Bensín eða rafmagn

Þegar rafmagnsvespur komu á markað hér á landi var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tekin sú ákvörðun að þær yrðu utan umferðalaga. Á þær þurfti ekki próf, nánast hver sem var mátti aka þeim og þessir faraskjótar máttu aka jafnt á götum sem gangstígum. Loks, við endurskoðun umferðalaga áttu þessi hjól að fara í sama flokk og aflminnstu bensínknúnu vespurnar.

Reyndar er orðið vespa svolítið villandi, þar sem það er tegundaheiti ákveðinnar ítalskrar verksmiðju, en þessi hjól eru nú framleidd vítt um heiminn, undir öðrum tegundaheitum. Á "útlensku" kallast svona hjól scooter, en ekkert íslenskt nafn virðist hafa náð fótfestu. Skutla hefur stundum verið notað og er það í sjálfu sér ágætt nafn.

En hvað um það, nú hefur samgöngunefnd Alþingis afgreitt frumvarpið frá sér og merkilegt nokk, þessi hjól eru aftur færð út fyrir eðlileg umferðalög.

Orkugjafinn gerir ekki mun á neinu faratæki, hvort hann er rafmagn, bensín eða jafnvel bara timbur. Ef farartækið er vélknúið á það að falla undir umferðalög. Því eiga rafmagnsvespur (skutlur) auðvitað að falla undir sama flokk og samskonar farartæki með bensínvél, enda enginn munur á þessum tveim farartækjum í akstri, þyngd né getu.

Það vekur upp hjá manni spurning hvort samgöngunefnd Alþingis sé hæf til sinna starfa. Ef hún telur vera mun á vespum (skutlum), eftir því hvort þær eru knúnar rafmagni eða bensíni, er þá ekki rétt að kippa öllum rafknúnum bílum út  fyrir umferðalögin. Að á þá þurfi ekki bílpróf, að þeim megi aka unglinga allt niður í 13 ára aldur og að þeim megi aka hvar sem er, jafnvel á göngustígum.

Rökin virðast a.m.k. liggja einhversstaðar í hugskoti nefndarmanna!!


mbl.is Óánægja með breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband