Fölskvalaus fögnuður Engeyjarfrænda

BB fagnar á sunnudagskvöldi að "öflugir" fjárfestar kaupi banka hér á landi. Þegar kemur í ljós að þarna er leikflétta hrægammasjóðanna í gangi til að ná til sín því fé sem þeir eiga hér á landi og að einn þessara hrægammasjóða hafi fengið á sig sekt fyrir mútustarfsemi og fallinn í ruslaflokka matsfyrirtækja, dregur hann í land og leitar nýrra ástæðna fyrir fögnuði sínum.

Ekki tókst honum betur til en svo að halda því fram að þessi kaup leiddu til aukins erlends fjármagns til landsins. Það sér hver maður að svo er auðvitað ekki, en jafnvel þó svo væri þá er það nú kannski ekki vandi okkar akkúrat nú, að fá erlent fé hingað til lands. Seðlabankinn hefur gegnum vaxtastefnu sína séð til þess að erlendir aðilar kaupa hér krónur eins og sælgæti. Önnur snjóhengja er því að myndast og það hratt.

Fögnuður þeirra Engeyjarfrænda er þó fölskvalaus. Eina vandamálið er að þeir þora ekki að segja í hverju sá fögnuður liggur.

Kaupin eru gerð til að ná fjármagni úr landi, eins og svo auðséð er. Það mun auðvitað veikja stöðu krónunnar og óvíst hversu mikið það hrap verður eða hvort það verður stýranlegt eða stjórnlaust. Þetta kætir auðvitað útgerðina og BB.

Í beinu framhaldi af því mun verða auðveldara fyrir Benna frænda að halda uppi áróðrinum um inngöngu í ESB klúbbinn, Hann telur sitt hlutverk vera það eitt og vinnur hörðum höndum í þá átt. Ef hann telur að rústa þurfi hagkerfinu hér á landi til að ná því markmiði, er það hið minnsa mál. Tilgangurinn helgar meðalið.

Fögnuður frændanna er því fölskvalaus og betur færi þeir viðurkenndu hinar raunverulegu ástæður hans.


mbl.is Kaupandi Arion í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gosi frændi þess sem aldrei veit hvort hann er að koma eða fara, er nokkuð öruggur með hann Skjóna í humátt bakborðsmegin við afhlaupið. 

En sá sem er með tvö eyru og veit aldrei hvoru hann á að trúa veit þar með ekki  hvernig á að snúa stýrinu.  Svoleiðis kaptein verður væntanlega ekki endur kjörin á næsta landsfundi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2017 kl. 14:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef aldrei séð hægri menn mótmæla eins kröftuglega -(engin ræðuhöld aðeins fjölmenni sem aldrei síðan hefur sést)-  og árið sem Kratar stefndu Geir Haarde fyrir Landsdóm. 

Geta menn ekki mótmælt af því BB. er forsætisráðherra? Ef hann ekki segir upp Shengen mun hann sjá eftir því;afsakið þetta hljómar eins og hótun,en er bara spá. Hann veldur mér og mörgum öðrum sem hafa mært hann virkilegum vonbrigðum.  

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2017 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband