Annað hvort, eða
25.4.2018 | 23:54
Annað hvort samþykkir Alþingi tilskipun ESB um þriðja orkupakka sambandsins, eða ekki. Engar undanþágur eru í tilskipuninni, þannig að ef Alþingi samþykkir hana er verið að færa völd yfir orku okkar úr landi. Svo einfalt er það!!
Það kemur hins vegar ekki á óvart þó ESB aðildarsinnar finni sig knúna til að tala um einhverja ímyndaða fyrirvara, fyrirvara sem þó eru hvergi nefndir í tilskipuninni. Fyrir þeim er sjálfstæði okkar lítils virði og stjórnarskráin einungis til óþurftar.
Það er í hæsta máta undarlegt að ráðherra skuli leita álits "sérfræðings" sem er illa haldinn af ESB veikinni og ekki annað að sjá en að ráðherra sjálfur sé eitthvað smitaður.
En til hvers var ráðherra að leita eftir slíku áliti? Dugir henni ekki leiðbeiningar landsfundar eigin stjórnmálaflokks? Er hún kannski svo illa smituð, að hún telji nauðsyn að finna, með öllum tiltækum ráðum, leið framhjá samþykkt landsfundar? Á maður virkilega að trúa því að ráðherrar og kannski þingmenn Sjálfstæðisflokks ætli að stika út í það forarsvað?!!
Og sannarlega mun það verða stjórnarskrárbrot, samþykki Alþingi tilskipunina. Í Noregi er þegar hafin vinna við málsókn vegna stjórnarskrárbrots Stórþingsins, vegna sömu tilskipunar.
Málflutningur ESB sinnans og álitsgjafa ráðherra, fjallar í stuttu máli um að samþykkt tilskipunarinnar hafi engin áhrif hér á landi og færð fátækleg og jafnvel lygarök fyrir því máli. Þá mætti spyrja þennan ágæta mann þeirrar spurningar; til hvers að samþykkja eitthvað sem kemur okkur ekkert við og skiptir engu máli?!!
Staðreyndin er einföld. Ef við viljum halda yfirráðum yfir auðlindum okkar, má aldrei rétta litla fingur út fyrir landsteinana. Nú eru það orkuauðlindir, á morgun kannski fiskveiðiauðlindirnar!
Gæti falið í sér stjórnarskrárbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.