Fyndin stjórnarandstaða

Fátt vekur meiri hlátur í huga manns en yfirlýsingar þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, þessa dagana. Sérstaklega þingmenn þeirra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu, en voru við stjórnvölinn á síðasta kjörtímabili.

Formaður VG segir sinn flokk standa að baki kröfu launþega um 300.000 kr lágmarkslaun.

Wanna bee formaður Samfylkingar telur að ekki hafi verið "tekið nógu fast á fjármálakerfinu" á síðasta kjörtímabili.

VG, sem slíkur, er eitt allsherjar aðhlátursefni. Jafnvel má segja að gamli góði O flokkurinn hafi verið marktækari. Eftir kosningarnar vorið 2009 og stjórnarmyndun að þeim loknum, stimplaði VG sig út af sakramenti sannleikans. Allar samþykktir flokksins voru þurrkaðar út fyrir stjórnarsetu. Því er ályktun flokkráðs þess flokks nú einungis aðhlátursefni, sérstaklega í ljósi þess að enginn einn fjármálaráðherra hefur gengið jafn freklega á rétt launþega og fyrrverandi formaður þess flokks, meðan hann sat í stól fjármálaráðherra. Ekki einungis voru samningsbundin kjör launþega skert, sérstaklega þeirra sem minnst höfðu, heldur gekk skattlagningin gjörsamlega úr hófi fram. Þar var lítill greinamunur gerður á þeim lægst launuðu og hinum sem betur voru staddir.

Wanna bee formaður Samfylkingar, þessi sem hefur komið fram sem helsti talsmaður þess flokks nú um nokkurt skeið, talar um að ekki hafi verið tekið nógu fast á fjármálakerfinu í síðustu ríkisstjórn. Þetta er fyndið orðalag. Nær væri fyrir hann að segja að kannski hafi verið of vel gert við það. Auðvitað getur formaðurinn sjálfur lítið talað um þetta, enda sá sem kannski gekk lengst til hjálpar bönkunum, eftir að Hæstiréttur hafði dæmt þá lögbrjóta. Þá setti hann bara ný lög svo kostnaðurinn við brot bankanna færðist yfir á brotaþola. En þetta var ekki eina gjörð síðustu ríkisstjórnar í þágu fjármagnskerfisins, þar má týna margt til, eins og einkavæðing tveggja af þrem stæðstu bönkum landsins.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að nærri hálft síðasta kjörtímabil gerðu þessir flokkar ítrekaðar tilraunir til að koma erlendum fjármálamönnum til hjálpar, á kostnað íbúa þessa lands. Með hjálp forsetans tókst þjóðinni að afstýra þeim áætlunum síðustu ríkisstjórnar, jafnvel þó reynt væri trekk í trekk og að flestir fjölmiðlar kæmu til hjálpar ásamt völdu liði úr menntaelítunni.

Það er því lítils virði þegar þetta sama fólk þykist nú ekki hafa staðið nógu hart gegn fjármálakerfinu. Staðreyndin liggur fyrir, þessum flokkum tókst ekki að gera eins vel við það kerfi og þeir óskuðu, meðan þeir voru við stjórnvölinn.

Og enn er hugur þeirra hjá fjármálakerfinu, þó wanna bee formaðurinn blaðri. Þetta sást vel við afgreiðslu fjárlaga, þegar stjórnarandstaðan, sem einn maður, stóð gegn því að bankaskattur væri hækkaður og undanþágur frá honum afnumdar.

Það er sama hvað fólk blaðrar, það eru verkin sem tala. Og því miður fyrir VG og SF, þá liggja verka þeirra flokka fyrir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband