Píratar eru að ná þessu

Í stjórnmálum er hver ber að baki. Heiðarleiki og sannleikur hefur sjaldan vafist fyrir stjórnmálamönnum og ýmis samkomulög ekki staðist nema örfáar sekúndur, hvort heldur er um handsal eða skriflegt samkomulag að ræða.

Píratar hafa löngum haldið því fram að þeir séu öðruvísi en almennir stjórnmálamenn, að þeim sé hægt að treysta, þeir séu heiðarlegir og sannleikurinn þeim efst á blaði. En það er með pírata eins og aðra, þegar til á að taka eru það hrossakaupin sem gilda og hnífasettin munduð, ef þurfa þykir. Þá er hvorki heiðarleiki né sannleikur látinn flækja málin.

Í borgarstjórn hefur hvorki heyrst krafa frá fulltrúa pírata um opnara stjórnkerfi, né heldur um aukið lýðræði. Þó eru þetta höfuðmál Pírata auk þess að telja sig trúverðugri en aðrir stjórnmálamenn.

Nú segir kapteinn Pírata að ekkert samkomulag standi nema það sé skriflegt og þá hellst með fylgibréfi um hvernig túlka skuli það skriflega samkomulag. Það ber ekki mikið á heiðarleik þess sem svona talar!

Það sannast að Píratar eru að læra og það hratt. Þeir sýna og sanna að þegar þeir komast í oddastöðu þá eru það hrossakaupin sem gilda. Fulltrúi þeirra í borgarstjórn var fljótur að kasta trúnni og málefnunum, gegn því að fá sína eigin persónulegu nefnd til að stjórna. Kapteinn þeirra Pírata skiptir nú út heiðarleikanum til að reyna af veikum mætti að koma höggi á pólitískan andstæðing!!

Píratar verða klárlega búnir að ná öllum ósómanum áður en þessu kjörtímabili lýkur!!


mbl.is Deildu um túlkun samkomulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Píratar urðu til á Austurvelli viða hrópa upp Samfylkinguna og hvað?  Þeir eru bara eitt af þessum nöfnunum sem vinstri mönnum þykir svo gaman að skrauta sig með.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.12.2015 kl. 21:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilhæfilausar fullyrðingar úr skotgröfum annara flokka í garð pírata hafa hingað til alltaf skilað sér í auknu fylgi pírata.

Takk kærlega fyrir það.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2015 kl. 00:01

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekkert að þakka Guðmundur. Það kemur að því að fólk áttar sig á plottinu, áttar sig á að píratar eru eins og aðrir stjórnmálamenn.

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2015 kl. 07:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ahhh... það er nefninlega ekkert plott.

Píratar eru einfaldlega stjórnmálahreyfing sem hefur áhuga á að hafa áhrif á stjórnmálin. Það er mjög venjulegt og eðlilegt og venjulegt fyrir stjórnmálahreyfingu og engin dulin sjónarmið að baki því.

Þeir sem vilja vita eitthvað um stefnu flokksins geta lesið sér til um hana á vefsíðu pírata. Það er ekkert leyndarmál þar og ekki heldur neitt plott á bakvið stefnuna.

Það er kannski það sem þið eigið erfitt með að meðtaka, að þetta sé heiðarlega sett fram svona, enda vanir því hjá öðrum flokkum að ekkert sé að marka opinbera framsetningu vegna þess að það búi alltaf einhver dulin sjónarmið að baki sem ráða för.

Mistökin felast í því að stimpla pírata með sama stimplinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2015 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband