Barnalegur málflutningur

Lágt leggjast stjórnendur Reykjavíkurborgar í málflutningi sínum, málflutningi til afsökunar á hækkun gjalda um og yfir 100%.

Hvað þá með húsaleigu? Hún er miklu dýrari í Osló og margfallt dýrari í London. Er þá ekki rétt að hækka húsaleigu enn frekar í Reykjavík. Bensín og þjónusta matsölustaða er þrisvar til fjórum sinnum ódýrari í Bandaríkjunum. Þarf þá ekki að lækka verð á bensíni og verði á matsölustöðum hér? Svona mætti lengi telja.

Ef farið er á hinn vænginn, launa fólks, þá er ljóst að í flestum þeim löndum sem við viljum bera okkur við eru laun mun hærri en hér á landi og dæmi um 100% hærri laun fyrir sömu vinnu, í sumum þeirra. Það hlýtur því að liggja fyrir að stjórendur Reykjavíkurborgar hækki laun sinna starfsmanna verulega.

Svona samanburður, eins og gripið er til til að verja óverjanlega pólitíska ákvörðun, ákvörðun um ógnvænlega hækkun á gjaldskrá, er einungis til minnkunnar þeim sem hann nota.

Það sem máli skiptir er að Reykjavíkurborg ætlar að hækka bílastæðaskattinn um allt að 100%, á sama tíma og launafólki er sagt að hækkun launa muni hleypa öllu í bál og brand. 

Um þetta snýst málið. Gjaldskrárhækkanir ríkis og bæja getur ekki hækkað um 100% á sama tíma og launafólki er talið trú um að launahækkanir umfram 3% stofni efnahag landsins í hættu. Þá skal engum detta til hugar að Reykjavíkurborg láti staðarnumið við þessa hækkun. Takist að koma henni í gegn, takist að hækka eina gjaldskrá um 100%, er eftirleikur á hækkunum annar auðveldur!!

Stjórnendur Reykjavíkurborgar ættu að skammast sín. Svona framkoma er alls ekki samboðin ábyrgu stjórnmálafólki í aðaganda kjarasamninga!!

 


mbl.is Ódýrara að leggja í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eru þetta ekki menn sem vinna að hagsmunum samborgara sinna- flokkur fólksins- SKJALDBORGARFLOKKUR ????undecided

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.2.2015 kl. 21:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er með blessaða "skjaldborgina" eins og svo margt annað, peningaöflin ráða.

Gunnar Heiðarsson, 12.2.2015 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband