Siggi og Nonni, eða bara Dagur

Enn bætist á óráðslistann, nú skal byggja jarðgöng í Hafnafirði. Það mætti halda að Dagur væri búinn að taka yfir óstjórn landsins.

Björn Leví, Pírati, hefur bent á að dæmið gangi bari alls ekki upp, að 100-140kr dugi engan veginn fyrir öllum þeim framkvæmdum sem boðaðar hafa verið. Komst hann að þessu áður en göng í Hafnafirði voru boðuð, framkvæmd upp á eittþúsund og tvöhundruð miljónir króna!

En kannski misskilur Björn þetta og við hin líka, kannski er nóg að rukka 100-140 krónur við hvert skatthlið, bara hafa þessi skatthlið nógu andskoti mörg og þétt!

Fyrst þarf 10 til 15 skatthlið,til þess eins að borga stofnkostnað vegna skattsins, síðan þarf 15 til 20 skatthlið til að greiða rekstrarkostnað ruglsins og innheimtu skattsins. Þá er hægt að snúa sér að því að reikna út allan kostnað við þá draumóra sem pjakkarnir hafa lagt fram og finna út hversu mörgum skatthliðum þarf að bæta við.Vandinn er hins vegar sá að nánast daglega dettur þeim eitthvað nýtt í hug, sem framkvæma má. Það gæti því orðið nokkuð tafsamt fyrir okkur landsbyggðafólk að komast til borgarinnar, þegar aka þarf gegnum hvert tollahliðið af öðru, að svo þéttriðið net þeirra verði að vart verði bíllengd á milli.

Það er ekki að undra þó manni detti Dagur í hug, í hvert sinn sem Siggi og Nonni opna á sér munninn. Peningavitið ekkert og raunveruleikinn þeim öllum jafn fjarlægur.

Siggi og Nonni geta þó ekki búist við að fá þá silki meðferð sem Dagur fær, þegar allt fer í hundana. Þeir munu ekki stjórna rannsóknarnefnd um eigið vanhæfi og enn síður nefnd sem rannsakar rannsóknarnefndina.

 


mbl.is Jarðgöng í Hafnarfirði á listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðferðin er brilliant til að töfra fram betri veg að Árneshreppi á ströndum.

Bara ef Siggi og Nonni fengju nú að setja á vegjöld þá gætu þessir 20 aðilar staðið á bak við nýjan ofurveg, að vísu gæti verið vissara að setja svona eins og 20 gjaldhlið á leiðinni og hækka aðeins gjaldið í hvert skifti. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.12.2018 kl. 11:04

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held nú reyndar að þetta muni engu breyta fyrir fólkið í Árneshrepp. Stjórnvöld hafa afskrifað þá byggð fyrir margt löngu og enginn vilji til að halda þeim hrepp í byggð.

Það versta er að þegar byggð hefur lagst af þar norðurfrá mun einhver önnur byggð á landinu verða jaðarbyggð og afskrifuð og svo koll af kolli  þar til allir landsmenn eru komnir á sv hornið.

Gunnar Heiðarsson, 29.12.2018 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband