Nýr dagur hjá Degi
6.1.2018 | 19:52
Jón Karl Ólafsson er að íhuga framboð til borgarstjóra. Nefnt er að það sé í nafni Sjálfstæðisflokks, en það getur vart staðist. Samkvæmt því pólitíska framferði sem þessi maður hefur stundað og þeirri hugsjón sem hann hefur opinberað, á hann heima í Viðreisn eða Samfylkingu, alls ekki innan Sjálfstæðisflokks.
Málflutningur og hugsun Jóns Karls til ESB, evru, flugvallar í Vatnsmýri og fjöldi annarra mála, gerir honum útilokað að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk. Auðvitað getur hann afneitað trúnni um stund, svona eins og Júdas og Steingrímur J. en varla falla kjósendur fyrir því.
Samfylking fer vart að skipta út sínum Degi, þó að kveldi sé kominn, svo líklegast mun Jón Karl verða málssvari Viðreisnar.
Eitt er þó víst, að nái Jón Karl Ólafsson að plata kjósendur Sjálfstæðisflokks til að færa sér efsta sæti flokksins í Reykjavík, mun nýr dagur renna upp hjá Degi.
Jón Karl að hugsa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
Athugasemdir
Það var nú aldeilis árangurinn hjá ESB laumkratanum sem er að yfirgefa forystusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sjálfstæðismönnum í Reykjvík væri varla viðbjargandi ef þeir velja sér aftur annan slíkan.
Hrossabrestur, 7.1.2018 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.