Bankar svíkjast undan merkjum!!

Það er svo sem engin nýlunda að bankar hagi sér þvert á allt og alla, en að þeir skuli svíkjast undan merkjum þegar kemur að skuldaleiðréttingunni hélt maður að kæmi ekki upp.

Var í sambandi við minn viðskiptabanka og ætlaði að fá debetkortið virkjað. Ástæða þess að ég vildi fara þá leið er að ég treysti ekki símum fyrir þessari opnun inn í mitt einkalíf. Skilríki frá Auðkenni vil ég ekki. Einfaldast og nærtækast er því að virkja debetkortið, enda þá við minn viðskiptabanka að eiga.

En þá fékk ég þær upplýsingar að bankinn væri hættur að virkja debetkortin sem rafræn skilríki. Hann bendir á símafyrirtækin eða Auðkenni.

Þetta eru bein svik við viðskiptavini bankans, svik vegna þess að í kynningu á skuldaleiðréttingunni kom fram að debetkort væru hæf til þessa verks. Þá er skýrt á síðu RSK að debetkort eiga að nýast til þessa verks og minn viðskiptabanki tilgreyndur þar, ásamt öðrum bönkum og sparisjóðum.

Það er ömurlegt að bankarnir skuli svíkjast undan merkjum í þessu máli, en það var kannski ekki við öðru að búast frá þeirra hendi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankarnir voru bara afgreiðsluaðili. Það var og er Auðkenni sem stjórnar allri útgáfu þessara rafrænnu skilríkja og þeir ákváðu að hætta að virkja debetkort sem rafræn skilríki. Debetkort sem höfðu verið virkjuð gilda áfram sem skilríki og hægt er að nota þau til að samþykkja leiðréttinguna.

Vagn (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 15:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrir mig skipir engu máli þó þeir sem þegar hafa fengið virkjuð debetkort geti notað þau, ég fæ ekki mitt kort virkjað og það er ekki í samræmi við það sem fram kemur á vef RSK.

Ég er með kort sem er tilbúið að taka við virkjun, en ég sá ekki þörf á því þegar ég sótti það í bankann, fyrir nokkrum mánuðum síðan. Því þarf ekki að gefa út nýtt kort, einungis að virkja það sem ég hef.

Hvort þessi svik koma frá Auðkenni eða bönkum skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þó má segja að alvarleikinn sé heldur meiri ef þetta kemur frá Auðkenni. Þá er það fyrirtæki vísvitandi að stefna viðskiptum til sín, þar sem margir geta ekki hugsað sér að virkja símann sinn til þessara nota. Þá þarf kannski að skoða þessa ákvörðun með augum samkeppniseftirlitsins.

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband