Fúll á móti

Það er skondið þegar menn eins og Kári Stefánsson krefjast málefnalegrar umræðu fyrir hádegi en troða sér í skotgröf og kasta skít eftir hádegi. Það er skondið þegar menn eins og Kári Stefánsson krefst þess að menn séu með réttar og sannar staðreyndir í sínum málflutningi en leggja síðan fram undirskriftasöfnun með vægast sagt hæpnum forsemdum. Þetta má sannarlega kalla skemmtun, ef fólk áttar sig á spauginu.

Það var hins vegar ekkert grín þegar forsætisráðherra, ásamt fleiru velmegandi mönnum í þjófélaginu, benda á ruglið varðandi þessa undirskriftasöfnun. Það er fúlasta alvara, enda verið að plata þjóðina.

Hvert er svo ruglið? Jú, fyrir það fyrsta kemur Kári fram með kröfu sem gæti reynst heilbrigðiskerfinu stór hættulegt, jafnvel orðið þess banabiti ef vissar kringumstæður skapast. Og það er alls ekki svo fjarri lagi að slíkar aðstæður geti skapast hér á landi, reyndar meiri líkur en minni. Kári vill tengja framlög til heilbrigðiskerfisins við ákveðinn hundraðshluta af vergri landsframleiðslu. Það hlýtur þá að virka í báðar áttir, ef hér verða áföll í hagkerfinu þá minnki framlögin til heilbrigðiskerfisins. Hvað mun hlutfallið hækka mikið ef t.d. Straumsvík lokar? Það er ekki fjarri sanni að slíkt geti gerst á næstu misserum. Þá munu þeir fjármunir sem ætlaðir eru heilbrigðiskerfinu hækka nokkuð, miðað við verga landsframleiðslu, án þess þó að krónurnar til þess aukist neitt. Það eru sterk öfl í þjóðfélaginu sem vilja alla stóriðju úr landi, sterk öfl sem vilja grafa undan sjávarútvegi og sterk öfl sem vilja gera bændur landsins hornreka. Ef þetta fólk nær að koma sínum vilja fram, þó ekki væri nema að hluta, er ljóst að því hefur tekist að auka framlög til heilbrigðiskerfisins, miðað við verga landsframleiðslu, án þess þó að auka framlögin til þess um eina krónu. Gætu jafnvel klipið nokkrar krónur af því!

Ferðaþjónustan, sem hefur vaxið gífurlega síðustu ár og orðinn stór hluti í þeirri mælingu sem kallast verg landsframleiðsla. En ferðaþjónustan er fallvölt og getur hrunið á einum degi. Þar ráða öfl sem við Íslendingar ráðum lítt yfir.

Fyrstu árin eftir hrun var freklega klipið af fjármagni til heilbrigðiskerfisins, svo freklega að enn er verið að vinna á þeim vanda og skaðinn mun sjálfsagt aldrei verða bættur að fullu. Þetta þurftu þáverandi stjórnvöld að gera, með tilheyrandi óvinsældum. Ef kerfið hans Kára hefði verið komið í gagnið hefðu þáverandi stjórnvöld ekki þurft að fara í þessar óvinsælu aðgerðir. Þær hefðu einfaldlega verið sjálfvirkar! 

Þannig má lengi telja. Niðurstaðan er alltaf sú að stór hættulegt er að tengja saman framlög til heilbrigðismála við verga landsframleiðslu og það gerir enginn með viti. Með því að benda á Sierra Leone var forsætisráðherra einmitt að benda á fáránleika slíkrar tengingar.

En það er fleira athugavert við undirskriftasöfnun Kára. Þegar farið er af stað með slíka aðgerð þurfa auðvitað staðreyndir að vera á hreinu. Kári ruglar saman forsendum og kemst að niðurstöðu máli sínu til framdráttar. Þarna er verið að plata fólk til fylgilags. Slíkt hefur í sumum tilfellum sérstakt íslenskt orð sem ég ætla ekki að nefna. Í kastljósþætti í gærkvöldi mætti Kári til andsvara um þetta mál. Engin rök kom hann með máli sínu til staðfestu, heldur fabúleraði um allt aðra og óskylda hluti, eins og að allir vilji betra heilbrigðiskerfi. Það þarf enga undirskriftasöfnun til að fá það staðfest, auðvitað vilja allir betra heilbrigðiskerfi. Núverandi ríkisstjórn vill vissulega betra heilbrigðiskerfi, enda hefur það verið í forgang hjá henni. Alveg er öruggt að síðasta ríkisstjórn vildi líka betra heilbrigðiskerfi, jafnvel þó hún hafi þurft að skera svo inna að beini þess að skaðinn verði varanlegur. Allir vilja auðvitað betra heilbrigðiskerfi.

"Það skiptir ekki máli hvað maður aflar, heldur hve miklu maður eyðir". Þessi fleygu orð komu frá Aðalsteini Jónssyni, Alla ríka. Og það má vissulega staðfæra þau að hluta á heilbrigðiskerfið okkar. Það er nefnilega sama hversu miklu fé er skaffað til þess, ef illa er með það farið.

Hversu margir vinna við landspítalann við störf sem ekki snúa beint að faginu, eru með sínar skrifstofur og sitja þar að verkefnum sem erfitt er að sjá að eigi þar heima, nú eða jafnvel sitja á sínum skrifstofum án verkefna? Hversu margar skrifstofur eru á vegum Landsspítalans?

Hvað er spítalinn búinn að tapa miklu fé á því að segja upp hæfu íslensku starfsfólki, sumu hverju með áratuga reynslu, og ráða í þess stað erlent vinnuafl? Heyrst hefur að sumt af þessu erlenda vinnuafli fái ekki starfsleyfi hér, jafnvel þó það sé komið til landsins á kostanð spítalans, búið að skaffa því íverustað á kostnað spítalans og er á launum hjá spítalanum! 

Kári Stefánsson hælir sér af því að fyrirtækið sem hann vinnur hjá gefi spítalanum tæki upp á nokkur hundruð milljóna króna. Gott mál, ef ekki fylgdu gjöfinni ákveðnar kröfur. Það mátti alls ekki setja tækið niður í pláss sem til staðar var innan spítalans, nei, Kári heimtaði nýtt hús fyrir það og ekki nóg með það, hann krafðist þess að fá að koma að hönnun þess. Því þarf spítalinn að kosta á annan milljarð króna í nýtt húsnæði til að fá gjöfina afhenta. Hefði ekki verið betra að afþakka þessa "höfðinglegu" gjöf og kaupa bara tækið. Þá hefði mátt nýta pláss sem til staðar er og spara kannski hátt í hálfann milljarð króna?

Það er klárt mál að margt má bæta í rekstri spítalans, fara að ráðum Alla ríka og skoða rækilega hverju er eytt. Þeir sem stjórna þessari stofnun ráða engan veginn við það hlutverk.

Ég, eins og allir landsmenn, vil betra heilbrigðiskerfi. Ég vil að eins miklu fé sé varið til þess og hægt er hverjum tíma. En ég krefst þess að vel sé farið með það fé, ég krefst þess að Landsspítalanum, stæðstu og mikilvægustu stofnun í eigu okkar landmanna, sé stjórnað af viti, en ekki eftir geðþótta. Í mínum huga skiptir engu máli hvar við mælumst í samanburði við aðrar þjóðir, heldur hitt að eins vel sé gert hverjum tíma og hægt er, bæði í fjármagni til kerfisins sem og einnig og ekki síður hvernig með það er farið.

Og ég vil alls ekki að fjármagn til heilbrigðiskerfisins verði tengt einhverjum forsendum sem eiga ekkert skylt við heilbrigðismál, s.s. verga landsframleiðslu!

 


mbl.is Forsætisráðherra „fýldur út í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann þykist vera talsmaður kærleika en nánast allir sem vinna fyrir hann þurfa að leita á náðir dómstóla til að fá borgað fyrir sína vinnu.  Það er einkennilegur andskoti.    

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 19:10

2 identicon

Sæll Gunnar - sem og aðrir gestir, þínir !

Gunnar og Elín !

Virðið samt fyrir ykkur: burt séð frá ýmsum annmörkum Kára, að Stórlygarinn og Svindlarinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hjörð hans, eru 1/2 hættulegri ísl. samfélagi, en Kári Stefánsson gæti nokkurn tíma orðið.

Sigmundur Davíð er - SKSÍTSEYÐI af 1° sbr. Leiðréttingar sjónhverfuna og þvæluna !

Sýður svo á mér: að bezt fer á því, að ég segi ekki meir að sinni, gott fólk.

Með beztu kveðjum: samt - af Suðurlandi /

e.s. Tek fram: að ég er EKKI áskrifandi, að undirskriftalista Kára, þó fullan rétt eigi á sér, vafalaust.  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 20:09

3 identicon

.... af 1.°, átti að standa, þar.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 20:55

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður pistill Gunnar. Þessi undirskriftasöfnun er dulítið undarleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Merkilegt hve margir fást til að undirrita  áskorunina, án þess að hún taki á nokkru sem hönd á festir, öðru en því að hér sé rekið betra heilbrigðiskerfi. Víst er að sjálfsagt eru allir sammála um það. Heilbrigðiskerfið má endalaust bæta og laga. Á því eru engin takmörk, önnur en fjárhagsleg. Að krefjast þess að framlög til kerfisins séu beintengd hinni vergu vergu, er hins vegar algjör steypa og gerir þessa undirskriftasöfnun álíka trúverðuga og að safnað væri undirskriftum og krafist betra veðurs. Kári meinar eflaust vel með þessu og í huga flestra er hægt að fallast á kröfuna um bætt kerfi. Það er hins vegar ekki sama hvernig farið er að hlutunum og það er ég hræddur um að margir af þeim sem rita nöfn sín undir plaggið, hafi ekki áttað sig almennilega á. Það getur nefnilega komið bakslag í seglin og sú verga orðið býsna lág. Hvað gera bændur þá? Jú, hækka skatta. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.1.2016 kl. 21:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má taka undir allt sem þú segir Gunnar. Pendúll hjarðarinnar fellur nú með Kára, en ekki er svo ýkjalangt síðan það var á hinn veginn.

Menn ættu að hafa varann á sér þegar hrokagikkir eins og Kári sveipa sig kærleiksklæðum. Mín skoðun er sú að Kára leiðist. Hugsanlega hefur honum verið ýtt til hliðar innan fyrirtækisins (hann er ekki lengur eigandi) hann hefur ekki nóg að gera; dómstólar hlusta ekki á hann og því tekur hann það út á ríkisstjórninni. Held að Kára sé sama hvaðan hans daglega "Kick" kemur.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2016 kl. 22:31

6 identicon

Þeir eru ósköp svipaðir Óskar Helgi.  Hitt er annað mál að læknar eru stórhættulegir.  Fíklaframleiðsla þeirra er ekkert grín.  Predikanir lækna sem vara við sölu áfengis í matvörubúðum eru alveg sérstaklega ógeðfelldar.  Jafn ógeðfelldar og Bangsadeildin á Vogi.  (Pælið í nafninu.  Átti einhver barnaníðingur hugmyndina?)  Samtal fyrrverandi framkvæmdastjóra SÁÁ við aðstoðarlögreglustjóra þar sem þeir gera grín að yfirstandandi spillingarrannsókn - vitandi af kröfu um rannsókn á Bangsadeildinni - er vægast sagt einkennilegt.  Jú, Óskar Helgi.  Læknar eru stórvarasamir.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 08:31

7 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan, og áður !

Elín !

All nokkuð: til í þessarri ályktun þinni, sumir Lækna eru stór varasamir, sökum kunnáttuleysis og alm. kæruleysis, jafnvel.

Á ég þar við - vafasamar sjúkdómagreiningar, t.d.

Fremur: myndi ég treysta Bifvéla- og Vélvirkjum, sem og Ketil- og Plötusmiðum, í hlutverkum sumra Læknanna alla vegana, Elín mín.

En - eftir stendur, að Sigmundur Davíð ber alveg fyllilega: nafngift þá, sem ég árnaði honum hér ofar, (í athugasemd nr. 2) umfram Kára Stefánsson, þrátt fyrir ýmsa meinbaugi Kára: þér, að segja.

Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband