Afnám undanþágu

Þegar bankaskatturinn var lagður á fyrst, var hann settur á allar fjármagnsstofnanir. Þrotabú föllnu bankanna óskuðu eftir undanþágu frá þessum skatt og fengu hana.

Það sem núverandi ríkisstjórn gerði var að afnema þessar undanþágur. Það getur tæplega talist lögbrot.

Menn geta svo haft mismunandi skoðanir á þessum skatt, eins og reyndar öllum sköttum. Fyrir þann sem borgar hlýtur skattur alltaf að vera málefnalega órökréttur.  

Jafnframt geta menn velt fyrir sér hvers vegna síðasta ríkisstjórn ákvað að veita þessum þrotabúum undanþágu frá honum. Kannski ætti umræðan frekar að snúast um það. 

 


mbl.is Milljarðar eru í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar bankaskatturinn var lagður á fyrst, var hann settur á öll fjármálafyrirtæki. Þrotabú föllnu bankanna óskuðu eftir undanþágu frá þessum skatt og fengu hana, enda ekki fjármálafyrirtæki frekar en önnur þrotabú.

Það sem núverandi ríkisstjórn gerði var að afnema þessar undanþágur. Það getur tæplega talist lögbrot nema aðeins sérvalin þrotabú séu rukkuð.

Það er spurning hvort nokkurntíman hafi verið þörf á undanþágu.

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband