Fyndið Kastljós

Kastljós þáttur gærkvöldsins var sannarlega fyndinn. Ekki þó umfjöllunarefnið, það er vissulega graf alvarlegt og þarft að opna það. Ekki umfjöllunin eða framsetningin, þeir þættir voru mjög vel gerðir.

En söluræður snáksölumannanna voru vissulega fyndnar, barnalega fyndnar. Alveg ótrúlegt að fullorðnir menn skuli láta svona orðræðu frá sér, nema sem grín. Og þeir voru sannarlega ekkert að grínast, heldur reyna að snapa pening út úr fólki.

Svokölluð yfirlýsing, sem þessir menn sendu fjölmiðlum, toppar svo aumingjaskap þeirra.


mbl.is Kastljós „þvældi veiku fólki um bæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað hafa þessir meðalasölumenn langa reynslu og þekkingu á þessum vörum? Tóku þeir sölunámskeið árið 2012 eftir að hafa lent í atvinnuleysi, eða er þetta líf þeirra og ástríða til margra ára? Og síðan er spurningin um það hvort og hvenær þeir hafi skoðað sjúklinginn sinn áður en þeir tóku ákvörðun um meðferð, og hvort sú ákvörðun hafi verið tekin á hæpnum eða styrkum grunni? Rannsökuðu þeir sjúklinginn m,ö.o?

Ef þessir aðilar hefðu tæpt á þessum atriðum í yfirlýsingu sinni og veitt efnislega málsvörn, í stað þess að tala um hið sígilda mannorðsmorð, og allt það, þá hefði nú mátt leggja við hlustir. En því miður, er málsvörnin gagnslaus sem stendur.

Tek fram að ég hef ekki séð Kastljósþáttinn og hef eiginlega engan áhuga á því. Kastljós er svo leiðinlegt, þótt þeir eigi góða spretti tvisvar á ári eða þar um bil.

En það merkir ekki að ég megi ekki tjá mig um títtnefnda yfirlýsingu..

Jón (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 08:58

2 identicon

Já,það þarf vissulega að opna á þetta umfjöllunarefni. Er samt svolítið efins að þetta sé rétta leiðin. Og það er eitthvað skakkt við þetta.

Sérstaklega þar sem Kastljós eyddi tveim kvöldum í síðustu viku í að auglýsa söfnun fyrir konu sem ætlar að leita skottulækninga hjá snákasölumanni í Indlandi. 

Eru indverskir snákasölumenn kannski eitthvað betri en íslenskir? Spyr sá sem ekki veit...

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 09:20

3 identicon

Skottulæknarnir á Vogi eru heldur ekkert að grínast.  Er ekki hægt að koma fyrir falinni myndavél á Vogi?

http://www.visir.is/segir-mikid-af-fikniefnum-i-umferd-a-vogi/article/2015150309753

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 10:00

4 identicon

Mest upplýsandi yfirlýsing "skottulæknanna" var þó sú að krefjast lögbanns á að sýnt væri hvað þeir höfðust að gagnvart "sjúklingum" sínum!

Ef maður teldi sig vera gera eitthvað voðalega gott fyrir aðra þá færi maður varla að setja lögbann á ókeypis auglýsingu eða hvað?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 11:15

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mannorðsmorð er vinsælt til varnar, þegar ekkert annað er til staðar, Jón. Í þessu máli er þó ekki annað að sjá en blessaðir mennirnir hafi myrt sitt eigið mannorð. Og ég get tekið undir með þér, Kastljós er að öllu jöfnu leiðinlegur þáttur og oftast gefst ég upp á að horfa á hann. Það voru þó snákasölumennirnir sjálfir sem sáu til þess að áhugi minn á að horfa á þennan tiltekna þátt vaknaði, með lögbannsóskinni.

Það er spurning Sigrún, hvar best er að hefja umræðu um hin ýmsu mál. Hvort Kastljós sé eitthvað verri vettvangur en annar ætla ég ekki að dæma um. Þó er sennilegt að ég hefði ekki horft á þáttinn ef ekki hefði verið óskað eftir lögbanni á hann. Um Indversku snákasölumennina veit ég lítið eða hvað Kastljós gerir þeim gott. En ætla mætti að þjóðerni ætti að skipta litlu máli, þegar um svindlara er rætt.

Ekki þekki ég málefni á Vogi, Elín. Þekki þó nokkra sem hafa fengið góðan bata þar. Eru ekki læknar starfandi á þeirri stofnun?

Mikið rétt Bjarni, maður skildi ætla að sá sem telur sig gera rétt og gott vildi sem mesta umræðu um það. Og kannski var lögbannsóskin einmitt til þess gerð. En þá hefðu þessir menn líka átt að sýna kjark og mæta í viðtal.

Gunnar Heiðarsson, 4.3.2015 kl. 14:22

6 identicon

Fyrst þetta er svona fín stofnun þá ættu þeir ekkert að hafa á móti falinni myndavél.  Fyrirtaks auglýsing.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband