mig spyr sig ... eða þannig

Fjárfestingarleið Seðlabankans var samþykkt á Alþingi í mars 2011, eða meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var við völd. Á sama ári varð skipti á fjármálaráðherrum, Steingrímur J Sigfússon lét af því embætti og við tók Oddný G Harðardóttir. Því ætti Oddný vart að þurfa að leita langt yfir skammt eftir svörum við spurningum sínum. Stundum er talað um skammtímamynni Íslendinga, en mynnisleysi þingmannsins slær þó sennilega öll fyrri met.

Auðvitað var fjárfestingaleiðin misnotuð, það liggur í augum uppi. Þarna gafst mönnum sem höfðu náð að flytja miklar fjárhæðir úr landi fyrir hrun, tækifæri á að koma með þær til baka aftur og fá fyrir vænan pening. Þetta var eins og happdrættisvinningur, meðan sömu stjórnvöld horfðu með velþóknun á almenning vera kastað á götuna.

Ekki einungis hafði þessum mönnum tekist, með því að koma fé úr landi, að forða því að "eignir" þeirra rýrnuðu meðan hrunið gekk yfir, svona eins og fasteignir og laun almennings, heldur fengu þeir greiddar verulegar upphæðir fyrir það eitt að skila fénu aftur til landsins. Ekki var neinu skeytt um hvernig þetta fé hafði orðið til, hvort þar var um að ræða réttmæta eign eða hvort um illa fengið fé var að ræða.

Þessi ákvörðun Alþingis, undir stjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, bar þess glögg merki, eins og raunar flest sem frá þeirri ríkisstjórn kom, hvar í flokki hún stóð. Undirlægjuháttur við auðvaldið var algjört, þó alveg sérstaklega ef um erlenda auðmenn var að ræða. Almenning var kastað á gaddinn og bönkum gefið skotleyfi!!

Það er í sjálfu sér undarlegt að manneskja sem kosin hefur verið á þing og vill væntanlega láta taka sig alvarlega, er að spyrja spurninga um mál sem er svo augljóst svar við. Enn frekari er heimskan, þegar viðkomandi fyrirspyrjandi er einmitt sá sem hellst bar ábyrgð á ruglinu!

Hitt er sjálfsagt að spyrja, hvers vegna ekki var komist í veg fyrir þessa misnotkun og þar ætti auðvitað Oddný G Harðardóttir að verða fyrir svörum!!


mbl.is Var fjárfestingaleiðin misnotuð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp hugmyndir Lilju Mósesdóttur um nýkrónuna.  Ef kreppustjórn Jóhönnu hefði bara hlustyað á fólk sem hafði vit í staðinn fyrir að láta Steingrím stjórna, þá væri staðan öðruvísi í dag. Þjófapakkið sem rændi bankana að innan hefði verið gómað og við værum ekki að þrátta um uppgjörsaðferðir vegna björgunar bankanna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2018 kl. 18:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lilja var vissulega með góðar hugmyndir, Jóhannes, en það var vart von til að þverhausar eins og Steingrímur og Jóhanna hefðu skilning á þeim.

Margt væri betra í dag ef Lilja hefði fengið eitthvað vægi í þessari annars óhæfu ríkisstjórn. Kannski væri þá hægt að hugsa aftur til þess tíma með með betra hugarfari.

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2018 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband