Aršgreišslur

Žaš er ekkert aš žvķ aš fyrirtęki greiši aršgreišslur. Žaš er vęntanlega merki um góšan rekstur og aukna framleišni. En į žessu eru žó żmsir fletir.

Fyrir žaš fyrsta žarf hagnašurinn aš vera ešlilegur, byggšur į raunverulegri veršmętaaukningu. Vel rekin fyrirtęki, sem skapa veršmęti, geta og eiga aš sjįlfsögšu aš lįta eigendurna njóta žessa hagnašar ķ auknum arši. Aušvitaš į hluti žessa veršmętaaukningar aš koma ķ hlut starfsmanna, žaš eru jś žeir sem skapa žessi veršmęti, en eigendur eiga aš sjįlfsögšu aš njóta megin hluta hagnašarins. Hvort žeir sķšan nżta hann til frekari uppbyggingar į sķnu fyrirtęki, eša til aušsöfnunnar, er ķ valdi žeirra sjįlfra. Eigandi vel rekins fyrirtękis myndi aš sjįlfsögšu nżta megniš af aršinum til frekari uppbyggingar og eflunnar į sķnu fyrirtęki, en žaš er alltaf ķ hans valdi aš įkveša slķkt.

Fyrirtęki eins og bankar, rķkisfyrirtęki (t.d.Landsvirkjun) og önnur žau fyrirtęki sem byggja sinn hagnaš fyrst og fremst į hękkun sinna veršskrįa, eiga hins vegar aš fara varlega ķ aršgreišslur. Undir žį skilgreiningu fellur t.d. GAM Managment hf., fyrirtęki sem byggir į žvķ aš höndla meš peninga annarra. Hjį žessu fyrirtęki er engin raunveruleg veršmętasköpun og jafnvel žó reikningar žessa fyrirtękis sżni 47% margföldun eigin fjįr, frį įrinu 2008, er ekki um nein raunveruleg veršmęti aš ręša. Allt žetta eigiš fé er fengiš meš žvķ aš höndla annarra manna eigur.

Ég setti Landsvirkjun innan sviga hér fyrir ofan. Mikil umręša hefur veriš um aš auka hagnaš žess fyrirtękis, sem og annarra orkusölufyrirtękja eins og Orkuveitu Reykjavķkur og żmsar misgįfašar hugmyndir žar um. Svo langt er gengiš aš įhęttufjįrfestingar žykja ekki tiltölumįl ķ žessum tilgangi. Ķ gegnum tķšina hefur hagnašur žessara fyrirtękja skilaš sér aš mestu til ķslenskra neytenda, ž.e. orkuverši til heimila hefur veriš haldiš eins nešarlega og hęgt hefur veriš. Nś er breyting į og sżnist sem žetta višhorf sé aš breytast, višsnśningur varš um žetta į sķšasta kjörtķmabili. Aršsemiskrafan hefur aukist og er sem žaš sé ķ einum tilgangi, aš geta greitt einhverja tugi milljarša ķ arš til eigenda, rķkissjóšs og sveitastjórna. Aušvitaš er hver króna ķ žessa sjóši góšs gildi, en ef viš myndum hękka skatta um einhverja tugi milljarša er hętt viš aš fólk vęri ekki eins sįtt. Žetta er ekkert annaš en dulbśin skattįlagning. Betra aš halda sig viš žau gildi sem įšur voru, aš aršur žessara fyrirtękja skili sér til žeirra sem nżta afuršir žeirra, meš lįgu orkuverši. Žaš vęri sannarlega višleitni til aš halda žvķ fólki hér heima sem sér gull og gręna skóga ķ śtlöndum, vęri žungt lóš į vogarskįlar launafólks.

Žaš er žvķ ekkert aš žvķ aš vel rekin fyrirtęki greiši sér arš, ef sį góši rekstur byggir į raunverulegum veršmętum. Žaš er heilbrigt.

Žegar fyrirtęki sem byggja sinn hagnaš į frošu eša hękkunum veršskrįr, eins og t.d. bankar, GAM Managment og żmis žjónustufyrirtęki, fara aš greiša sér arš, erum viš komin ķ sömu gešveikina og fyrir hrun. Žaš er óheilbrigt og mun sannarlega leiša til annars hruns.

 


mbl.is Aršgreišslur į hrašri uppleiš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband