Svo skilur hver sem hann hefur hug og vit til

Hið svokallaða moskumál hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og ekkert lát virðist þar á þó kosningar séu afstaðnar.

En hvaða orð voru það sem féllu og komu þessari umræðu af stað? Jú, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, nú orðinn borgarfulltrúi, sagði að hennar skoðun væri að borgarbúar ættu að fá að kjósa um hvort moska yrði reyst á þeim stað sem fráfarndi borgarstjórn úthlutaði múslimum á Íslandi lóð. Þetta voru ölll ósköpin og allt fór á hliðina. Það var síðar sem oddviti Framsóknar bætti að sín perónulega skoðun væri að ekki ætti að reysa mosku ínnan borgarmarkanna, en það væri hennar persónlega skoðun, ekki flokksins. Hún ýtrekaði þá aftur að hún vildi láta kjósa um málið meðal borgarbúa.

Fyrstu ummæli oddvitans voru nokkuð skýr að mínu mati og hin seinni staðfestu það. Hún vildi einfaldlega auka lýðræðið, að það væri borgarbúar sjálfir sem ákvæðu í kosningu hvort og hvar þeir vildu láta byggja slíkt hús. Engin önnur skilaboð gat ég heyrt frá oddvita Framsóknarflokks.

En það voru margir sem skildu þessi orð á allt annan veg, enda skilur hver eins og hugur hans og vit leifir. Kannski að sannfæring hinna "réttsýnu" sé ekki svo mikil sem þeir láta. Kannski rasisminn liggi mest hjá þeim.

Í það minnsta voru uppi nokkur mótmæli á sínum tíma, þegar staðsetning moskunnar var opinberuð. Þar sýndist sitt hverjum. En borgarstjórn, með alla stæðstu fjölmiðla að baki sér, þaggaði þá umræðu sem svo margar aðrar. Þegar svo er gengið framhjá kjósendum vill óánægjan oft dúkka upp rétt fyrir kosningar.

Hitt er rétt hjá lögmanni múslima á Íslandi, að sumir hafa nýtt tækifærið til að koma fram sínum sjónarmiðum gegn múslimum. Það má vissulega kenna um allri þeirri umræðu sem varð í kjölfar kröfu oddvita Framsóknarmanna um aukið lýðræði. En enginn frambjóðandi lét þó nein orð falla sem hægt er að túlka sem rasisma gegn múslimum. Þau ummæli grassereðu í netheimum og þar mátti sjá stuðningsfólk flestra flokka ganga ansi langt.

Hitt má til sanns vegar færa að mörg orð frambjóðenda allra flokka gegn oddvita Framsóknar, má vissulega túlka sem rasisma. Þar er enginn flokkur saklaus, þó sumir hafi gengið lengra í þeim málflutningi en aðrir. Einnig var og er til skammar hvernig stæðstu fjölmiðlar landsins hagað sér í þessu máli.

Sé við einhvern að sakast um hversu hátt umræðan um moskuna fór, eru það þeír sem með þvílíku offorsi réðust gegn oddvita Framsóknar. Pólitískir andstæðingar hennar í öllum flokkum, og ekki síst fjölmiðlarnir.

 


mbl.is Kærir hatursfull ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta makalausa fár í kringum sakleysislega athugasemd Sveinbjargar um staðsetningu moskunnar minnir mig á ævintýri sem flestir hafa lesið. Hér fyrir neðan er það á frummálinu eins og það kom úr penna höfundar:


"Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist: En lille fjer kan nok blive til fem høns!"


 Det er ganske vist!

Eventyr af Hans Christian Andersen 1852
 

”Det er en frygtelig historie!” sagde en høne, og det omme i den kant af byen, hvor historien ikke var passeret. “Det er en frygtelig historie i hønsehuset! jeg tør ikke sove alene i nat! det er godt at vi er mange sammen på hjalet!” – Og så fortalte hun, så at fjerene rejste sig på de andre høns og hanen lod kammen falde. Det er ganske vist!


Men vi vil begynde med begyndelsen, og den var i den anden kant af byen i et hønsehus. Solen gik ned og hønsene fløj op; en af dem, hun var hvidfjeret og lavbenet, lagde sine reglementerede æg og var, som høne, respektabel i alle måder; idet hun kom til hjals, pillede hun sig med næbbet, og så faldt der en lille fjer af hende.


“Der gik den!” sagde hun, “jo mere jeg piller mig, des dejligere bliver jeg nok!” Og det var nu sagt i munterhed, for hun var det muntre sind mellem de høns, i øvrigt, som sagt, meget respektabel; og så sov hun.


Mørkt var det rundt om, høne sad ved høne og den, som sad hende nærmest, sov ikke; hun hørte og hun ikke hørte, som man jo skal i denne verden, for at leve i sin gode rolighed; men sin anden naboerske måtte hun dog sige det: “Hørte du hvad her blev sagt? Jeg nævner ingen, men der er en høne, som vil plukke sig, for at se godt ud! var jeg hane, ville jeg foragte hende!”


Og lige oven over hønsene sad uglen med uglemand og uglebørn; de har skarpe ører i den familie, de hørte hvert ord, som nabohønen sagde, og de rullede med øjnene og uglemor viftede sig med vingerne: “Hør bare ikke efter! men I hørte sagtens hvad der blev sagt? Jeg hørte det med mine egne ører, og man skal høre meget før de falder af! Der er en af hønsene, som i den grad har glemt, hvad der skikker sig en høne, at hun sidder og piller alle fjerene af sig og lader hanen se på det!”


“Prenez garde aux enfants!” sagde uglefader, “det er ikke noget for børnene!”


“Jeg vil dog fortælle genbougle det! det er sådan en agtværdig ugle i omgang!” og så fløj mutter.


“Hu-hu! uhuh!” tudede de begge to og det lige ned i genboens dueslag til duerne. “Har I hørt det! har I hørt det! uhuh! der er en høne, som har plukket alle fjerene af sig for hanens skyld! hun fryser ihjel, om hun ikke er det, uhuh!”


“Hvor? hvor?” kurrede duerne!


“I genboens gård! jeg har så godt som selv set det! det er næsten en upassende historie at fortælle! men det er ganske vist!”


“Tror, tror hvert evige ord!” sagde duerne, og kurrede ned til deres hønsegård: “Der er en høne, ja der er somme der siger, at der er to, som har plukket alle fjerene af sig, for ikke at se ud som de andre og således vække hanens opmærksomhed. Det er et voveligt spil, man kan forkøle sig og dø af feber, og de er døde begge to!”


“Vågn op! vågn op!” galede hanen og fløj op på plankeværket, søvnen sad ham endnu i øjnene, men han galede alligevel: “Der er tre høns døde af ulykkelig kærlighed til en hane! de havde plukket alle fjerene af sig! det er en fæl historie, jeg vil ikke beholde den, lad gå videre!”


“Lad gå videre!” peb flagermusene, og hønsene klukkede og hanerne galede: “Lad gå videre! lad gå videre!” og så fór historien fra hønsehus til hønsehus og til sidst tilbage til stedet, hvorfra den egentlig var gået ud.


“Der er fem høns,” hed det, “som alle har plukket fjerene af sig, for at vise, hvem af dem der var blevet magrest af kærestesorg til hanen, og så hakkede de hinanden til blods og faldt døde ned, til skam og skændsel for deres familie og til stort tab for ejeren!”


Og hønen, som havde mistet den løse lille fjer, kendte naturligvis ikke sin egen historie igen, og da hun var en respektabel høne, så sagde hun: Jeg foragter de høns! men der er flere af den slags! Sligt skal man ikke fortie, og jeg vil gøre mit til, at den historie kan komme i avisen, så går den landet over; det har de høns fortjent og familien med!“


Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist: En lille fjer kan nok blive til fem høns!

SLUT
 
ganske-vist_small.jpg






Ágúst H Bjarnason, 3.6.2014 kl. 13:56

2 identicon

Dettur mönnum virkilega til hugar að það hafi verið kellingar greyið hún Sveinbjörg, sem fitjaði upp á því að gera staðsetningu Mosku í Reykjavík að kosningarmáli? Auðvitað ekki, engan kjánaskap, please.

Kosningarstjóra og forustu flokssins var ljóst, að erfitt yrði að koma manni inn í borgarstjórn að án þss að opna dyr fyrir heimsku og hatri. Kellingin var bara aumkunarverð leikbrúða. Hún á eignlega bágt.

En það eiga einnig þeir innbyggjarra sem með þessari týpísku íslensku meðvirkin, reyna að gera lítið úr málinu, „verharmlosen“. Þeir sem að bjóða rasistum til fylgilags eru „fucking idiots“.

Viljum við gera Ísland að öfgafullri lágmenningarþjóð?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 14:33

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er lágmenning að ræða hlutina og skiptast á skoðunum, en hámenning að haga sér með þeim öfgafulla hætti sem flestir frambjóðendur og fréttamiðlar létu gegn oddvita Framsóknarmanna, vil ég heldur lágmenninguna, Haukur.

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2014 kl. 14:40

4 identicon

Eigum við þá ekki að kjósa um hvort svertingjar fái að búa í okkar hverfum, hvort hommar eigi að fá að starfa með börnum og hvort vinstri grænir eigi að hafa kosningarétt? Á þessu er enginn eðlismunur. Lífið væri auðvelt ef við gætum kosið mannréttindi af hópum sem eru okkur ekki að skapi. Og talið okkur síðan trú um að það væri lýðræði og því rétt og gott.

Nú eru nokkur trúfélög með úthlutaðar lóðir og það er ekkert að því að vera á móti slíkum úthlutunum. En að tala aðeins um mosku múslima en sleppa öllum hinum er að höfða til fordóma og ber vott um alvarlegan dómgreindarskort. Það hefði ekki þurft að nefna neitt trúfélag. Hvaða hópur verður næsta skotmark? Á að efla lögregluna til að stemma stigu við innbrotum fólks frá Asíu og annarra?  Getum við látið það líðast að Ísfirðingar og annað fólk komi í bæinn til að drekka sig fulla og pissa um allan Laugaveginn? Þarf að efla menntun fyrir rasistana í framsókn og öðrum flokkum, eða er þar ólæknandi greindarskortur?

---" „Ég tel bara að á meðan við erum með þjóðkirkju eigi sveitarfélög ekki að úthluta lóðum til byggingu húsa eins og mosku.“----"Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambærilegra húsa." -- Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 15:24

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er bara eitt sem framsóknarmenn geta gert eftir þetta framferði sitt: Fari úr landsstjórninni og sækist ekki eftir neinum völdum neinstaðar um landið, biðjist afsökunnar, og láti svo þjóðina í friði. Lengi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2014 kl. 15:26

6 identicon

Þú ert bullari Gunnar, svona bullari sem skrifar fullt af orðum.  Ég óska þér alls hins besta.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 15:31

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Raunin er að greinin um "kirkjubyggingar" er inni í Kristnisjóði og þar með á ríkisspenanum enda þjóðtrú.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1970035.html

Merkilegt nokk að þá eru margir fljótir til að stimpla allt og alla (sérstaklega sem eru ekki á sömu "línu" og þeir) í kringum sig "rasista" í fáfæði sinni .... sem telst nokkuð merkilegt enda er rasismi yfirleitt talinn lítið annað en fáfræði.

Hræðsla fólks við það sem óþekkt er fellur með fáfærði en hræðsla við það sem þekkt er til upplýstrar skoðunnar.

Aðalatriðið í hræðslu fólks við einstaka trúarbrög eru svokölluð "ofsatrú" þ.e.a.s. bókstafstrú enda fátt gáfulegt við að lesa eitthvað skifað fyrir meira en þúsund árum og reyna að framkvæma egin túlkun af því í nútímanum... eða hreinlega að famkvæma það beint.

Það mætti því í raun heimfæra hræðslu sumra í dag við m.a. Múhaðmeðstrú til þess að við þekkjum dæmi um hvernig kristnir fóru með allt og alla meðan að þeir stunduðu bókstafstrú (Spænski rannsóknarrétturinn, Krossfarirnar osfrv) og hræðist því nú allt sem minnir á ljóta fortíð kristna heimsins sem því miður er núna að koma fram í dulítið gamaldags nálgun nokkurra einstaklinga innan stórs hóps m.a. múslima sem "menga" allann hópinn.

Hvað aðilar eru nú fljótir til að stimpla allt og alla er hálf óhugnarlegt enda vitna þeir í gríð og erg í stjórnarskránna en "gleyma" því að við erum að mismuna fólki alla daga og að sú vegferð sem er að hefjast nú tekur líklega amk 50-100 ár m.v. hversu skammt við erum t.d. á veg komin í því að leiðrétta mun kynjanna.

Óskar Guðmundsson, 3.6.2014 kl. 16:29

8 identicon

Málið er mun alvarlegra en Gunnar vill vera láta.

Sveinbjörg lýsti yfir þeim vilja sínum að hún væri á móti mosku meðan hér væri þjóðkirkja. Hún vill sem sagt brjóta gegn stjórnarskránni, sem mælir fyrir um að ekki megi mismuna trúarhópum.

Ekki nóg með það, heldur vill hún að úthlutuð lóð verði tekin aftur af lóðarhafa án þess að hann hafi gerst brotlegur á nokkurn hátt, sem auðvitað stenst ekki skoðun og á sér engin fordæmi

Hér er verið að mæla með mannréttindabrotum gegn ákveðnum hópi. Það er skelfilegt hve margir taka undir það. Það er bráðnauðsynlegt að berjast mjög harkalega gegn slíku háttalagi. Annars gæti það að lokum leitt til skelfilegra atburða eins og sagan hefur sýnt.

Að hafa atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um mannréttindabrot gegn ákveðnum hópi er auðvitað algjörlega fráleitt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 16:32

9 identicon

Ágætt að fá það á hreint. Haukur Kristinsson er talsmaður yfirstéttarinnar. Hann lítur niður á almenning.

Lágmenning er niðrandi heiti á menningarfyrirbærum sem tengjast eða höfða til lágstéttanna eða almennings, andstætt hámenningu sem í þessum skilningi höfðar þá til afmarkaðs hóps eða yfirstéttar. Til lágmenningar heyra þannig ýmsar greinar menningar sem hafa verið álitnar ómerkilegar, ósiðlegar og spillandi eins og ástarsögur, farsar, revíur, klám, glæpasögur, æsifréttamennska, hryllingsmyndir, dægurmenning, húðflúr, graff og kitsch. Lágmenning getur líka verið samheiti yfir „ómenningu“ og „villimennsku“ eins og skemmdarverk, drykkjuskap, fjárhættuspil, vændi og fleira sem þykir merki um siðferðilega hnignun samfélags.

Til er fjöldi dæma um listgreinar sem áður töldust vera lágmenning en voru síðan „endurhæfðar“ sem hámenning, til dæmis rómönsur, ævintýri, barnabækur, myndasögur og djasstónlist.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 16:50

10 identicon

"Viljum við gera Ísland að öfgafullri lágmenningarþjóð?"

.

Haukur Kristinsson: Þar sem múslímar ríkja, þ.e. í islömskum ríkjum, þar verða þjóðirnar að öfgafullum lágmenningarþjóðum. Þar sem lög og reglur eru sniðnar eftir heimska bæklingnum Kóraninum, þar verða þjóðirnar ómenntaðar, fáfróðar, herskáar og heimskar. Fyrsta skrefið til að koma í veg fyrir öfgafulla lágmenningu er að fleygja út islam eða í öllu falli að koma í veg fyrir að þessi trúarbrögð andskotans nái yfirhöndinni.

Það er allt í lagi að hafa fjölmenningarsamfélag, það er bara gott mál, EN MÍNUS ISLAM. Annars verður fjölmenningarþjóðfélagið að öfgafullu lágmenningarþjóðfélagi.

.

Fyrir daga Múhameðs stóðu Arabar Evrópubúum framar bæði í vísindum og menningarstigi. Allt það hvarf eftir að islam varð ríkistrú í Austurlöndum nær og Norður-Afríku.

.

Viljum við gera Ísland að öfgafullri lágmenningarþjóð? Nei, auðvitað ekki. Þess vegna: Burt með islam, burt með moskuna!

Stefán (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 18:42

11 identicon

Enga mínusa Stefán (18:42). Ef við byrjum með míns A, verður ekki langt í mínus B, mínus C, mínus D etc, etc, etc. Í lokin endum við uppi með úrkynjað samfélag í dauðateigunum.

Leyfi mér að hafa eftir orð Guðmundar Andra:

"Helsta ógnin við samfélagið kemur að innan og felst í fordómum, fáfræði, misskiptingu, ótta, andlegri leti, dómhörku, þröngsýni, eymennsku, minnimáttarkennd, neikvæðni, uppnámi og almennri geðvonsku".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:21

12 identicon

Okay, ég skal segja þér hvað A, B, C osfrv. gæti verið:

Mínus islam, mínus nýnazisma, mínus fasisma, mínus öfgafemínisma, mínus steinsteypustalínisma. Athugaðu, að allt þetta eru heimskulegar öfgastefnur, sem þola ekki persónulegt frelsi þeirra sem eru á annarri skoðun. Athugaðu líka að þetta beinist engan veginn gegn Aröbum eða neinum öðrum kynþáttum, einungis gegn þessari andstyggilegu trúarbrögðum þeirra. Eitt er að trúa á Allah, annað að heimta að allir aðrir geri það sama og dansi eftir þeirra pípu. Svo ekki sé talað um allt hitt, kvenfyrirlitninguna og dauðarefsingar fyrir engar sakir. Það er óásættanlegt. Róttækir múslímar hafa aldrei auðgað neitt þjóðfélag, frekar þvert á móti.

Helsta ógnin við samfélagið kemur frá islam og felst í fordómum, fáfræði, misskiptingu, ótta, andlegri leti, dómhörku, þröngsýni, eymennsku, minnimáttarkennd, neikvæðni, uppnámi og almennri geðvonsku.

Þarna nægði það mér að breyta aðeins tveimur orðum og þá smellpassaði öll málsgreinin.

Stefán (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:39

13 identicon

Ég skal líka fræða þig um annað, Haukur. Ég hef oft furðað mig á því áður fyrr, hvernig sósíalistar sem fullyrða að þeir séu að berjast FYRIR jafnrétti geti skilyrðislaust stutt islamista, sem berjast GEGN jafnrétti. Þetta var mikið paradox, ekki bara í mínum augum heldur flestra annarra líka, sem höfðu eitthvert pólítískt vit og rökhugsun.

Skýringin er einfaldlega sú, að islamistar, stalínistar, öfgafemínistar, nýnazistar og aðrir fasistar eiga sér sameiginlegan óvin. Þessi sameiginlegi óvinur heitir "einstaklings- og tjáningafrelsi".

Stefán (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:49

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að rétt sé að hafa það sem sannara reynist.  Þar sem það virðist einhver vafi leika á því hvað Sveinbjörg sagði, þá er hér tengill á viðtalið og þar kemur allt fram sem eftir henni var haft.  Sumt heimskulegt, en flest alveg þvert á það sem umburðarlyndafólkið á Íslandi fullyrðir að hún hafi sagt.

Svo ég leggi mitt mat á hin ýmsu ummæli og byrji á þeim sem mér finnst ekki rétt:

  • „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ (sic)
  • En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambærilegra húsa.
  • Ég tel bara að á meðan við erum með þjóðkirkju eigi sveitarfélög ekki að úthluta lóðum til byggingu húsa eins og mosku. 

Svo eru það atriðin sem enginn virtist taka eftir:

  • Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú
  • Mér finnst samt bænahús vera annars eðlis og er ekki mótfallin þeim
  • Eins og ég segi þetta eru ekki fordómar, heldur reynslan mín sem útskýrir þessa afstöðu.
  • Bænahús eitt – moska annað 

Fólk getur haft hvaða skoðun sem er á þessum ummælum, en ég sé ekkert sem réttlætir viðbrögðin nema ummælin séu bútuð niður þannig að bara þau sem mæla gegn byggingu mosku séu lesin.  Ég er ekki sammála þeim, en þegar allt "viðtalið" er lesið, þá er engin fáfræði, rasismi, fasismi, öfgaskoðun eða útlendingahatur sjáanlegt.

Marinó G. Njálsson, 3.6.2014 kl. 20:29

15 Smámynd: Eggert Guðmundsson

svona og svona. Bara rolegir og kjosa um malid og lata meirihlutann rada

Eggert Guðmundsson, 3.6.2014 kl. 23:17

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka allar athugasemdir. Sumir staðfesta mín orð, aðrir koma með uppbyggileg rök.

Sérstaklega vil ég þakka samantekt Marinós á orðum Sveinbjargar, þó flest þeirra hafi fallið eftir að málið var komið í háa loft. Það eru upphaflegu orðin sem skipta mestu máli, þau sem komu umræðunni af satað, þau ummæli að hún teldi að Reykvíkingar ættu að fá að kjósa um staðsetningu moskunnar.

En hvað um það, samantekt Marinós er góð, þar sést greinilega að Sveinbjörg ræðst ekki á neinn einn söfnuð umfram annan, einungis að hún vill hampa þjóðkirkjunni og láta hana njóta þess að vera skör ofar öðrum trúarsöfnuðum. Sumir kalla slíkt trúrækni, en aðrir rasisma.

Þetta upplaup, stutt rækilega af fjölmiðlum, átti að verða rothögg á framboð Framsóknar í Reykjavík. Það átti að nýta þessi ummæli Sveinbjargar til að koma flokknum endanlega burt af höfuðborgarsvæðini. Það virkaði sem bjúgverpill og hitti kastarann í hausinn. Að halda því fram að allt þetta upphlaup hafi verið vegna manngæsku er fáráðnlegt.

Og nú, þegar séð var að verkefnið mistókst, er fundinn nýr vettvangur fyrir sama málefni. Nú er hamrað á því og skáldaðar fréttir í fjölmiðlum, um að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu vegna málsins. Það líklegt að sá bjúgverpill rati einnig til kastarans.

Það er annars merkilegt hvað vinstiflokkarnir, með flesta fjölmiðlana á sínu bandi, eyða miklu púðri í að ráðast gegn Framsóknarflokknum. Þessi flokkur sem nánast var að hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna, bæði í landsmálapólitík og hreppapólitík, getur vissulega þakkað að hluta vinstiflokkunum og fjölmiðlum fyrir ágætt gengi í síðustu tvennu kosningum. Öll sú umræða sem þessi öfl hafa stundað gegn Framsókn hefur gefið fólki tilefni til að skoða og fylgjast betur með málflutningi fulltrúa flokksins. Það hefur síðan skilað sér í kosningum.

Að Framsókn skuli hafa fengið tvo fulltrúa í Reykjavíkurhrepp er stór merkilegt, sérstaklega þegar litið er til þess að flokkurinn hafði nánast ekkert fylgi þess hrepps fyrir örfáum vikum síðan.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2014 kl. 07:48

17 identicon

Framsóknarflokkurinn virðist hafa eignast systurflokk í Bretlandi. Ætli Guðmundur Andri Thorsson viti af þessu?

http://www.theguardian.com/politics/2014/may/16/prejudice-immigration-ed-miliband-labour

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 08:38

18 identicon

Það er ekkert merkilegt við það að framsóknarflokkurinn fái aukið fylgi í ljósi þess að alræmdur hópur múslimahatara lýsti yfir stuðningi við hann eftir eftir að oddviti flokksins lýsti því yfir að múslímar ættu ekki að fá lóð fyrir mosku á meðan hér væri þjóðkirkja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 08:44

19 identicon

Björt framtíð í Hafnarfirði vill samstarf allra flokka í bæjarstjórn til að losna við nauðsynlega gagnrýni. Í Reykjavík sparkar allur englakórinn í þennan eina sem syngur með sínu nefi. Helsta ógn þessara glöðu og góðu siðapostula virðist vera gagnrýnin hugsun.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 09:01

20 identicon

Þetta er bara spurning um grundvallarmaréttindi, og þar hefur framsókn stimplað sig út.

Hörður (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 10:51

21 identicon

Englakórinn í Reykjavík hirðir bara um mannréttindi trúarhópa. Hann fótumtreður mannréttindi allra þeirra sem hafa lífsviðurværi og eignir á flugvallarsvæðinu. Að málsvari þeirra hafi stimplað sig út úr umræðunni er svar valdníðingsins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 13:11

22 identicon

Vonum að moskan verði falleg bygging sem eigi eftir að prýða borgina. Hallgrímskirkjan er ekki falleg bygging, "schwer, grosskotzig", eins og Þjóðleikhúsið. Þegar inn í kirkjuna kemur, upplifir maður annað og betra. Háteigskirkjan minnir hinsvegar á mosku með allar spírurnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 15:14

23 identicon

Alveg sama þó þið borgið mér milljón kýs ég aldrei Framsókn...og ég virði réttindi allra og er á móti öllum hótunum um ofbeldi.

En afhverju er ólöglegt að hóta að drepa mann,

en allt í lagi samkvæmt lögum að mæla með því að aflima hann?

Hlustið á orð Salmanns um þjófa:

http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U49MOXJ_umk

Ef hann hefði sagst ætla að aflima samkynhneigða eða svertingja, afhverju væri það verra en segjast hlynntur að aflima þjófa? Þjófar skiptast í nokkra flokka: Fátækt fólk á vonarvöl, geðsjúkt fólk, fólk með eiturlyfjafíkn og fólk með geðraskanir eins og kleptómaníu (stelsýki).

Ef litla systir verður stelsjúk, viljið þið þá láta aflima hana?

Ef systkini lendir á vonarvöl og stelur, á að aflima hann/hana?

Ef sonur þinn verður eiturlyfjafíkn að bráð og missir ráð og rænu og rænir til að geta keypt heróín, villtu þá hann verði aflimaður?

Þú og þínir geta lent í þessu.

Ef þú ert ekki sammála, finnst þér þá samt allt í lagi "jafnaðarmannaflokkar" hafi svona mann í Framboði? Er það bara ókei? Þú ert alveg til í að kjósa þá samt?

Og finnst þér allt í lagi trúfélög kalli svona mann "íman" (æðstaprest?) Er það bara ókei dókei?

Mér finnst það ekki.

Mér finnst að í góðu landi með góða löggjöf væri búið að kæra Salmann og stinga í steininn fyrir að tala svona um þá sem standa verst í þessu samfélagi.

Ef þú hefðir stolið til að kaupa brauð fyrir börnin, vildirðu þá þurfa að sækja um vinnu handalaus?

Dæmdur maður, þó þú hefðir tekið út refsingu, því það myndi sjást um æfi og aldur af handaleysi þínu þú værir þjófur?

Þætti þér fínt að stunda störf menntamanna, sem öll krefjast tölvukunnáttu handalaus? En sjómennsku eða við fiskuvinnslustörf? Eða hvaða verkamannavinnu sem er? Heldurðu virkilega þú fengir vinnu?

Er þetta ekki frábært policy að koma ennþá fleirum hér á bætur um aldur og æfi með að innleiða sharia löggjöf?

Og er ekki frábært að "jafnaðarmannaflokkar" sem trúa á "mannréttindi" komi svona fólki til valda?

Ekki æðislegt?

Rosa kúl og PC og svona og allir að syngja saman.

"Sieg heil!" sagði fjöldinn bara eins og fáviti og brosti og labbaði beinustu leið í sláturhúsið handalaus.

Á að aflima menn fyrir ólöglegt niðurhald? Hvað finnst ykkur um það?

Er Dögun málið? Besti kosturinn að kjósa?

Eynzi (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 16:49

24 identicon

Pirringur og æsingur út af engu Eynzi. 

Salmann Tamimi lét þessi orð falla í bræði í viðtali við rasistann Valdimar R. Jóhannesson. Mjög svo skiljanlegt, því spurning Valdimars var provocative og afar dónaleg.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 18:35

25 identicon

Hættu nú að ljúga upp á fólk Haukur. Valdimar er mjög kurteis. Hann beindi þessum spurningum til Salmanns en hefur ekki enn fengið svar við þeim:

Tamimi, þakka ábendinguna, en t.d. hefur efnahagur svía ekki aukist við innflutning á múslimum síðust árin, sem eru nánast allir á félagsbótum og öllum til ama, það er því miður þver öfugt og efnahagur svía hefur hrakað verulega síðust árin vegna innflutnings á "ónothæfum múslimum", það tekur að meðaltali 7 ár að koma þessu fólki í vinnu, ef það gengur og ríki og bæjarfélög borga uppihald fyrir þessa múslima á meðan. En það er rétt hjá þér að fyrr á árum þurftu iðnvædd lönd á innflytjendum að halda, en það var "vinnandi" fólk sem hefur komið sér vel fyrir í samfélögunum og þar eru múslimar engin undantekning.

Að innflytjendur séu fleiri á vinnumarkaði á Íslandi en heimamenn þætti mér gaman að fá tölur um og þá hversu margir af þeim eru aðfluttir múslimar.

Þegar ég bjó á Íslandi, þá vissi ég ekki einusinni hvað orðið "rasisti" þýddi, því ég var svo "einfaldur og góður". Ég hef búið erlendis í 25 ár og er ennþá góður og margfallt fróðari og hef séð hvernig múslimar hafa með áníðslu, frekju og yfirgangi traðkað á "góða" fólkinu sem hefur látið allt eftir þessum "parasítum", þú afsakar orðalagið, en ég veit hvernig ný innfluttir múslimar haga sér á vesturlöndu, með hjálp " góða heimska fólksinns".

Ég hef áður bent á islamista í Svíþjóð sem heitir Abdirisak Waberi og er þingmaður þar í landi og aðeins fyrir "góðsemi" heimska fólksinns. Hann vill eindregi sharialög í Svíþjóð, NÚNA.

Þú veist, en vilt ekki viðurkenna, að islam samþykkir ekki vestræn lýðræðisleg gildi, enda skilja múslimar ekki hvað við erum að tala um.

M.a.o, þar sem þú ert frá Palestínu, þá getur þú kannki frætt okkur góðu íslendingana um þessar hópgiftirngar, á Gaza-svæðinu, þar sem brúðurin er 9 - 10 ára og væntanlegur maki er fullorðin föðu-eða móðu bróðir.

Ég hef séð þessar giftirngar sjálfur og viðtal við Hamas leiðtoga varðandi þær, svo þú skalt ekki skorast undan að svara, sem sannur og góður múslimi.

kv. V

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 18:50

26 identicon

Þessi texti mun vera það sem Valdimar R. sagði við Salmann Tamimi.

Arrogant og vulgar. Hvað heldur þessi Valdimar að eiginlega sé? Krossfari? Virðingarleysið og dónaskapurinn við Tamimi, gæti varla verið meiri.

Og hvernig getur nokkur menntuð manneskja tekið undir svona banality og heimsku? Hefði ég verið í sporum Tamimi, hefði ég ekki svarað út í hött, heldur gefið þessum Valdimar á kjaftinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 20:38

27 identicon

Það er náttúrulega áhyggjuefni þegar fasismi vinstrimanna er orðinn þannig að enginn er óhultur fyrir lygum þeirra og ofsóknum. Auðvitað verður að bregðast við, og berja niður þessa viðurstyggð.

Fyrsta skrefið er að ríkislögreglustjóri setji á stofn sérstakan aðgerðarhóp sem sér um að rannsaka þessa válegu þróun, og grípa til harðra aðgerða, svipaðra og gripið var til gegn mótórhjólaklíkum.

Þá er spurningin hvort ekki þurfi að gera reglulega húsleitir hjá gangsterunum á DV, sem virðist vera höfuðvígi þessarar viðurstyggðar.

Það sem gerir málið sérlega alvarlegt núna, er að fasistarnir hafa tekið saman við íslamistana, sem boða m.a. að afbrotamenn verða aflimaðir. Í raun er þetta þjóðarvá sem taka verður á pontó.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 21:04

28 identicon

Hvað stjórnar eiginlega þínum málflutningi Haukur Kristinsson? Brennandi þrá eftir barnagiftingum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 22:16

29 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helstu hörmungar af mannavöldum eru í nafni trúabragða og/eða vegna "rétttrúnaðar" þeirra sem lesa og túlka texta trúarrita.

Er lausnin ekki bara að banna alla trú "world wide"?

Öll þessi trúarfyrirbrigði eru hvort eð vita gagnslaust til allra hluta og eins og dæmin sanna; uppspretta stórra og smárra deilumála (eins og sést hér að ofan), mis- og oftúlkunar og kostar þar að auki mannslíf og morðfjár að halda öllum þessum misgáfulegum trúarkerfunum virkum.

Hvað haldið þið að metta mætti marga munna fyrir þær fjárhæðir sem fara í allt trúarruglið?

Til vara eiga íslendingar að ganga á undan með góðu fordæmi og banna öll trúarbrögð innanlands, sem ekki innihalda umburðarlyndi við náungann, trúfrelsi (þó með umræddum takmörkunum), jafnrétti milli kynjanna, skoðanafrelsi og yfirráð yfir eigin líkama, svo eitthvað sé nefnt.

Við höfum heft frelsi einstaklings að mega ekki aka bíl nema að uppfylltum skilyrðum. Ef viðkomandi nær bílprófi er honum t.d. gert að aka á hægri kanti og virða hraðatakmarkanir. Þetta er ekki talið hefta frelsi einstaklingsins.

Hvers vegna þá ekki að setja skilirði um hvað trúarbrögð megi innihalda til að vera gild í samfélaginu?

Benedikt V. Warén, 5.6.2014 kl. 00:12

30 identicon

Þetta hljómar bara eins og það sem kommarnir voru að segja, Benedikt, og þeir náðu að drepa fleiri á mettíma en nein trúarbrögð hafa gert og fleiri en meira að segja Hitler. Þú ert að kveða gamlan ljótan söng sem hefur verið sunginn nú þegar og skildi eftir sig mikið blóð. Lausnin er einföld: Láttu aðra í friði og hættu að reyna að stjórna fólki. Það er það sem enginn "banna þetta, banna hitt" gaur skilur. Hvorki kommar, nazistar eða bókstafstrúarmenn.

E (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 00:36

31 identicon

Alheimsvæðing Islams er þrælskipulögð um allan heim,og þá má benda á það í þeirra boðorðum skal Bænahús Allah ávallt vera vel sýnileg og það helst við bæjar/borgarmörk. Sjá má það víða á netinu.

Númi (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 01:19

32 Smámynd: Benedikt V. Warén

E

Skilgreindu trúarbrögð.

Eru það ekki trúarbrögð að koma saman og hilla mann eins og Hitler?

Hvað finnst þér um það sem seinni hluti á færslu minni fjallar um?

Eigum við að samþykkja trúarbrögð, þar sem limlestingar viðgangast, nauðung er varðar hjúskap og aftökur án dóms og laga fyriri litlar yfirsjónir, svo eitthvað sé nefnt.

Hvar eigum við að draga mörkin? Á umburðalindið okkar að vera algjört og trúfrelsi innfluttra ótakmarkað?

Hvað með mína trú um að þetta sé rangt? Er hún eitthvað verri en hinna?

Benedikt V. Warén, 5.6.2014 kl. 08:47

33 identicon

Fjöldagröf með líkum 800 barna fannst í Írlandi. Börnin létust í barnaheimili skammt frá gröfinni á árunum 1921-1961. Heimilið var rekið af nunnum og hafði ekki gott orð á sér.

Hér voru kristin gildi, kristnar manneskju að verki, engir múslimar.

 

http://www.sueddeutsche.de/panorama/irland-massengrab-mit-kinderleichen-entdeckt-1.1985655

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 08:57

34 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er niðurstaða mín að fólkið sem lýsir yfir stuðning við Framsókn og Sveinbjörgu virðist flest skorta skilning á grundvallaratriðum sem samfélag okkar byggir á. Það kemur margoft fram í umræðunni að margir halda að meirihluti Reykvíkinga geti með kosningu ákveðið að svipta einn þjóðfélagshóp mannréttindum sem eru verndaðir í stjórnarskránni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.6.2014 kl. 11:51

35 identicon

Á íslandi er trúfrelsi, sambr. 63.gr Stjórnarskrárinnar.

En þetta trúfrelsi er skilyrt í Stjórnarskránni, samanber 63.gr. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt, góðu siðferði, og vera innan alsherjarreglu.

Fjölkvæni, barnagiftirngar og sharia-lög, geta seint talist gott siðferði, og verið innan alsherjarreglu.

65.gr. gerir Trúfélögum sömuleiðis það skilyrði, að á Íslandi er jafnrétti kynjanna.Konur og karlar skulu njóta jafns réttarí hvívetna.

Í mörgum löndum múslima fá konur ekki að ganga í skóla, og eru kúaðar af körlum.

Nú verða menn bara að gera upp hver fyrir sig hvort þessi trúarbrögð samræmis, og séu innan þeirra skilyrða sem Stjórnarskráin setur Trúfrelsinu, ég seg nei, nei, nei.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 20:25

36 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Enn er verið að reyna að bera blak af framkomu sumra leiðtoga Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum.

Kristinn heldur því fram að upphafleg orð Sveinbjargar hafi verið að kjósa eigi um mosku.

Fyrsta útspilið hjá Sveinbjörgu var að segja, á Facebook síðu sinni, að margir hefðu haft samand við sig um byggingu mosku. Umræða skapaðist þar sem Sveinbjörg lækaði ummæli þeirra sem vildu alls ekki sjá mosku á Íslandi.

Í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi.is sem Marínó rekur hér að ofan. Það viðtal var blanda af múslímafordómum og úrslátti - en úrslátturinn dregur ekki úr því sem hún sagði, Marínó. Það er engin afsökun að viðtalið allt hafi ekki verið múslímafóbískt.

Í viðtalinu heldur hún m.a. fram að skoðanir hennar séu byggðar á reynslu, og nefnir sem dæmi þá reynslu sína að engar kirkjur séu í Abú Dabí. Það reyndist síðan mikill misskilningur, spurning hvort þessi "reynsla" hennar hafi ekki verið lituð sömu fordómum og annað sem hún segir í þessu viðtali.

Hún heldur því einnig fram að í Lúxembúrg séu engar moskur. Það er heldur ekki rétt, en þar eru reyndar engar sérstakar moskubyggingar.

Hún rakti íslandssöguna þannig að "fyrst var ásatrú og svo komu siðaskiptin" og hélt því svo fram að hún væri eini frambjóðandinn til Borgarstjórnar sem hefði búið í útlöndum!

Allt í allt var þetta dæmigerður málflutningur rasistans sem segist í öðru hverju orði ekki vera rasisti. Ekki að ég sé þar með að fullyrða að Sveinbjörg sé rasisti, en málflutningur hennar var sama blanda fordóma og úrsláttar ásamt "ég veit þetta betur en þú" fullyrðingum, nú og vænum slatta af misskilningi og vanþekkingu.

En látum vera þetta viðtal, ef ekkert fleira hefði gerst. Nú má vera að Kristni og Marínó þyki þetta hið saklaustasta mál en mjög margir voru annarrar skoðunar.

Ein helstu rasistasamtök Íslands lýstu yfir stuðningi við Framsókn, enda töldu þeir sig hér vera kominn með flokk sem fylgdi þeim að máli. Ekki var því mótmælt af Framsóknarmönnum, heldur frekar að Sveinbjörg hafi lækað og líkað vel við stuðningsyfirlýsingar þeirra.

Ýmsir Framsóknarmenn sem standa framarlega í flokknum, án þess að tilheyra valdaklíkunni, hafa mótmælt harðlega og margir sagt af sér, síðast í gær Jenný Jóakimsdóttir, sem var í öðru sæti í Hafnarfirði. Stjórn SUF birti harða ályktun gegn framkomu Sveinbjargar, þar skildu menn hana eins og rasistarnir.

Ef við skoðum aðeins samhengið við útlönd má sjá að stuttu fyrir kosningarnar hérna heima unnu UKIP stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi, einmitt út á að vera á móti útlendingum almennt og moskum sérstaklega. Hugmyndin um íbúakosningu vegna moskubygginga var helsta kosningaslagorð Danska Þjóðarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar í landi.

Þessir tveir flokkar eru í hópi stjórnmálaafla í Evrópu sem gera út á útlendingahatur og múslímafóbíu og njóta fyrir vikið frá 10 og upp í 20 prósent atkvæða. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er búinn að átta sig á því að með þessum aðferðum má ná í atkvæði og hvatti sjálfstæðismenn til að fiska í þeim grugguga pytti, en það var Framsókn sem tók af skarið.

Sigmundur Davíð passaði sig að birta ekki neina afstöðu fyrr en eftir kosningar, þegar hann vel að merkja tók fram að hann væri alls ekki á móti því að múslímar fengju að reisa hér mosku. Á sama tíma lýstu helstu rasistasamtök Íslands því yfir að þau ætli að styðja Framsóknarflokkinn í næstu Alþingiskosningum, kannski taka þau ekkert frekari mark á Sigmundi Davíð en margir aðrir.

Framsókn fékk 11% atkvæða á landsvísu, og rúm 10% í Borginni. Aldursdreifing kjósenda, ásamt litlu kjörfylgi og meintri aldursdreifingu kjörfylgis, hefur trúlega skilað Framsókn um 4000 af þeim 5850 atkvæðum sem þeir fengu. Án moskuútspils hefðu þeir því náð tæpum 7% greiddra atkvæða og komið einum manni inn.

Þess má geta að fylgi Framsóknar er nánast eingöngu meðal 55 og eldri í Borginni, og samkvæmt nýlegri könnun í Bretlandi er útlendahatur einnig langalgengast meðal elstu kynslóðanna. Moskuumræðan hefur því fælt fá stuðningsmenn Framsóknar frá, en laðað til sín að hámarki 2000 múslímafóba.

Framsókn hefur fengið á sig ljótan stimpil í hugum mjög margra, ef marka má kommentakerfi fjölmiðlanna þá njóta skoðanir þessar mjög lítils fylgi, en þeim mun fleiri eru á móti. Þennan ljóta stimpil notuðu þeir til að kaupa sér skitin 2000 atkvæði!

Auðvitað sárnar Framsóknarmönnum umræðan. En dettur mönnum í hug að þegar elsti stjórnmálaflokkur landsins, og flokkur með forsætisráðuneytið, fer að gæla leynt og ljóst við útlendingahatur og múslímafóbíu, að þá eigi aðrir bara að þegja? Dettur mönnum í hug að við, sem erum mjög svo á móti þessu hugarfari, ættum að samþykkja það með þöginni?

Opin umræða er ekki þöggun, að mótmæla skoðunum harðlega er ekki þöggun. Öllum er frjálst að tjá sínar skoðanir, öllum er frjálst að tjá sig um skoðanir annarra. Það eru aðeins þeir sem verja vondar skoðanir sem vilja forðast umræður.

Brynjólfur Þorvarðsson, 7.6.2014 kl. 06:50

37 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Alhæfingar um Íslam einkenna málflutning múslímafóba. Það er því kannski viðeigandi að benda á nokkrar staðreyndir:

Íslam er núna uþb 1300 ára gömul trúarbrögð og lengst af hafa múslímar verið frjálslyndari en hin kristna Evrópa. Margir flúðu trúarbragðaofsóknir í Evrópu og voru teknir opnum örmum meðal Múslíma.

Á hámiðöldum bar hinn íslamski heimur algjörlega af Evrópu hvað varðar vísindastarfsemi, heimspekihugsun, listsköpun, og trúfrelsi. Hátindar menningarheims þeirra voru í Bagdad og á Spáni. Á síðari hluta miðalda voru bæði þessi svæði lögð í eyði, Mongólar austan megin og kristnir Spánverjar hinum megin.

Undanfarin tvö hundruð ár hafa kristnar þjóðir stundað samfelldan hernað í hinum múslímska heimi. Þar hafa menn sumir brugðist við með því að taka upp miklu harðari afstöðu til íslam en viðgengst lengst af, aðrir hafa brugðist við með því að leita til Vesturlanda eftir fyrirmyndum.

Síðastnefndi hópurinn er áberandi miklu stærri og valdameiri. Ekkert ríki múslíma er með íslamskt trúræði í dag, ekki einu sinni Íran. Veraldlegt vald er alls staðar aðskilið hinu trúarlega (þótt sá aðskilnaður sé ekki alltaf sérlega skýr).

Hinn múslímski heimur er að breytast mjög hratt, andstaða við íslamista fer hratt vaxandi, trúleysi vex hröðum skrefum (er þegar orðið minnst 5% í Sádí Arabíu), kröfum um pólítískt frelsi, um jafnrétti kynjanna, og ekki síst, um það að fá að lifa eðlilegu nútímalífi, gerast sífellt háværari og meira áberandi.

Í Evrópu gerist hins vegar það að verið er að endurtaka "við gegn hinum" málflutninginn sem einkenndi síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirra 20. Þá voru það Gyðingar sem hatast var við, í dag eru það múslímar.

Mín reynsla af að búa víðsvegar um Evrópu, og að fylgjast vel með fréttum í hinum ýmsu löndum, er að múslímar eru ekki vandamál í Evrópu. Þeir eru núna um 6% íbúa, langflestir þeirra fólk sem kom fyrir talsvert löngu: Bretar tóku á móti mörgum flóttamönum frá Bangladesh fyrir 40 árum, Þjóðverjar fluttu inn Tyrki í stórum stíl á svipuðum tíma, Frakkar tóku við flóttamönnum frá Norður Afríku í kjölfar endaloka nýlendna þeirra þar.

En á síðasta áratug eða svo hefur þeim vaxið mjög um hrygg sem gera út á múslímahatur, antísemitisma 21. aldarinnar. Það er þessi nýi hópur fasískra rasista sem valda vandamálum. Hatursfull umræða og ofbeldi er fyrst og fremst frá þeim komið, ekki múslímum.

Það versta við þennan nýja pólítíska veruleika er að flokkar sem ala á útlendingahatri eru á móti grunngildum okkar Vestrænu samfélags. Af því stafar okkur öllum veruleg ógn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 7.6.2014 kl. 07:04

38 identicon

No. 36

Brynjólfur Þorvarðsson.

Fyrirspurn til þín?

Hver eru helstu rasistasamtök Islands??? Ég hef einbeittan vilja til þess að ganga í þau og styrkja með ráðum og dáð. Fyrst verð ég nú að meðtaka það í sálinni að múslimar séu "ras". Hvað er múslimafóbía?

Leggja til eina setningu höfð eftir Gaddafi. "við vinnum ekki vesturveldim með skriðdrekum, við gerum það með barnavögnum".

M.B.K.

Johanna (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 07:45

39 identicon

Samt trúflokki ekki hægt að mismuna!

high replica bags (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband