Hvaða samfélags ?

Á hvaða samfélagi á íslensk útgerð að bera ábyrgð á? Því íslenska? Því rússneska? Eða er kannski samfélag ESB efst í huga ráðherrans?

Þegar tekin er afstaða til mála, sérstaklega þegar sú afstað hefur veruleg fjárhagsleg áhrif, verður að skoða viðkomandi mál frá grunni. Innrás Rússa inn á land Úkraínu, svo ógeðfelld sem hún var, kom ekki upp af tilefnislausu. Afskipti ESB af innanríkismálum Úkraínu höfðu þá staðið um nokkurn tíma og ljóst að Rússar litu þá afskiptasemi sem beina ógnun, enda myndaði þetta land einskonar hlutleysissvæði milli austurs og vesturs.

Af þessum sökum áttu Íslendingar aldrei að samþykkja aðild að þeim viðskiptaþvingunum sem ESB vélaði USA með sér í gegn Rússum. Í þessu máli átti Ísland að vera hlutlaust.

Hver er sjálfum sér næstur. Þetta sannaðist hressilega þegar bankarnir hér hrundu. Þá var einungis ein þjóð sem rétti okkur hjálparhönd, Færejingar. Flestir aðrir vildu sem minnst af okkur vita og sumir, sem við töldum kannski okkar hellstu bandamenn, köstuðu bensíni á það bál sem hér geysaði. Utanríkisráðherra vitnar til alræmds ESB sinna í útvarpsþætti og taldi að með stuðningi við viðskiptahömlur á Rússland þá værum við að tryggja okkur einhverja vörn, væntanlega gegn Rússum. Þvílíkt bull!!

Fyrir það fyrsta þá kemur enginn okkur til hjálpar, þegar neyð skellur á. Þetta vitum við. Eina vonin um hjálp er ef aðstæður fara þannig að önnur ríki telji sig geta á henni grætt. Þá skiptir engu máli hvort við erum með þeim í einhverju vðskiptastríði.

Í öðru lagi fer ógnin frá Rússum auðvitað eftir efninu. Þá skiptir auðvitað máli hvort við erum í viðskiptastríði við þá eða ekki.

Megin málið er þó það að við eigum fyrst og fremst að hugsa um eigin hag, rétt eins og ALLLAR aðrar þjóðir gera. Fyrir Þjóðverja skiptir þetta viðskiptabann litlu máli, enda af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru flestar vörur sem þeir selja Rússum utan þessara viðskiptaþvinganna. Þjóðverjar hugsa um sig og hví skyldum við ekki gera það sama?

Það er sannarlega rétt hjá utanríkisráðherra, útgerðin á að sýna samfélagslega ábyrgð, ábyrgð gagnvart íslensku samfélagi.

Það mætti hann einnig gera!!

 


mbl.is Útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muna: Þessi deila sýnst um fólk en ekki fisk

"Hver er sjálfum sér næstur. Þetta sannaðist hressilega þegar bankarnir hér hrundu. Þá var einungis ein þjóð sem rétti okkur hjálparhönd, Færejingar."

P.s. Ekki Gleyma : það voru Færeyingar og Pólverjar svo öllu sé rétt haldið til haga sem stóðu með okkur á sínum tíma

Kristinn (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 18:31

2 identicon

Þetta er þverpólitískur stríðsæsingaklúbbur sem vill bara komast til Brussel til að sötra sitt kampavín.  Svo þykjast þau vera svo góð í ofanálag.  Maður gæti gubbað yfir þessu liði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 19:10

3 identicon

Gott að þú kemur inn á þetta, Elín, stjórnmálamenn eru í sínum eigin heimi og hafa ekkert skynvit fyrir því raunverulega efnahagslífi sem er í kringum þau og m.a. heldur þeim uppi gegnum skattakerfið. Þetta er eins og rýtingur í bakið á þessum litlu sjávarþorpum í Eyjum og á Austfjörðum sem hafa kostað miklu til að fara út í uppsjávarfiskveiðar. Af hverju þurfum við að skipta okkur af hlutum sem koma okkur ekkert við? Og haldið áfram að eiga viðskipti við rússnesku vini okkar? Hvað ætli þetta kosti í hagvexti í prósentum?

Brandur (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 19:19

4 identicon

Hvaða samfélags? Ég held að það sé samfélagið sem hélt ekki vatni af reiði, frekju og græðgi þegar íslensk útgerð sýndi hagnað. Samfélagið sem hefur undanfarin ár formælt Íslenskum útgerðum og bölvað í sand og ösku. Samfélagið sem ekki telur nægjanlegt að skattleggja íslenska útgerð meira en nokkurn annan atvinnuveg. Samfélagið sem telur íslenska útgerð vera samansafn þjófa og ræningja. Er það það samfélag sem íslensk útgerð á nú að aumkva sig yfir?

                     *************TIL SÖLU****************

Utanríkisstefna Íslands er til sölu. Fyrir Nokkar milljarða mun Ísland lýsa yfir stuðningi við Rússa, Ísis, Talibana og hverja þá sem til eru í að greiða fyrir. Hagsmunum okkar er best borgið með því að gera ekki neitt nema fyrir það sé greitt. Og afstaða okkar til atburða sem gerast utan okkar landhelgi er föl hæstbjóðenda.

Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 21:55

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Kristinn, Pólverjar voru okkur einnig hliðhollir eftir bankahrunið. En gleymum ekki hvernig efnaðri þjóðir, sem okkur standa nær, tóku á málum og hvernig ESB vildi afgreiða okkur.

Það kemur vissulega óbragð í munninn, þegar horft og hlustað er á stjórnmálamenn, Elín. Það virðst vera regla að um leið og komið er í stjórn, þá skipti litlu máli hvað sagt var fyrir kosningar. Fyrir síðustu kosningar gat ekki nokkrum manni dottið annað til hugar en að Gunnar Bragi Sveinsson væri harður andstæðingur ESB aðildar og sjálfsagt margir sem kusu þann mann út frá þeim málflutningi. Embættisverk hans gagnvart sambandinu og mannaval ráðuneytisstjóra benda hins vegar til að GBS sé nær því að teljast aðildarsinni. Hversu mörg atkvæði hefði þessi maður fengið ef fólk hefði vitað að hann myndi feta í spor SJS, að hann myndi falla í sömu gryfju og sá ógæfumaður og hundsa vilja eiginn kjósenda? Þeir sem veljast í stjórnmál virðast flestir litlir menn!

Vandinn er vissulega mestur hjá þeim sem hafa byggt upp til uppsjávarveiða, Brandur. En þessi vandi er ekki bara þeirra, þetta er vandi þjóðarinnar. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið og stæðsti hluti allrar þjónustu ríkis og bæja þurfa peninga og þeir peningar vaxa ekki af sjálfu sér. Að kippa fótum undan einni öflugstu stoð efnahagkerfisins er nægjanlegt til að fella það. Aðrar stoðir eru ekki í stakk búnar til að halda því uppi. Hætt er við að uppbygging heilbrigðiskerfisins, eftir fádæma skerðingu til þess hjá síðustu ríkisstjórn, tefjist verulega vegna þessa máls.

Vissulega má gagnrýna íslenskt samfélag, Vagn. Árásir margra á sjávarútveginn er oft með ólíkindum, í ljósi þess að hann er og hefur verið einn öruggast tekjustofn okkar, bæði beinar skattgreiðslur sem og öflun gjaldeyris. En þetta er okkar samfélag og um það verður að standa. Reyndar eru þeir sem hæðst gagnrýna sjávarútveginn í flestum tilfellum þeir sem lifa á öðrum, hafa tekjur af því að þjóna eða bjóða. Sumir jafnvel á beinum launum frá ríkinu. Sjaldan eða aldrei heyrast slíkar gagnrýnisraddir frá þeim sem auðinn skapa.

Í tillögu þinni að auglýsingu mætti allt eins skipta út Rússum og Talibönum fyrir ESB. Það er akkúrat það sem við höfum gert, selt utanríkisstefnu okkar til ESB!

Gunnar Heiðarsson, 17.8.2015 kl. 08:09

6 identicon

Sammála þér Gunnar.  Þjóðin situr uppi með veruleikafirrta stjórnmálastétt.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/17/ovaegin_ordraeda_a_samfelagsmidlum/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband