Lögreglan bregst hratt við

Í viðtali við Pétur Gunnlaugsson, eftir að héraðsdómur vísaði máli gegn honum frá dómi, bendir hann á hversu mikinn skaða þetta mál hefur haft fyrir hann og fyrirtæki sitt, hvernig vegið hafi verið að æru sinni. Spurður hvort hann ætlaði að leita miska, vegna þess skaða, sagðist hann ekki vera tilbúinn til að segja af eða á með það. Fyrst og fremst óskaði hann eftir afsökun frá lögreglustjóra vegna málsins.

Lögreglustjóri brást hratt við og gaf Pétri áfrýjun til æðra dómstigs!

Það mun sennilega verða léttra fyrir Pétur að taka ákvörðun um sókn miskabóta, eftir þetta útspil lögreglustjórans.


mbl.is Lögreglan áfrýjar máli Péturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vandamálið er að það skiptir ekki máli þó að fólk vinni skaðabótamál gegn því opinbera. Hið opinbera borgar yfirleit ekkert.

Var það ekki t.d. kennari Snorri að nafni sem vann skaðabótamál gegn Akureyrarbæ, mér skylst að hann hafi ekki fengið krónu frá því dómsorði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 03:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snorri neyddist til að höfða annað mál til að fá sínar réttmætu bætur, en ég held það sé ekki útkljáð enn.

Það er mikill vansi, að stjórnvöld geti hegðað sér með þessum hætti refsilaust, og einn höfuðpaurinn þarna á Akureyri var einnmitt núverandi formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, sem um þessar mundir flaggar sjálfum sér sem frjálslyndum verjanda mannréttinda vestan hafs!! En þrátt fyrir þrefaldan úrskurð Snorra í vil (í menntamálaráðuneyti, héraðsdómi og Hæstarétti) þverskallaðist bæjarstjórn við að fara eftir dómnum, að endurráða Snorra í kennaraembætti og greiða honum miskabætur vegna tekjutaps fjölskyldunnar.

Þetta er ekki réttlæti, heldur gerræði.

Og hugsanalöggan hér syðra er bara að ýta fram í tímann sínum óhjákvæmilega ósigri í þessari tilhæfulausu aðför hennar að Pétri Gunnlaugssyni.

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband