Samningsbrot eða stjórnsýslubrot ?

Enn reynir landsölufólkið að koma á breytingu stjórnarskrár, til að auðveld það verk að koma þjóðinni undir erlend öfl. Og enn reyna þessir aðilar að nota EES samninginn í sinni rökfærslu.

Það deilir enginn um að þegar Ísland gerðist aðili að EES samningnum var forsenda þess að hann stæðist stjórnarskrá. Því voru fengnir færustu lögfræðingar á þessu sviði til að fara yfir samniginn og komust þeir að þeirri niðurstöðu að svo væri. Af þeim sökum þóttist Alþingi ekki þurfa að bera samninginn undir þjóðina, né breyta stjórnarskránni vegna hans.

Ef svo er komið að þessi samningur stenst ekki lengur stjórnarskránna okkar, er það vegna þess að einhver breyting hefur orðið á honum, breyting sem annað hvort var gerð með samþykki stjórnvald eða gerð einhliða af hálfu annars aðilans. Ótrúlegt verður að teljast að stjórnvöld hafi á einhverjum tímapunkti gert breytingu á EES samningnum, án þess að það væri gert opinbert. Það væri enda stórt stjórnsýslubrot ef stjórnvöld á einhverjum tíma hefðu staðið að slíkri breytingu, í andstöðu við stjórnarskrá.

Því verður ekki annað talið en að um einhliða breytingu samningsins hafi orðið. Að ESB hafi gert eðlisbreytingu á þessum samning án viðræðna við aðra aðila hans. Slík einhliða breyting getur vart talist standast nein lög um samninga, hvorki íslensk né erlend.

Eðlilegstu viðbrögð við slíku eru auðvitað að krefjast þess að allir aðilar standi við gerðann samning, að öðrum kosti verði látið reyna á fyrir dómstól túlkun hans.

Að breyta stjórnarskrá hér á landi, til að uppfylla einhliða breytingu ESB á eðli EES samningsins er út í hött. Við breytum ekki umferðalögum vegna þess að einhverjum dettur í huga að brjóta þau!

Það er alveg ljóst að ef ekki hefur verið gerð einhliða breyting á þessum samning og lögmæti hans yfirtekur stjórnarskránna okkar, er þessi samningur lögleysa frá upphafi. Þá eru öll lög og allar reglur sem settar hafa verið hér á landi vegna hans, ógildar. Það hefur enginn heimild til að skrifa undir samninga sem ekki standast stjórnarskránna, ekki einu sinni Davíð Oddson og Jón Baldvin Hannibalsson. Slíkt verður ekki gert nema breyta fyrst stjórnarskránni og eðlilegt er að slíkur samningur sé einnig lagður fyrir þjóðina.

Annars ættu að vera hæg heimatökin fyrir þingflokk Samfylkingar að sækja sér upplýsingar um hvort þessi samningur standist stjórnarskránna. Aðalhöfundur samningsins er jafnframt  einn af forvígismönnum stofnunar Samfylkingarinnar, þó hann hafi yfirgefið vígvöll stjórnmálanna áður en til formlegrar stofnunar kom. Til hans ætti samflokksfólk hans getað leitað um upplýsingar. Ef hann segir að samningurinn hafi staðist stjórnarskránna, hlýtur hann að gera það enn. Segi Jón, hins vegar, að samningurinn hafi ekki staðist stjórnarskránna okkar, er ljóst að hann opinberar stórkostlega stjórnlaga- og stjórnsýslubrot af eigin hálfu.

Engum dylst að EES samningurinn hefur gefið okkur margt gott, en eins er ljóst að margt slæmt hefur hlotist af honum. Fyrst og fremst á þessi samningur þó ekki að stangast á við stjórnarskránna okkar og ef hann gerir það verður að skoða málið út frá allt öðum forsendum en því að aðlaga okkar stjórnarskrá að honum. Þá hlýtur að þurfa að láta reyna á hvort mótaðili okkar í samningnum er tilbúinn að bakka. Að öðrum kosti þarf auðvitað að leggjast yfir það hvort þessi samningur sé þess virði að stjórnarskrá verði breytt.

 

 


mbl.is Telja EES-samninginn ekki standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er það eina sem þessi flokkur leggur til landsmála,að reyna að koma því undir erlent vald,með öllum ráðum sem þeir upphugsa.

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2014 kl. 12:48

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eitt af því sem eimnitt hefur verið bent á varðandi EES samninginn er að það eru bara ESB þjóðirnar sem hafa vald til að breyta honum og EFTA þjóðirnar verðar bara að taka þeim breytingum. Þannig er samningurinn og ein af röksemdum okkar sem viljum ganga í ESB er sú að með því fáum við sæti við borðið þar sem reglunum er breytt.

Samkvæmt samningum ber EFTA ríkjunum að breyta löggjöf sinni í samræmi við breytingar á samningum en hafa ekkert um þær breytingar að segja. Það sem hefur gerst er að þær breytingar em ESB hefur gert á þeim reglum sem samningurinn nær til eru sumar þanig að óvíst er hvort það standist stjórnarskránna að Ísland taki þær reglur upp. En það væru svik við samninginn að taka þær ekki upp.

Það er því ekki svo að samningirinn sé brot á stjórnarskránni né heldur að þær reglur sem samningurinn nær til hafi verið brot á stórnarskránni þegar samningurinn var gerður. En það er vafamál hvort allar þær reglur standist stjórnarskrá Íslands í dag. Þau ákvæði sem mesti vafinn er um að standist stjórnarskránna eru ákvæði í nýlegum bankareglum í samningum sem gefur þeim stofnunum ESB sem fara með þær reglur samkvæmt samningum geti beitt fjármálafyrirtæki í aðildarlöndum refsingum ef þau brjóta þær. Þannig er dómsvaldi að ákveðnu leyti komið til stofnanna ESB en samkvæmt stórnarskár Íslands er það einungis íslenskum dómstólum og stofnunum sem Alþingi Íslands hefur falið slíkar heimildir sem mega beita íslensk fyrirtæki viðurlögum sem hægt væri að ganga að hér á landi.

Sigurður M Grétarsson, 17.10.2014 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband