Reiknikunnátta hagfræðingsins

Eitthvað þarf hagfræðingurinn að endurskoða reiknikunnáttu sína.

Fyrst segir hann að uppsöfnuð þörf sé um 6.000 íbúðir, síðan að næstu tvö ár þurfi um 10.000 vegna fólksfjölgunar.

Þennan vanda leggur hagfræðingurinn til að verði bættur með því að byggja 3.000 íbúðir á ári!!

Ég er ekki sleipur í reikningi, en fæ þó ekki séð annað en að uppsafnaður vandi eftir næstu tvö ár verði þá kominn í 10.000 íbúðir, þ.e. þær 6.000 sem nú vantar og síðan um 2.000 á ári vegna fólksfjölgunar.

Þar sem hagfræðingurinn leggur til að sama magn íbúða verði byggt næstu 10 til 12 ár, mun uppsafnaður vandi vera kominn í a.m.k. 30.000 íbúðir að þeim tíma liðnu, miðað við að fólksfjölgun haldist í fjölda en ekki prósentu!

Þessa hagfræði má sannarlega kalla "sér íslenska leið"!


mbl.is Séríslenska leiðin eða skynsamlega leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú ertu ósanngjarn eða bara fljótfær í gagnrýninni Gunnar. Þessi tiltekni hagfræðingur kann örugglega að reikna enda mælir hann á móti því að farið verði of geyst í að fullnægja íbúðareftirspurninni. Talan 3000 byggir á því sem hann kallar hófstillta leið til næstu 10-12 ára.

Ég skil oft ekki reiknikúnstir hagfræðinganna en þennan útreikning skil ég ágætlegacool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2018 kl. 13:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig má það vera að bygging 3.000 íbúða á ári dugi til að metta árlega þörf á 5.000 nýjum íbúðum, bara vegna fólksfjölgunar? Þá á eftir að leysa vanda þeirrar uppsöfnunar sem þegar er komin, upp á 6.000 íbúðir.

Ef þessi útreikningur hagfræðingsins stenst, eins og þú segist sjá, Jóhannes, er ljóst að ég þarf að læra þessa nýju stærðfræði!!

Það má vissulega kalla þetta hófstillta leið, bara allt of hófstillta.

Gunnar Heiðarsson, 16.2.2018 kl. 14:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það stendur hvergi að hann mæli með því að "reiknuð þörf" sé uppfylt 1-2 og 3. Þú veist að hagfræðin fjallar í grunninn um framboð og eftirspurn og hagfræðingar telja of mikið framboð alltaf slæmt.  Þá lækkar verðið og hagvöxtur mælist minni. Verktakar eru ekki að fara að auka framboð til að skerða eigin hagnað. En þeir þurfa líka að halda framboði stöðugu til að framtíðarkaupendur fari ekki bara eitthvað annað eins og gerðist með íbúasprengingunum í Árborg, Ölfusi og á Suðurnesjum.

Hagfræðingar koma svo með svona spár og ábendingar fyrir sveitastjórnarfólk að fara eftir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2018 kl. 15:32

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta heitir Jóhannes að hafa í hendi sér hvað það sem um ræðir og það má auðveldlega skilgreina það sem óeðlilega afskiptasemi og jafnvel eina leið til að stýra hlutum sem óleyfilegt er að stýra.

Og Gunnar það er miklu betra að lesa þessa uppsetningu á texta, hvort heldur sem er fyrir lesblinda eða okkur hina, svo því sé nú haldið til haga.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.2.2018 kl. 21:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég geri mér grein fyrir að maðurinn er ekki að tala um að uppfylla þörfina einn tveir og þrír, Jóhannes. En hann er væntanlega að tala um vandann sem stafar af skorti á íbúðahúsnæði.

Hann talar um að fara hófstillta leið að lausninni, tiltekur að nota til þess 10-12 ár. Að þannig mætti halda niðri spennu í framkvæmdum. Því hefði verið réttara hjá honum að nefna 5.500 íbúðir á ári, 5.000 vegna árlegrar fjölgunar og taka síðan 6.000 íbúða uppsafnaða skortinn og vinna hann niður á 12 árum, 500 íbúðir á ári. Þetta yrði síðan endurskoðað á hverju ári, eftir þróun íbúafjölda. Þetta má vissulega kalla hófstillta leið.

Hagfræðingur Íbúðalánasjóðs á ekki og má ekki gefa ráðgjöf sem felur í sér að einhverjir aðilar hagnist á kostnað annarra, í þessu tilviki verktakar og leigufélög á kostnað almennings.

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2018 kl. 07:55

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir þitt innlit, Sindri.

Veit hvað þú ert að tala um, en til að það valdi þér ekki hugarangri, þá átti sú athugasemd er þú ýjar að ekki við þína, heldur hinar þar fyrir ofan.

wink

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2018 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband