Mikið happ fyrir Sjálfstæðisflokk

Samkvæmt ummælum formanns þingflokks Sjálfstæðisflokks er ljóst að flokkurinn getur sparað mikla peninga, jafnvel hægt að tala um að flokkurinn hafi unnið í happdrætti. Formaður þingflokksins sagði að engu skipti hvað samþykkt væri á landsfundi flokksins, ummæli frambjóðenda fyrir kosningar væru gildismeiri.

Því getur Sjálfstæðisflokkurinn sparað sér að halda landsfundi á tveggja ára fresti og látið þá einstaklinga sem komast í framboð fyrir flokkinn, hveju sinni, móta stefnuna.

Reyndar er nokkuð víst að fylgi flokksins muni hraka enn frekar við  þessa breytingu, það eru jú enn kjósendur sem treysta á að þeir sem kosnir eru til að vinna fyrir flokkinn vinni eftir stefnu hans. Þegar það hefur verið tekið burtu er lítið eftir af flokknum og hans gildum.

Svo líklega mun það fjárhagslega happ fyrir flokkinn að geta lagt niður landsfundi, skila sér í miklu óhappi í kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún komst einstaklega "klaufalega" að orði og yrði það mikið HAPP fyrir flokkinn ef hann LOSNAÐI við hana úr sínum röðum..........

Jóhann Elíasson, 18.1.2015 kl. 22:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Situr ekki í Ragnheiði og Evrópusinnum,að hún fékk ekki enbætti innanríkisráðherra? þessvegna vel hvött af meðherjum sinum þar. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2015 kl. 06:30

3 identicon

Er sjálfstæðisflokkurinn siðblindur? Mega þingmenn flokksins lofa öllu fögru sem aldrei stendur til að efna til að ná góðri kosningu? Er svo eðlilegt að verðlauna þá fyrir tiltækið með ráðherraembætti?

Ég er ekki hissa þó að flokkur á þessu siðferðisstigi treysti sér ekki til samstarfs við þjóðir ESB þar sem litið er á slíkt framferði með mikilli fyrirlitningu. Ég er heldur ekki hissa að hagsmunir þjóðarinnar séu hunsaðir hjá slíkum flokki.

Kannski væri best fyrir íslensku þjóðina að ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu ósómann gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og stimpluðu sig þannig inn í þjóðarvitundina sem bófaflokkar.

Þó að slík slit þýði venjulega að ekki er ljáð máls á aðildarumsókn í mörg ár eða áratugi trúi ég að aðildarumsóknin verði tekin aftur upp eins og ekkert hafi í skorist fljótlega eftir næstu kosningar vegna þess að hér var farið freklega gegn meirihlutavilja í lýðræðisríki.

Það er auðvitað ekkert að því að skilyrða fyrri landsfundarsamþykkt við samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Reyndar ætti það að vera sjálfsagt mál í lýðræðisríki sérstaklega þegar mikill meirihluti þjóðarinnar krefst þess.

Einstakir þingmenn eru ekki bundnir af landsfundarsamþykkt. Þeir eiga að fylgja samvisku sinni. Þingmenn sem svíkja gefin loforð að óþörfu hafa ekki samvisku og ættu ekki að sitja á þingi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 15:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ættir að tala varlega um siðferðið og lýðræðið innan ESB, Ásmundur. Það má vera að hægt sé að segja margt um íslenska stjórnmálamenn og þeirra siðferði, eins og nýjustu fréttir af fyrrum ráðherra Samfylkingar sýna, en þeir eru þó bara eins og leikskólabörn við hlið pólitíkusa og kommissara ESB, þegar kemur að refskákinni og soranum sem henni fylgir.

Gunnar Heiðarsson, 19.1.2015 kl. 17:00

5 identicon

Er þetta ekki dæmigert fyrir bullumræðuna á Íslandi?

Hér er verið að gefa í skyn að spilling sé mikil innan ESB án þess að minnsta tilraun sé gerð til að færa rök fyrir því.

Allir sem þekkja til ESB vita að þar komast menn ekki upp með þá spillingu sem viðgengst á Íslandi. Vönduð löggjöf og mikil valddreifing kemur í veg fyrir það.

En það leynast auðvitað mismunandi sauðir í mörgu fé og einn og einn verða uppvísir að misferli. Það ber ekki vott um spillingu viðkomandi flokks eða stofnunar ef sökudólgurinn er látinn sæta ábyrgð og víkja.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar þekktur fyrir að hylma yfir misferli flokksmanna í ábyrgðarstöðum og verja það þegar það kemst upp. Slík spilling er óhugsandi í stofnunum ESB.

Að tala um yfirgengilega refskák og sora í ESB er hluti af blekkingaráróðri ESB-andstæðinga sem virðist vera helsta vopn þeirra í baráttunni gegn aðild.

Hvergi í heiminum eru lýðræði og mannréttindi meira í heiðri höfð en í ESB og mörgum ESB-ríkjum. Vönduð löggjöf og dómstólar sjá til þess.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 20:05

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert alveg ágætur Ásmundur.

Gunnar Heiðarsson, 20.1.2015 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband