Sorgleg staða Íslands

Ekkert í upplýsingum þeim er fram voru færðar þjóðinni í kastljósþætti kvöldsins kom á óvart. Allt sem þar kom fram hefur dunið á þjóðinni dag og nótt í fréttatímum ruv, nú í meira en viku. Framsetning upplýsinganna voru svo sem í samræmi við það sem búast mátti við, þó vissulega maður hefði haldið og vonað að þar yrði einhver bót á.

Þarna fór Kastljós, undir handleiðslu Jóhannesar Kr Kristjánssonar, hamförum gegn forsætisráðherra. Í engu voru hafðar þær skýringar sem frá SDG og eiginkonu hans hafa komið, heldur málið gert eins tortryggið og hægt var. Botninn í umræðunni tók þó úr þegar að ráðherranum var komið óvörum og hann settur í þriðja stigs yfirheyrslu og orðin gripin af vörum hans áður en hann hafði fengið tækifæri til að svara. Ekki furða þó hann hafi gengið út, átti auðvitað að gera slíkt jafn skjótt og hann hafði áttað sig á gildrunni. Meir en helmingur þáttarins fór í umfjöllun um forsætisráðherrann og eign eiginkonu hans í útlöndum. Þegar yfir þær upplýsingar sem fram komu er farið, kemur í ljós að það sem frá ráðherra hefur komið um þetta mál, er í fullu samræmi við þessi gögn.

Seinni hluti þáttarins, eða tæplega það, fór síðan í árásir á aðra stjórnmálamenn stjórnarflokkanna. Engar nýjar fréttir en framsetningin öll með þeim hætti að efa væri sáð í huga áhorfenda. Og ekki voru "álitsgjafarnir" sem ruv sótti sér af verri endanum, yfirlýstir andstæðingar núverandi ríkisstjórnar og sérstaklega forsætisráðherra. Vantaði bara Kára kalda í hópinn.

Því var síðan haldið fram að þessi þáttur væri einungis um þjóðkjörna menn, að umræðan um aðra kæmi seinna. Vel getur verið að einungis sex þjóðkjörnir menn hafi átt einhverjar eignir erlendis og að þeir komi allir úr hópi stjórnarflokkanna. Ansi er þó erfitt að trúa þeirri fullyrðingu og sú tilfinning læðist sannarlega að manni að fleiri séu í þessum hóp og úr fleiri flokkum.

En hvaða andskotans máli skiptir hvar peningar eru geymdir. Mestu máli skiptir að þeir séu taldir fram til skatts hér á landi og af þeim greiddir skattar. Þá skiptir öllu máli hvernig peningarnir verða til, hvar sem þeir eru geymdir. Hvorugt þessara atriða virðast skipta Jóhannes eða Kastljós máli. Ekkert kom fram að forsætisráðherrahjónin hefðu ekki greitt skatta af þessu fé hér heima, þó framsetningin væri með þeim hætti að efast mætti um það. Þarna var vísvitandi verið að reyna að gera málið enn tortryggnara en efni standa til. Jafnvel svo langt gengið að setja efasemdir fram um hvort fjármunirnir væru í raun fyrirframgreiddur arfur.

Og síðan tók fréttastofa ruv við í beinu framhaldi og fyllti fréttatímann af endurtekningum úr þættinum sem var rétt ný lokið! Engar aðrar fréttir komust að, svo mikill var ákafi fréttastofu!

Það þarf ekkert að færa fé úr landi til svíkja undan skatti. Okkur íslendingum hefur tekist það verk með ágætum, hér heima. Besta og skýrasta dæmið er auðvitað ferðaþjónustan, en meðan erlendir ferðamenn margfaldast hækka tekjur ríkisins vegna þeirra einungis um brotabrot. Skattaundanskot eru svívirðileg, hvar sem fjármunir eru geymdir. Á þeim á vissulega að taka og í sakleysi mínu hélt ég að öll sú vinna sem Jóhannes lagði á sig væri einmitt að upplýsa skattabrot þeirra sem geymdu sitt fé erlendis. Ekki að hann væri í herferð gegn æru manna, sama hvort þeir væru sekir eða saklausir. Þá hélt ég líka að þessi rannsókn hans sneri að því að finna það fé sem hér hvarf fyrir og í hruni, ekki að hann væri að elta uppi arf fólks!

Ég sat orðlaus og agndofa eftir að hafa horft á þennan leikþátt ruv og Jóhannesar. Varð að horfa á öll herlegheitin aftur til að átta mig á að þetta hafði virkilega verið flutt af ríkisútvarpi allra landsmanna. Manni flökrar við þeirri tilhugsun að peningar úr manns eigin buddu skuli vera nýttir í svona nornaveiðar. Að manni skellur sú hugsun hvort við séum komin aftur í miðaldir.

Það er sorglegt ef fréttastofu ruv tekst að endurtaka sama leikinn og hún viðhafði haustið og veturinn 2008/2009. Þá var stofnunin grímulaust notuð til að æra fólk og skapa sundurlyndi, þegar þörfin á samstöðu þjóðarinnar var hvað mikilvægust. Með látlausum árásum á annan stjórnarflokkinn meðan hinn fékk algjöra friðhelgi, tókst að fella ríkisstjórnina. Nú skal sami leikur leikinn og afleiðingarnar verða sennilega jafn skelfilegar fyrir almenning og afleiðingarnar í kjölfar 1. febrúar 2009. Hér mun verða mynduð ríkisstjórn fólks sem ekki kann að stýra sjálfu sér, hvað þá heilu þjóðfélagi, svona rétt eins og tímabilið frá febrúar 2009 til vors 2013. Er fólk virkilega búið að gleyma þeirri ógnarstjórn sem þá var við völd?!

Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og "fréttaþáttinn" í beinu framhaldi, tvisvar, óttast maður það versta. Að fámenn klíka tapara sé að ná aftur völdum í landinu, gegnum ríkisútvarpið.

Þvílík snilld að láta þegna landsins sjálfa borga hörmungarnar sem fámenn klíka dembir yfir þá!!

 


mbl.is Yfir 5.000 ætla á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

ÓTTASLEGNIR VINSTI MENN I KLIPU AF EIGIN SKÖMMUM SEM FINNA MA I lEYNISKJÖLUNUM  og það skal allt gert til að bjarga þvi og magnað að landsmenn skulu ekki risa upp á móti þessu viðbjóps athæfi !

rhansen, 4.4.2016 kl. 00:57

2 identicon

Sorglegast við viðtalið var að sjá að SDG fór strax af taugum. hélt ekki haus. Hljóp út eins og ofdekraður krakki. Gat ekki rætt málið. Er með her aðstoðarmanna sem hefðu átt að koma í veg fyrir viðtalið. En líklegast hefur eitthvað hangið á spýtunni fyrir egóið hjá SDG svo freistingin til að fara í viðtalið verið of mikil.Forsætisráðherra sem hagar sér svona undir álagi er gjörsamlega vanhæfur. Gunnar taka niður SDG gleraugun.

Jónas (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 01:05

3 identicon

 Vá þú ert ótrúlegur. Hvað þarf til að þú og fleiri stjórnarsinnar sjái ruglið og siðleysið í þessum málum? Er það bara óendanlegt óþol gegn öðrum stjórnmálaflokkum sem stýrir þessari óendanlegu vörn fyrir SDG og co, núna þegar búið er að upplýsa um ótrúlega hluti? Er þessi vörn virkilega þess virði?

Skúli (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 01:49

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jónas, það er rétt hjá þér, viðtalið við forsætisráðherra var sannarlega lægsti punkturinn í þessari umfjöllun Kastljóss.

Að koma aftanað mönnum hefur aldrei þótt falleg list, né miklir menn sem slíkt stunda. Jóhannes setti mikið niður við það athæfi!!

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2016 kl. 05:00

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Skúli, ég bið um það eitt að hér sé farið að lögum. Við höfum löggjafavald til að setja lög, framkvæmdavald til að framfylgja þeim og dómsvald til að skera úr ef einhver er talinn hafa farið út fyrir þann ramma sem við setjum okkur. Þetta kallast þrískipting valdsins og ýtarlega um það fjallað í stjórnarskránni.

Oft er síðan talað um fjórða valdið, fjölmiðla. Þjóðin hefur aldrei ákveðið að taka upp það vald, heldur er það sjálftekið og að öllu leiti utan stjórnarskrárinnar. 

Nú hefur fréttastofa ruv nýtt sér þetta sjálftekna vald til að saksækja, dæma og mannorðdrepa fólk.

Ég kæri mig ekki um að búa í þjóðfélagi þar sem sjálftekið vald ákveður að yfirtaka þær valdstofnanir sem stjórnarskráin tiltekur.

Með þessu athæfi er fréttastofa ruv búin að setja sig við hlið þeirra siðlausu, sem m.a. rændu bankana að innan, haustið 2008. Siðferði þessarar ríkisstofnunnar er komin á sama plan og þeirra manna sem settu þjóðina á hausinn.

Það er huggulegt að þurfa að sjá eftir peningum úr buddu sinni til að halda uppi svo sjálhverfri og siðlausri stofnun og geta ekkert við því gert!!

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2016 kl. 05:11

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

rhansen, það er einmitt þetta sem undir liggur, vinstrimenn óttast sannleika síðasta kjörtímabils. Þá er fréttastofa ruv kölluð til.

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2016 kl. 05:14

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

krafan um að breyta stofnuninni Ruv.er ásækin og það af marg gefnu tilefni.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 05:54

8 identicon

Sæll gunnar

góður pistill, en þú talar um að RÚV stígi niður á lægra plan fyrst núna, var það ekki gert miklu fyrr með skítkastið á Davíð í frægum þætti og svo að reyna hræða þjóðina með áróðri að ábyrgjast icesave? Það er ekki eins og að stallurinn sé hár fyrir ... en ég og þú borgum samt undir áróðursvélina með nefskattinum!

bjarni (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 09:17

9 identicon

Sæll.

Þetta er prýðileg umfjöllun hjá þér!

Gallinn við þessa umfjöllun Kastljóss var hversu einhliða hún var, sá galli er auðvitað alveg meiriháttar. Vönduð fréttaumfjöllun skýrir frá báðum hliðum og leyfir þeim sem hlusta/horfa að draga eigin ályktanir. Ekki er hægt að sjá að slíkt hafi verið gert hér. Því virðist þessi umfjöllun Kastljóss vera meira í ætt við áróður en fréttaflutning.

Ég tók líka eftir því að umfjöllun þáttarins einskorðaðist bara við þá sem tilheyra núverandi stjórnarflokkkum. Eru allir eigendur aflandsfélaga annað hvort í Framsókn eða Sjálfstæði?

Mér fannst nokkuð skondið að sjá þennan fugl Vilhjálm Árnason dreginn fram. Hann virkaði á mig eins og málpípa þeirra sem að þættinum stóðu. Fékk maðurinn borgað fyrir að koma fram í þættinum eða lét hann bara nota sig? Indriði Þorláksson er heldur ekki hlutlaus sérfræðingur, það vita allir sem eru eldri en tvævetur!!

Mætur maður sagði við mig nýlega að orð eins og "Tortóla",  "aflandseyjar" og "skattaparadís" hefðu orðið afar neikvæða merkingu í íslensku. Það skiptir miklu máli í þessu samhengi og umfjöllunin spilar á það.

Stóra spurningin er þessi: Sviku menn undan skatti? Ekki skiptir máli í því samhengi hvort menn reyndu að greiða lægri skatta eða ekki. Voru íslensk lög brotin? Sýnir umfjöllun Kastljóss fram á víðtæk lagabrot? 

Svo má ekki gleyma því að Kastljósmenn og þessir blaðamenn eru að gera sér þýfi að féþúfu.

Er alveg öruggt að allt sem í þessum gögnum er að finna sé satt og rétt?

Helgi (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 10:35

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thakka gódan pistil, ad vanda. Thad er nú ekki amalegt fyrir Jóhannes ad fá RUV med sér í lid i thessum fréttaflutningi og vera med fjáröflun á Karolina Fund í leidinni til ad styrkja Reykjavik Media. Einhvern tíma hefdi Jóhannes, sem óbreyttur fréttamadur skúbbad einhverju um thann sem thannig hagadi sér.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.4.2016 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband