Ráðið

Hér varð hrun. Þetta vita auðvitað allir, þó sumir vilja kannski helst gleyma þeirri staðreynd.

Sök stjórnmálastéttarinnar í því hruni var auðvitað nokkur, fyrst og fremst í aðgerðarleysi. Í kjölfar hrunsins komu því upp raddir um að bæta stjórnmálamenningu landsins.

Fram á sjónarsviðið kom nýr stjórnmálaflokkur, Borgarahreyfingin, sem taldi sig handhafa sannleikans á þessu sviði. Í kosningunum vorið eftir náði þessi flokkur þó ekki nema um 7% fylgi kjósenda, svo varla voru landsmenn sammála þeirri leið til betrunar stjórnmálanna, sem þessi flokkur boðaði. Það fór líka svo að samstaða þeirra sem þennan flokk stofnaði var ekki meiri en svo að hann klofnaði og í næstu kosningum á eftir stofnuðu leifar þessa flokks Pírata.

Það varð hins vegar mikil breyting á stjórnmálum eftir hrun. Haldin voru pólitísk réttarhöld, öllum þeim til skammar sem að stóðu. Sök sem mátti rekja fyrst og fremst til sakleysislegs hugsanaháttar og vantrú á að hér á landi gæti þrifist slík glæpastarfsemi sem bankarnir stunduðu fyrir hrun, varð allt í einu að persónulegri sök sumra þingmanna. Allt frá hruni hafa sumir stjórnmálaflokkar lifað á þessum dylgjum og gera enn. Þar eru Píratar ekki einir.

Eftir að þjóðin hafnaði afturhaldsstefnu vinstriflokkanna, vorið 2013, hafa þessar raddir verið mjög háværar og síðustu tvö ár keyrt um þverbak. Í stað þess að ráðast gegn þeim sem voru í valdastöðum stjórnmálanna, fyrir hrun, eins og gert var fyrstu árin eftir hrun, var nú markvisst ráðist gegn ákveðnum persónum. Þar var miskunnarlaust beitt brögðum sem jafnvel hörðustu bankaræningjar okkar fyrir hrun, hefðu blygðast sín fyrir. Fjölmiðlar, sem fyrir hrun voru flestir á mála hjá þessum bankaræningjum, voru nú komnir í fulla vinnu hjá þeim öflum innan stjórnmálastéttarinnar sem markvisst vann að niðurrifi hennar. 

Síðustu tvö ár hefur mér meir og meir verið hugsað til lags sem okkar frábærasti þjóðlagasöngvari samdi, við texta Páls J Árdal. Þessi boðskapur Bergþóru Árnadóttur er sem lýsing þeirrar stjórnmálaumræðu sem stunduð er í dag. Þar gengur lengst sá stjórnmálaflokkur sem dóttir hennar stofnaði!

 

Sjá myndband:

RÁÐIÐ

 


mbl.is Stjórnmálin verða að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér finst leiðinlegt þegar fólk kallar það sem gerðist 2008 “HRUN” af hverju ekki að,kalla það sem gerðist 2008 það sem það var í raun og veru “BANKARÁN.”

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.10.2017 kl. 23:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Jóhann.

Gunnar Heiðarsson, 26.10.2017 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband