Skuldartorg

Skuldartorg heitir þetta torg á Akranesi, ekki Akratorg. Ástæðan er þó ekki vegna þeirra skulda sem bærinn hefur sett sig í vegna torgsins, fyrst þegar það var gert í upphafi og aftur nú þega það var endurbyggt, þó vissulega megi tengja það saman. Nafnið Skuldartorg kemur einfaldlega vegna þess að húsið Skuld stóð á þeim slóðum sem torgið stendur.

Það sýnist sitt hverjum um þessar breytingar á torginu og ekki allir Skagamenn sáttir, þó fáir þori að láta þá skoðun sína í ljós. Þrengingar á götum umhverfis torgið eru í ætt við þær framkvæmdis sem svo mikið hefur verið rætt um og gagnrýnt í gatnagerð Reykvíkinga og á eftir að koma í ljós hvernig það fer. Þá er torginu borað niður í jörðina, sjálfsagt einverskonar "leikvangastíll" á því, að hætti Rómverja til forna. Vonandi verða þó ekki sóttar hugmyndir þangað um starfsemi á torginu. 

Kostnaðurinn hefur ekki verið opinberaður vegna þessara breytinga, en ljóst er að kostnaðaráætlunin er einungis brot af kostnaði.

Ég fór framhjá þessu "nýja" torgi í gær, eftir smá rigningaskúr. Þá datt mér í hug nafn á torgið við hæfi, Tjarnartorg. Nokkur tjörn hafði myndast á miðju þess og kannsi væri heppilegra að lána bæjarbúum stígvél ef þeir ætla sér að dvelja á torginu í dag. Á veturna sér maður fyrir sér ágætis skautasvell yfir þessu torgi, þó stærð þess bjóði kannski upp á mikla tilburði í listskauti.

 


mbl.is Pipraður harðfiskur á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband