Forstjórar og fyrirtækisbílar

Það er svo sem lítið við því að segja þegar einkafyrirtæki ákveður að láta forstjóra sinn hafa bíl til umráða, en þegar um ohf. eða fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitafélaga, er málið á oðrum grunni.

Hvers vegna þarf forstjóri Strætó bs., sem hefur sína starfsemi eingöngu á höfuðborgarsvæðinu, jeppa til umráða? Þó Strætó hafi yfir að ráða nánast öllum áætlunarleiðum með fólk um landið, þá hefur forstjóri fyrirtækisins bent á að öll starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins sé á ábyrgð verktaka. Því á hann ekki að þurfa að fara út fyrir það svæði. Varla eru götur borgarinnar svo slæmar að það þurfi jeppa til að ferðast um þær.

Er kannski þörfin fyrir jeppa vegna laxveiði forstjórans, er hann að stunda hana í nafni Strætó? Borgar kannski strætó fyrir veiðileyfið líka? Ef ekki, ef forstjórinn er að veiða fyrir eigin peninga, á hann að sjálfsögðu að nota eiginn bíl til að komast í þá veiði og keyra hann á kaf í vatni, fái hann löngun til þess. 

Svo er alltaf spurning hvort ekki sé rétt að stjórnendur fyrirtækis sem sér um almannasamgöngur eigi ekki að nýta þær samgöngur sjálfir, til og frá vinnu. Það er þekkt utan úr heimi að öllum stjórnendum slíkra fyrirtækja beri að ferðast með þeim til og frá vinnu, fái ekki fyrirtækisbíla og mælt gegn því að þeir noti eigin bíla.

Það er gleðilegt að forstjóri Strætó skuli vera farinn að ferðast til vinnu sinnar með eigin fyrirtæki. Vonandi hellst það sem lengst og vonandi verður öðrum stjórnendum gert skylt að gera það sama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband