Fyrst og fremst kosið um sjálfstæði þjóðarinnar
26.10.2017 | 12:45
Skattpíning og skortur á íbúðahúsnæði mun auðvitað verða ofarlega í hug kjósenda. Því ættu vinstri flokkarnir að verða útundan, skattstefna þeirra er kunn og verk þeirra flokka í borginni sýna að þeir ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann.
Fyrst og fremst ættu kjósendur þó að skoða hug sinn til sjálfstæðis landsins okkar. Samfylking, Píratar og Viðreisn eru allir með opinbera stefnu um inngöngu í ESB og nú hefur formaður VG opnað á þá leið afsals sjálfstæðisins. Þeir sem kjósa einhvern þessara fjóra flokka, verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru að kjósa um inngöngu í ESB og breytingu á stjórnarskrá svo það megi verða.
Þeim sem annt er um sjálfstæði landsins kjósa því einhvern annan flokk en þennan kvartett ESB flokka!
Það sem öðru fremur klauf þjóðina í tvær fylkingar, árin 2009 - 2013, var umsókn Samfylkingar, með fylgi VG, að ESB. Vilja kjósendur virkilega slíkt ósamlyndi meðal þjóðarinnar?!
Kosið um skatta og húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.