Þeir borga skatt sem græða

Bankastjóri Landsbankanns barmar sér vegna skattgreiðslna til ríkissins. Það er kannski fulllangt gengið að ætla að kenna bankastjóra hagfræði, en hann virðist þó ekki skilja þá einföldu staðreynd að þeir sem hagnast borga skatta og eftir því sem hagnaðurinn er meiri, því hærri skattar.

Það eru engin fyrirtæki í þessu landi sem komast nálægt fjármálafyrirtækjum í hagnaði, allt frá hruni. Þó greiða þessi fyrirtæki einungis fjórðung þeirra skatta sem lögaðilar skila til ríkisins!

Hagnaður fjármálafyrirtækja ætti að vera gleðilegur, það ætti að benda til þess að allt væri hér í blóma. En svarti bletturinn er að þessi fyrirtæki hafa sýnt ótrúlegann hagnað allt frá því þeir voru endurreystir, eftir að hafa lagt hagkerfið okkar í rúst. Allt fram á síðasta ár var þessi hagnaður því af einhverju öðru en góðu gengi okkar hagkerfis. Sá hagnaður koma að stæðstum hluta til vegna undanlátssemi fyrrum stjórnvalda og almennings. Þegar lánasöfn föllnu bankanna voru flutt yfir í þá nýju, var gefinn vænn afsláttur af þeim. Þennan afslátt hafa síðan bankarnir nýtt sér til að mynda hagnað, á kostnað almennings. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkissjóður lagði til hundruði milljarða til endurreysnar bankakerfinu, eftir fall þess. Það er því ekki nema sanngjarnt að eitthvað af þessum hagnaði sé skilað til ríkissjóðs. 40 milljarðar eru síst ofreiknað gjald á bankakerfið.

Það er gleðilegt að sjá hvernig núverandi stjórnvöld höndla samskipin við fjármálaveldið. Þar hefur orðið mikil breyting á frá fyrri ríkisstjórn, sem stjórnaði landinu alfarið eftir vilja og fyrirskipun þessa valds. Þá var kjarkleysið og undirlægjuhátturinn alsgildur, nú er það kjarkur og þor sem ræður för stjórnvalda, í samskiptum við þessi öfl Mammons. Aldrei hefur komið eins vel í ljós hvaða flokkar eru handbendi fjármagnsaflanna, en einmitt nú þessi ár sem liðin eru frá hruni.

Gamall forstjóri fyrirtækis sagði eitt sinn við mig að hann fagnaði því að greiða skatta. Það sýndi að fyrirtæki hanns væri að skila hagnaði og hann að vinna rétt. Slík réttsýni þekkist ekki lengur.

 


mbl.is Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

 Alveg satt, Gunnar.  Bankarnir eiga að borga mikla skatta, vera nánast skattpíndir.  Þeir hika ekki við að ganga hart á eftir venjulegu fólki fyrir óhóflegan gróða sinn.  Vogunarsjóðirnir mega tapa.

Elle_, 29.11.2014 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband