum með stimpil. Þar gæti hann bara stimplað tilskipanir ESB jafn skjótt og þær berast til landsins.

Þetta er farið að minna skuggalega á Icesave málið, enda sömu öfl sem mæla fyrir þessum pakka og vildu að við samþykktum Icesave samningana.

Það er akkúrat ekki neitt í þessum pakka sem er til góða fyrir þjóðina. Hins vegar má tína margt til sem slæmt er fyrir okkur. Þetta vita þessir ráðherrar en kjósa að skella skollaeyrum yfir því. Allt frá upphafi hafa þau haldið því fram að engin hætta væri á að rafstrengur yrði lagður til annarra landa þó tilskipunin yrði samþykkt. Þetta viðurkenna þau að sé rangt, þar sem nú skal setja fyrirvara á tilskipunina um að það muni verða í valdi Alþingis að samþykkja slíkan streng.

Vandinn er að slíkir fyrirvarar hafa aldrei haldið gagnvart tilskipunum ESB eða samskiptum við sambandið, svona yfirleitt. Því er  þessi fyrirvari jafn mikils virði og pappírinn sem hangir við klósettskálar landsmanna. 

Ef upp kemur sú staða að erlent fyrirtæki óskar þess að leggja streng og Alþingi hafnar því, snýr þetta fyrirtæki sér beint til ESA. Þar mun verða reynt að koma viti fyrir íslenska ráðamenn og ef það ekki dugir mun málið fara fyrir EFTA dómstólinn. Hann á ekki annarra kosta völ en að dæma samkvæmt lögum. Undanþágur gilda ekki fyrir þeim dómstól, hafa aldrei gert og munu aldrei gera. Þurfum ekki annað en að hugsa nokkra mánuði aftur í tímann, til dóms varðandi frystingu á kjöti sem flutt er til landsins. Landbúnaður er utan lögsögu EFTA dómstólsins, en vegna þess að gerður var samningur um innflutning á kjöti frá löndum ESB, fyrir nokkrum árum, samningur sem hafði bókun um að allt kjöt skildi vera fryst, dæmdi þessi dómstóll samt í málinu og horfði einungis til samningsins, ekki bókunarinnar.

Hitt er aftur verra, að ef til valda komast flokkar eins og Viðreisn og Samfylking, er ljóst að umsækjandi þarf ekki að fara með málið fyrir dómstóla, slík umsókn um sæstreng yrði samþykkt með lófaklappi á Alþingi!

Það liggur fyrir að IceLink er kominn á forgangslista ESB um millilandatengingu. Það liggur fyrir að erlent fyrirtæki hefur kastað miklum fjármunum í rannsóknir og þróun á sæstreng milli Íslands og Bretlands (Írlands ef af BREXIT verður). Þetta fyrirtæki vill fá eitthvað fyrir sinn snúð, þannig að búast má við umsókn fáum dögum eftir að Alþingi hefur afgreitt þennan pakka.

En það er fleira sem skeður. Orkupakki 2 lagði á öll lönd að markaðsvæða verð orku, þ.,e. öll orka átti að vera boðin á uppboðsmarkaði. Þetta var val og við íslendingar höfum ekki enn tekið upp það kerfi. Orkupakki 3 skildar öll orka skuli seljast á slíkum markaði. Þetta mun strax leiða til hærra orkuverðs og í raun geta orkufyrirtækin þá stjórnað verðinu með skömmtun á markaðinn, sér í lagi hér á landi meðan við erum ekki tengd. Á svo litlum markaði sem hér er, er útilokað að neytendur geti þar einhverju ráðið. Eftir að strengurinn kemur mun síðan orkuverð stökkbreytast, verða svo hátt að flest eða öll fyrirtæki landsins leggja upp laupana, landið verður óbyggilegt.

Eitt enn má nefna og kannski er þar skýringin á hegðun þeirra Kolbrúnar, Guðlaugs og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks. Strax eftir samþykkt pakkans mun koma bréf frá Brussel þar sem stjórnvöldum verður tilkynnt að það standist ekki að allur eignahlutur Landsvirkjunar sé í höndum ríkisins og tveggja sveitarfélaga. Fyrirtækið skuli einkavætt á evrópska efnahagssvæðinu.

Orkupakki 3 fjallar fyrst og fremst um flæði orkunnar milli landa og miðstýringu þess. Vetrarpakkinn, þ.e. orkupakki 4 er kominn á lokastig innan kerfis ESB. Hann mun fjalla um stýringu á framleiðslu orkunnar. Ef pakki 3 verður samþykktur er erfitt að sjá að ráðamenn hér á landi hafi kjark til að hafna pakka 4.

Þá mun landið fyrst fara að blæða. En kannski gerir það ekkert til, landið verður hvort eð er komið í eyði.

Kjarkleysi og aumingjaskapur ráðamanna er með einsdæmum. Þó hafa þeir eitthvað sterkasta vopn sem nokkur stjórnmálamaður getur haft, til að hafna þessum ólánspakka, sjálfa grasrót sinna flokka. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu á sínum landsfundum að hafna orkupakka 3. Það er hreint með ólíkindum að þingmenn þessara flokka ætli að ganga svo freklega gegn grasrótinni til þess eins að þóknast einhverjum fjármálaöflum.

Einungis eru til tvær skýringar á slíkri hegðun, fádæma heimska eða að vel sé borgað fyrir viðvikið. Sjái einhver aðra skýringu á hegðun þessa fólks þætti mér gaman að fá að heyra hana.

Það er erfitt að trúa því fram að á Alþingi og í ráðherrastólum sitji fádæma heimskt fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gunnar minn, trúðu því. Á Alþingi situr ólánsfólk og strengjabrúður þeirra sem komið hafa auga á gróðvænleikann, sem felst í því að markaðsvæða náttúruauðlindirnar. Þrjátíu og sjö þúsund milljónir skiptu um hendur í orkugeiranum í síðustu viku og þó fjölmiðlafíflin sæju það ekki, voru enn minni líkur til að "landsfeðurnir" sæju það, eða áttuðu sig á því, nema að sjálfsögðu BB. Okkar eign! Sameign þjóðarinnar!. Þær hafa verið virkjaðar fyrir okkar peninga, þeim hefur verið úthlutað fyrir okkar peninga, við höfum staðið straum af þessu öllu, en nú skal allt heila helvítis klabbið selt og við sjáum ekki krónu. Það eina sem við munum sjá eru auknar álögur, í boði falspólitíkusa og aumingja með hori, sem gengu úr skapti velmeinandi hugsjóna. Eftir situr pöpullinn með auknar álögur, en áfram slefa stjórnmálamennirnir af græðgi og greiðasemi við eigin frændgarð.

 2007 er runnið upp að nýju, en í þetta sinnið eru það pólitískar druslur  sem taka að sér hlutverk banksteranna og hiksta ekki á einu orði, sér til fulltingis og keyra samlanda sína til andskotans. Sem sagt, algert ruslaralið, BB, Gulli skælbrosansi jafnlaunavottunarfífl og eftirmynd Jóns Bala, eða kolbrún "what ever" og allt hyskið innan Sjálfstæðisflokksins, sem hagar sér eins og ódýrar portkonur. "Það má alltaf lækka verðið".

 Kata sæta svífur yfir vötnum, með Breiðholtsbúgívillustuðningi og dreifbýlisstyrkjakóngnum Þistilfjarðarkúvendingnum, sem eitt sinn var allaherjarráðherra á  Íslandi. Sá  vissi hvað hann gerði, sér til framdráttar til seinni tíma, í eftirHrunsdansinum! Þá kom sér vel að "redda" hinum og þessum. Nú skal greitt gjaldið og skuldunautarnir játast hverju sem er, með bros á vör en endaþarminn í eigin koki.

 BB á ekkert svar við greiðum Þistilfjarðarkúvendingsins á eftirHrunstímanum annað en segja pass. Aumara fyrirbæri hefur trauðla verið troðið inn um dyr Valhallar, hvað þá til formanns. Bréfalúgan myndi æla í Valhöll, ef BB reyndi að troða sér þar inn! 

 Meira að segja hún hefur áttað sig á svikum forystunnar. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2019 kl. 05:13

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður erfitt fyrir Þ K Gylfadóttur að endurnýja sitt umboð í næstu kosningum. Mynni okkar vestlendinga er meira en eitt kjörtímabil, þó Garðbæingar muni styttra. Þá verður Halli á Reyn að fara að taka afstöðu, er reyndar ótrúlega laginn við að bíða á hliðarlínunni og stökkva síðan í rétta átt þegar hann sér hvar fylgið liggur. Það dugir honum þó skammt í þessu máli, hér þarf hann að taka afstöðu gegn orkupakkanum strax vilji hann halda þingsæti.

Svona er þetta sennilega um allt land, kjósendur fylgjast með sínu fólki og hegnir þeim sem pakkanum fylgja, jafnvel þó bíða þurfi út kjörtímabilið.

Það verst við þetta allt er að stjórnarandstaðan, eða hluti hennar, er opinberlega hlynnt orkupakkanum, svo fátt verður um val í næstu kosningum.

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2019 kl. 05:52

3 identicon

Sæll Gunnar frændi - sem og þið Halldór Egill báðir: og aðrir gestir, hér á síðu Gunnars !

Það er ágætt Gunnar minn: að þú, einn ALLT OF fárra Vestlendinga skulir gera þér grein fyrir, hvers lags manngerð ræksni sitja alþingi í dag:: að lang stærstum hluta, þess.

Engeyingarnir: Bjarna bandítts Benediktssonar og hinnar Síkileyzku fjölskyldu hans (eins hluta íslenzku Mafíunnar), eru svona ámóta lýður, sem Sturlungar 13. aldarinnar / ásamt Gissuri Þorvaldssyni Haukdæla sömu aldar, og því fór sem fór, árin 1262 - 1264, eins og við munum.

Afbragðs innlegg Halldórs Egils - sem vænta mátti, úr fórum þess mæta drengs - sem oftar. 

Með beztu kveðjum að vanda: af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2019 kl. 12:34

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Gunnar Heiðarsson Það er ekki andskota laust að treysta á sannkristna forystumenn Íslenskra stjórnmála.  Á tyllidögum þá mærir þetta guðs hrædda lið, guð og alla menn og gefur fimmur á meðan sést og heyrist en þegar rökvar þá hvað?  Mér kemur það að sjálfsögðu ekki við.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 26.3.2019 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband