Ósmekkleg fésbókarfærsla rithöfundar

Einar Kárason, sem hingað til hefur verið talinn með betri rithöfundum landsins, birtir frekar ósmekklega fésbókarfæslu á veraldarvefnum. Þar nefnir hann það fólk sem á landsbyggðinni býr "hyski" og segir það frekt. Ástæðan er deila um flugvöllinn í Reykjavík.

Það að kalla hóp fólks hyski, að maður tali nú ekki um þegar skilgreiningin byggist á landfræðilegum grunni, er engum til sóma. Að sama skapi má segja um jafn mikinn dónaskap sé að segja þegar einhver nefnir hóp fólks frekjur.

Varðandi deilurnar um Reykjavíkurflugvöll, þá ætti Einar að halda sig við staðreyndir, sá flugvöllur er enginn skáldskapur. Og auðvitað eru hellstu staðreyndir þess máls að þessi flugvöllur þjónar hellst landsbyggðafólki. Þeir sem á landsbyggðinni búa þurfa að nota hann af nauðsyn, meðan flestir þeir borgarbúar sem flugvöllinn nota gera það af skemmtun. Skemmtun er hægt að haga eftir veðri og vindum, það á ekki við um sjúkraflug.Því er ekkert óeðlilegt við það að landbyggðafólk vilji eiga einhverja aðkomu um framtíð hans.

Þá ætti Enar Kárason aðeins að spá í hvaðan auður þjóðarinnar kemur, hverjir það eru sem skapa þann auð að hægt er að halda uppi heilbrigðiskerfinu, halda uppi menntakerfinu og ekki síst að hægt sé að greiða rithöfundum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Rithöfundar geta skrifað það sem þeim sýnist í sínar skáldsögur. Þær koma síðan út á prenti og hver sem vill getur keypt þær og lesið. Varðandi skrif á veraldarvefinn er málið alvarlegra, sérstaklega þegar menn þykjast vera að skrifa um stjórnmál. Þar á skáldskapur lítið erindi og þar er ekkert falið. Þar er ekki hægt að komast hjá soranum, nema auðvitað með því að hafa slökkt á tölvunni.

Sjálfur legg ég ekki í vana minn að lesa fésókarskrif landsþekktra manna, nema þeir séu mér nákomnir. Það dugði þó ekki til að ég kæmist hjá að lesa þessi soraskrif rithöfundarins, þar sem ég les flestar fréttasíður sem ég kemst yfir. Og sumum fréttastofum finnst svona soraskrif fréttnæm.

Varðandi innihald skrifa Einars er ekkert annað hægt að segja en að kanski á fyrirsögn henner meira við hann sjálfann, en þá sem hann beinir henni að. Um að færa höfuðborgina út á land, þá væri einfaldara og ódýrara að flytja þá borgarbúa burt úr borginni sem ekki geta sætt sig við að hún sé höfuðborg landsins.

Þessi skrif Einar eru honum ekki til sóma og hætt við að hann hafi hrasað verulega á stalli rithöfunda landsins með þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er að tala um  73% borgarbúa og 82% landsmanna.  Þetta snýst ekki um landsbyggð vs. borgina heldur stjórnmálamenn og málpípur þeirra vs. landsmenn alla.    

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband