Óbreytt ástand er sannarlega óforsvaranlegt!

Ekki varðandi krónuna okkar, enda hélt hún lífi í þjóðinni eftir að "fjármálasnillingarnir" höfðu sett alla banka landsins á hausinn og hjálpaði okkur að komast undan þeim vanda.

Nei, það óbreytta ástand sem er óforsvaranlegt er þátttaka Viðreisnar í ríkisstjórn. Þar fer fólk sem hugsar um það eitt að koma Íslandi inn í brennandi hús ESB, þrátt fyrir að sífellt stækkandi meirihluti þjóðarinnar sé eindregið andvígur aðild að brunarústum ESB.

Fulltrúar Viðreisnar svífast einskis í sinni krossferð til ESB. Niðurrif og níð alls sem íslenskt er eru helstu aðferð þessa fólks. Sjálfur fjármálaráðherrann níðist á gjaldmiðlinum sem honum ber að verja. Landbúnaðarráðherra vill landbúnaðinum það versta þó frestun hafi orðið á þeim aðgerðum hennar fram á haust. Svona mætti lengi telja. Markmiðið er þó einungis eitt, að koma þjóðinni undir ESB. Rústun á íslensku hagkerfi er að mati þessa fólks réttlætanleg í þeim tilgangi.

Það er því með öllu óforsvaranlegt að þessi flokkur fái aðild að ríkisstjórninni, flokkur sem tæplega kæmi manni á Alþingi ef kosið yrði nú!!


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er sorglegt að fylgjast með niðurrifsmálflutningi fjármálaráðherra og hans fylgdarliðs. Hvar ætli megi finna sambærilegar yfirlýsingar, hjá ráðherrum annara ríkja? Hélt það væri hlutverk ráðherrans að verja okkar gjaldmiðil og þar með efnahagskerfið, en ekki tala allt til andskotans og inn í ESB viðbjóðinn. Þetta hlýtur að flokkast sem greindarskortur, athyglisbrestur, eða eitthvað í þá veruna. Jafnvel heimsku. Það er með öllu óforsvaranlegt að þessi landsöluflokkur haldi áfram í stjórn. Það er kórrétt hjá síðuhafa. Því fyrr sem við losnum við þessa lýðveldisafsalssinna úr ríkisstjórn, því betra. 

Góðar atundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2017 kl. 09:31

2 identicon

Verða menn ekki að hafa sig hæga, alveg frá því að hrunið skall á eins og flóðbylgja framan í andlitið á íslendingum hefur krónan staðið sig með prýði, og gert aðlögun mögulega. Það er ekkert að henni, hún hlaut að gefa eftir þegar braskarar voru búnir að grafa um sig í hagkerfinu eins og ormar í rotnum ávexti. Hún er þegar búin að afsanna að hún væri ónýt, styrkist jafnvel í dag!, sem voru einkunnarorð annars flokks og rök fyrir því að skipta hana út fyrir evru. Er ekki betra að menn spari stóru orðin og láti kannski sérfræðinga úr háskólanum tjá sig frekar um þessa hluti, það er mun heilbrigðari nálgun heldur en að fá hugmyndir flokka um hvernig heimurinn eigi að vera, kveðja bjarni.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband