Nokkur orð um hreppaflutninga og póstflutninga

Hér á landi skiptir miklu máli frá hvaða hrepp fólk er, hvort það teljist fórnarlöm hreppaflutninga eða ekki, þegar fyrirtæki færa sig úr stað.

Einkafyrirtæki blása auðvitað á svona spekúleringar, eins og glögg sást í vetur þegar fiskvinnslufyrirtækið Vísir ákvað einn morguninn að sniðugt væri að flytja stórann hluta þriggja þorpa á landsbyggðinni á Reykjanesskagann. Ekki datt nokkrum manni í höfuðborginni að gagnrýna þessa flutninga, þó einstaka hjáróma rödd af landsbyggðinni hafi reynt að láta til sín heyra. Í sumum tilfellum var þarna um að ræða svo mikinn fjölda íbúa sem flytja skyldi frá einu þorpi að hlutfallslega mætti ætla að um nokkra tugi þúsund starfa á höfuðborgarsvæðinu, væri að ræða. En þarna var um einkafyrirtæki að ræða og lítið hægt að gera.

Um nokkuð langann tíma hefur þessi þróun staðið yfir, fólk hefur þurft að velja á milli þess að flýja heimahaganna til að fylgja störfum sem hafa verið flutt burt, eða sitja eftir heima í atvinnuleysi. Fasteignir þessa fólks er einskis virði og margir sem hafa nánast gefið þær frá sér til að sleppa við skatta og gjöld af þeim.

Því er ekki að undra þó stjórnmálaflokkar setji þetta mál á dagskrá fyrir kosningar, enda atkvæðaveiðar stór þáttur þeirra á þeim tímum. Flestir eða allir alvöru stjórnmálaflokkarnir hafa haft þetta á dagskrá um nokkurt skeið og nú er við völd a.m.k. þriðja ríkisstjórnin sem setur inn í stjórnarsáttmálann ákvæði um að fjölga törfum á vegum ríkisins á landsbyggðinni. Síðasta ríkisstjórn vann þó í þessu máli þvert á gerðann stjórnarsáttmála, eins og svo mörgum öðrum málum. Í hennar tíð fækkaði ríkisstörfum út á landi, þrátt fyrir að störfum hjá ríkinu hafi fjölgað.

Núverndi ríkisstjórn setti svipað ákvæði inn í sinn stjórnarsáttmála og loks þegar standa á við það ákvæði, hleypur fólk upp og kallar "hreppaflutningar". Ekki var að sjá að neinn litið uppúr kaffibollanum sínum í 101, þegar störf ríkisins út á landi voru lögð niður eða færð til höfuðborgarinar, á síðasta kjörtímabili. Þá var enginn að tala um hreppaflutninga, enda störf þá flutt til Reykjavíkurhrepps, en ekki frá honum. Þarna er auðvitað meginmunur á.

En að aðgerðum stjórnvalda. Eins og áður segir þá hefur ríkisstjórnin þegar ákveðið að flytja yfirstjórn og skrifstofu eins af ríkisfyrirtækjunum til Akureyrar. Ekki er enn ljóst hversu mörg störf þar er um að ræða, en ljóst að fjöldi þeirra er mun færri en umræðan gefur til kynna og fyrst var nefnt. Forsætisráðherra gaf svo nú um helgina út yfirlýsingu um að fleiri ríkisfyrirtæki gætu auðveldlega átt heima út á landi og hugsanlega mættum við búast við frekari flutningum. Þetta er auðvitað í takt við það sem frambjóðendur flestra sjórnmálaflokka boðuðu fyrir kosningar og núverandi ríkisstjórn setti í sinn stjórnarsáttmála.

Ein er sú stofnun sem á skilyrðislaust að flytja út á land, hellst til Bakkafjarðar eða Vopnafjarðar, það er Póst og fjarskiptastofnun. Þetta er það fyrirtæki sem gefur einkaeinokunnarfyrirtækinu Póstinum starfsleyfi og skaffar því fyrirtæki undanþágur frá póstburði, eftir pöntun. Því ætti þessi stofnun auðvitað að hafa sínar höfuðstöðvar á einhverju þeirra svæða sem Pósturinn telur vera utan byggðar, en það er jú af þeirri ástæðu sem Póst og fjarskiptastofnun veitir einkaeinokunarfyrirtækinu Póstinum undanþágur frá póstburði. Stofnunin hefur einungis heimild til undanþágu frá póstburði til ákveðinna staða eða svæða, að byggð leggist þar af.

Með því að setja Póst og fjarskiptastofnun niður í einhverju fallegu þorpi út á landi, þorpi sem Pósturinn telur utan byggðar, fengju þeir háu herrar sem stofnuninni stjórna að finna á eigin skinni hvernig það er að búa við hefta eða enga þjónustu frá einkaeinokunnarfyrirtækinu Póstinum. Kannski yrði skilgreining þeirra á því hvort staður sé í byggð eitthvað skynsamlegri og meira í takt við raunveruleikann.

Öll önnur verkefni stofnunarinnar eru þess eðlis að einungis þyrfti smá útibú fyrir hana í Reykjavíkurhrepp, með einum til tveim starfsmönnum. Önnur samskipti gætu farið fram gegnum tölvunetið. Æ,æ, það er víst eitthvað slöpp netsamskipti víða út á landi, svo kannski verður stofnunin bara að notast við bréfapóst.

En hvað um það, þetta verða margir landsmenn að búa við og sumir hverjir þurfa að ferðast um nokkurn veg að næsta póstkassa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Og ekki má gleyma Orkustofnun... Helst ætti að koma henni fyrir í ónotaðri vélaskemmu fjarri þéttbýli svo þeir geti t.d. skemmt sér í einsemdinni við að skoða reikninga fyrir raforkuflutning til þeirra, eitthvað sem starfsmenn þeirrar stofnunar ákváðu að skyldi vera miklu hærri en í þéttbýli í samráði við starfsmenn annars opinbers fyrirtækis að nafni Rarik !!!

Högni Elfar Gylfason, 17.7.2014 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband