Frábærir þættir, en allt of fáir.

Sjálfur er ég illa haldinn af hinni svokölluðu westurheimsku. Því fagna ég innilega þætti Egils Helgasonar um vesturferðir Íslendinga, á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrr tuttugustu.

Fyrtsu þættirnir voru ágætir, þar fór hann þokkalega vítt yfir sviðið, þó bókmenntir tækju kannski svolítið meiri tíma hjá honum. Hann fór í þeim þáttum nokkuð yfir upphafið, aðstæðurnar og hvernig líf mætti Íslendingunum þar ytra, auk þess sem hann teigði sig svolítið inn á tuttugust öldina. Í þessum fyrstu þátum talaði hann við nokurn fjölda af afkomendum landnemanna og fékk þeirra sögu. Þá sagði hann í stuttu máli frá tilurð þess að stæðsta byggðin varð við Gimli, en ekki upp við Íslendingafljót, eins og áformin höfðu verið um. Vissulega er ekki hægt að gera öllu skil á svo fáum þáttum um svo mikið efni, en því meiri ástæða til að gleyma sér ekki á einu sviði.

Þegar svo kom að þætti um landnemana í Norður Dakóta, fór bókmenntaáhuginn að glepja sýn hans. Fyrir það fyrsta valdi hann einungis örfáa viðmælendur, að vísu frábæra viðmælendur eins og sör Magnús, Sunnu og Alfreð. Allt eru þetta einstaklingar sem hafa átt mikinn þátt í auknum samskiptum Íslendinga of afkomenda Íslensku landnemanna, sem reyndar kalla sig alltaf Íslendinga líka. En það eru fleiri sem visulega hefði mátt tala við.

Káinn fékk vissulega að sitja í hásæti þessa þáttar og aldrei of mikið af því gert að rétta hlut þess ágæta manns, hér á landi. Þessi maður, sem samferðamenn þar ytra dáðu, fékk á sig óorð hér heima, óorð sem erfitt hefur verið að kveða niður. Kannski hefur einhverjum þótt stafa hætta af skáldgáfu Káins og því svert hans persónu hér á landi, vitandi að hann gat lítið við því gert. En það er önnur og dapurlegri saga. 

Örlítið, þó allt of lítið, fjallaði Egill um upphaf byggðar landnemanna í Pembinasýslu. Hann nefndi ekki þann kirkjfjölda sem var á svæðinu, nánast frá upphafi byggðarinnar, sýndi ekki ellstu starfandi kirkjuna, þó hann hafi staðið nánast á kirkjutröppunum. Hann sýndi ekki þá litlu byggð sem eftir er í Mountain, sem reyndar hét fyrst Vík, byggð sem var alíslensk langt fram á síðustu öld, þar fannst honum Byon bar merklegastur. Sagði í raun lítið frá baslinu sem fólkið bjó við fyrstu árin þarna í Rauðárdalnum.

Í gærkvöldi var svo þátturinn um byggðina á Tindastól (Markerville), Alberta. Þar helgaði Egill allann þáttinn Stephan G Stephansyni, því merka skáldi og bónda.

Þarna vantaði alveg söguna af því hvað kom til að landnemarnir ákváðu að taka sig upp í Norður Dakóta og halda í ferð sem tók heilt sumar og nema nýtt land, langt frá allri byggð. Það vantaði hvers vegna þetta svæði var valið, sem fékk nafnið Tindastóll, sem seinna breyttist í Markerville. Það vantaði að Stephan, sem var einn forvígismanna að leitað var að nýjum stað, fór alls ekki einn í þessa ferð, heldur með stórum hóp Íslendinga. Það vantaði alveg að fram kæmi í þættinum að til að halda lífi fyrstu árin þá unnu margir bændur í Calgary á veturna og skyldu konur og börn eftir heima, til að hugsa um fátæklegann bústofninn. Þessir bændur þurftu að ganga 160 kílómetra aðra leiðina og báru síðan heim á bakinu allt sem þeir gátu keypt fyrir búið, eftir vetarvinnuna.

Stephan var visulega merkur maður og hann þekkja flestir Íslendingar. En saga byggðar á svæðinu var svo miklu merkilegri. Þarna brutu Íslendingar land, voru fyrstir á svæðið. Danir og aðrar þjóðir komu síðar.

Eins og áður segir er erfitt að fjalla um landnám Íslendinga í vesturheimi í stuttu máli, sú saga er svo merkileg og fjölbreytt. Egill tekur þetta mál fyrir í tíu þáttum og kemst ekki einu sinni yfir nema brot sögunnar, stundum kannski full einhæft, hvað þá að hann komist yfir alla þá staði sem Íslendingar námu land.

Þó ég gagnrýni Egil fyrir einhæfni, sérstaklega í síðasta þætti, er ekkert sem ég hefði viljað að hann hefði skilið útundan, af því sem þar kom fram. Hins vegar hefði ég viljað sjá fleiri þætti frá honum, þar sem dýpra væri skyggst inn í söguna. Fyrstu sjö þættirni fjölluðu um Nýja Ísland, svæðið við Winnepeg vatn og sjálfa Winnepeg, þar sem flestir áttu sinn fyrsta vetur í nýja landinu. Fleiri þætti hefði verið hægt að gera um það svæði og því gert enn betri skil. En að ætla einn þátt í byggðina í Norður Dakóta og einn þátt í byggðina í Markerville, er fjarri því nóg.

Í Norður Dakóta var lítil byggð þegar Íslendingarnir flykktust þangað, einstaka Norðmaður hafði sett sig þar niður. Þar sem nú er kallað Markerville var engin byggð þegar Íslendingar komu þar. Þessir tveir staðir eru því einstaklega merklegir í landnámssögu íslensku landnemanna í Vesturheimi. Ekki síður merkilegir en nýja Ísland við Winnepegvatn. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með næsta þætti, síðasta þættinum. Þar mun Egill fara yfir vítt svæði og víst er að hann má heldur betur halda spöðunum ef hann ætlar að komast yfir það allt.

Eins og áður segir, þá kemst Egill ekki yfir alla þá staði sem Íslendinar námu land. Það má kannski segja að landnámið í Brasilíu sé þessu landnámi ótengt sem og saga þeirra Íslendinga sem tóku upp mormónatrú og settust að í Utha. Því á sú saga kannski ekki heima í þessum þáttum.

En fyrsta landnámið, sem reyndar Stephan G Stephansson tók þátt í, í Wisconsin, landnám Íslendinga í Minnesota og landnám Íslendinga í Sakatchewan, hefðu vissulega þurft að koma fram í þessari sögu Egils. Fleiri minni staði væri hægt að telja, sem áttu tilkall til umfjöllunnar.

Niðurstaðan er því sú að þessir þættir Egils eru frábærir, en allt, allt of fáir. Sagan sem sögð er þarf miklu meira rými en þarna er gefið. 

 


mbl.is Egill kemur út í Vesturheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband