Móðganir lýsa þeim sem þær nota

Maður verður eiginlega alveg orðlaus að hlusta á þjóðkjörna fulltrúa landsins flytja slíka tillögu, sem þingmenn VG gera. Svo arfavitlaus sem hún er og algjörlega út í hött. Og ekki nóg með að þetta fólk vilji fá að móðga erlenda þjóðhöfðingja, heldur virðist það setja sig upp á móti því að menn séu dæmdir fyrir að kasta bensínsprengjum að erlendum sendiráðum. Hvað býr eiginlega í höfði fólks sem svona talar?

Þetta kallar þetta fólk málfrelsi. Þvílík afbökun!!

Málfrelsi, sem og öllu frelsi, fylgja takmarkanir. Það er sjálfsögð kurteisi og ætti ekki að þurfa að ræða frekar, að þjóðhöfðingjar erlendra ríkja, sem eru þjóðkjörnir af eigin þjóð, fái notið verndar fyrir móðgunum, í það minnsta þeirra landsmanna sem við sem þjóð kjósum til forsvars fyrir okkur. Auðvitað getur okkur mislíkað stjórnarfar annarra landa og hvernig þjóðhöfðingjar þeirra haga sér. Þá á að rökræða slíkt á réttum vettvangi og færa rök fyrir máli sínu. Móðganir munu aldrei skila neinum árangri.

Beri slíkar rökræður ekki árangur, að okkar mati, höfum við sem þjóð einungis um tvennt að velja, að sætta okkur við það stjórnarfar sem aðrar þjóðir velja sér gildi áfram hjá þeim, nú eða að slíta stjórnmálasambandi við þær.

Það sem vekur ugg hjá manni, við að sjá og heyra þessa tillögu VG á Alþingi, er hvort það fólk sem hana flytjur hafi virkilega ekki vit eða þroska til að stunda eðlilega gagnrýnisumræðu. Hvort þetta fólk sé svo skini skroppið að telja móðganir vera það eina sem dugi í kappræðum.

Illa er farið fyrir íslensku lýðræði, þegar svo þenkjandi fólk nær kjöri til Alþingis. Þá er hætt við að erfitt reynist fyrir okkur að rökstyðja slæmt stjórnarfar annarra þjóða!!

 

 


mbl.is Löglegt verði að móðga þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband