"Vönduð vinnubrögð"
8.12.2017 | 09:51
Samtök atvinnulífsins hafa reiknað út hvað stjórnarsáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar kostar. Ekki ætla ég að leggja mat á þá útreikninga, sýnist þó að frekar sé varlega farið í þeim útreikningum.
Það vekur hins vegar furðu að fjármálaráðherra virðist ekki vita hver þessi kostnaður er, þegar hann er spurður. Gefur það út að hann átti sig ekki á útreikningum SA, en kemur ekki með neina tölu á móti.
Maður skildi ætla að eftir allan þann tíma sem tók að setja saman þennan sáttmála og yfirlýsingar formanna þeirra flokka sem standa að ríkisstjórninni, um hversu vel væri vandað til hans, að kostnaðurinn lægi nokkurn veginn fyrir!
Það er ekki beint traustvekjandi að fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar geti ekki í sínu fyrsta viðtali í embætti, svarað jafn einfaldri spurningu og hver kostnaður ríkissjóðs er af hinni nýju ríkisstjórn. Að hann skuli ekki geta svarað fullyrðingum um óhóflegan kostnað strax.
Í hverju fólust hin "vönduðu vinnubrögð" við gerð stjórnarsáttmálans? Voru þau kannski ekki svo vönduð sem sagt er? Getur verið að tíminn hafi allur farið í að þrefa um stólaskipti? Í það minnsta tókst þessum þrem formönnum að halda öllum málefnum frá þjóðinni, meðan setið var að samningu sáttmálans. Kannski var ekkert um að fjalla. Það eina sem hvissaðist út voru mismundi túlkanir þeirra á skiptingu stóla.
Sjálfur stjórnarsáttmálinn er langur og myndskreyttur. Þar er farið fögrum orðum um marga hluti, orðum sem túlka má á hina ýmsa vegu. Þessi stjórnarsáttmáli er í raun þannig að allir flokkar á Alþingi geta í raun samþykkt hann. Hins vegar er lítið fjallað um stóru málin og afgreiðsla þeirra þannig að ljóst er að ekkert mun gerast á kjörtímabilinu varðandi þau. Má þar hellst nefna fjármálakerfi landsins og afnám verðtryggingar. Þessi mál fara í "skoðun", ásamt svo mörgum öðrum.
Því spyr ég aftur; í hverju fólust hin vönduðu vinnubrögð? Ekki var það ú útreikningi kostnaðar, ekki var það í afgreiðslu og stefnumótun á fjármálakerfinu og ekki var það í afgreiðslu erfiðu málanna, þar sem mest skilur milli Sjálfstæðisflokks og VG.
Áttar sig ekki á útreikningum SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.