Kosningasvindl
11.2.2019 | 12:14
Það er sama hvernig á það er litið, allt fikt varðandi kosningar túlkast sem kosningasvindl. Þar skiptir engu hvort fiktarar hafi af því fleiri eða færri atkvæði, hvort það fikt er gert í nafni þess að auka þurfi kosningaþátttöku, rannsóknarskyni eða hverju öðru sem menn vilja nefna.
Hornsteinn lýðræðis er frjálsar kosningar og að þær kosningar séu hafðar yfir allan vafa um fikt á nokkurn hátt. Að kjósandinn geti treyst því að hann hafi fullkomið vald til að velja þá kosti sem í boði eru, einnig þann kost að sitja heima. Öll afskipt eða fikt afnema lýðræðið og gera kosningarnar marklausar. Þar eru engar undantekningar!
Enn verra er þegar svona fikt er stundað af sitjandi meirihluta, sem samkvæmt skoðanakönnunum fyrir kosningar, eru að tapa verulega fylgi. Ekki verður slíkt skilið nema á einn veg.
Yfir allan þjófabálk tekur síðan, þegar fiktið uppgötvast og verður kjósendum ljóst, skuli þeir sem að svindlinu stóðu, telja skrif og athugasemdir kjósenda "alvarlega ærumeiðandi". Þetta fólk skilur greinilega ekki út á hvað lýðræðið gengur og ætti því kannski að sleppa því að taka þátt í afskiptum af því.
Hafi einhverjir orðið fyrir ærumeiðingu eru það kjósendur, af hálfu meirihlutans í Reykjavík. Ekki bara vegna kosningasvindlsins, heldur ekki síður vegna þess hvernig viðbrögð meirihlutans eru, þegar upp kemst um ósvífnina.
Það er einungis ein leið til að endurheimta lýðræðið innan borgarinnar, að kjósa aftur. Kannski þarf að breyta lögum um kosninga til sveitarstjórna, svo slíkt megi gera. Þá verður Alþingi bara að gera slíka breytingu og það sem fyrst.
Allt annað en endurkosning er aumt yfirklór og engum til sóma, síst lýðræðinu okkar.
Þarf álit utanaðkomandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Rétt athugað Gunnar,
Kosningasvindl er kosningasvindl.
Og þar sem svo var háttað við síðustu borgarstjórnarkosningar, ber vitaskuld að kjósa aftur. Það er svo augljóst að um það ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 14:11
Hárrétt Gunnar, það eina rétta í stöðunni eru nýjar kosningar.... Og að kæra þetta athæfi til þar til bærra aðila, að mínu mati er um lögbrot að ræða og þar til bær aðili er LÖGREGLAN.........
Jóhann Elíasson, 11.2.2019 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.