ESB umsóknina skal draga til baka !

Sá aumingjadómur sem ríkisstjórnin hefur sýnt í aðildarmálinu á þingi í vetur er með ólíkindum. Það er kannski full mikið að segja að sá aumingjaskapur jafnist á við almennan aumingjadóm síðustu ríkisstjórnar, en það skartar nærrri.

Sumir vilja halda því fram að aðildarumsóknin hafi ekki verið kosningamál í síðustu kosningum. Það er alrangt, þetta mál bar vissulega á góma þar og var reyndar nokkuð fyrirferðarmikið í þeirri kosningabaráttu, þó aðildarsinnar hafi sem minnst um það vilja tala.

Fyrir síðustu kosningar var ljóst að stefna núverandi stjórnarflokka í málinu var klár. Breytir þar engu þó einstaka frambjóðandi þessara flokka hafi ekki viljað fylgja þeirri stefnu, stefnan var kýrskýr, slíta skildi viðræðum og draga umsóknina til baka. Þessir flokkar fengu samtals 51,1% atkvæða og 38 þingmenn. Gerður var stjórnarsáttmáli milli þessara tveggja flokka, þar sem sameiginleg stefna þeirra í umsóknarmálinu var staðfest.

Samfylking var eini flokkurinn sem hafði þá stefnu skýra að haldið skildi áfram viðræðum. Sá flokkur fékk 12.9% atkvæða og 9 þingmenn.

VG er með klára stefnu gegn aðild, en verk þeirra eru sjaldnast í takt við orðin. Vegna aðkomu þess flokks að umsókninni sjálfri, sumarið 2009, vissi þessi flokkur ekki hvernig taka skildi á þessu máli í kosningabaráttunni og valdi þann kost að komast hjá því að ræða það. En verkin tala og strax eftir kosningar sást að stefna flokksins er kjörnum fulltrúm hans lítils virði. Þessi flokkur fékk 10.9% atkvæða og 7 þingmenn.

BF var stefnulaus í þessu máli eins og flestum, í kosningabaráttunni. Eftir kosningar hefur hins vegar stefna þessa flokks verið skýr hvað þetta mál varðar. Sá flokkur fékk 8,2% og 6 þingmenn.

Píratar fengu 5,1% og þrjá menn á þing. Afstaða þeirra til aðildarumsóknar er frekar loðin.

Það er því ljóst að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur svikið lýðræðið. Hún hefur látið undan kröfum minnihlutans á Alþingi. Það er aumingjadómur og ekkert annað.

Til hvers að ganga til kosninga á fjögurra ára fresti, ef þeir sem fá umboð þjóðarinnar í slíkum kosningum standa ekki við það sem þeir eru kosnir til? Til hvers að kjósa til Alþingis ef það er svo minnihluti þess sem ræður ferð?

Ríkisstjórnin á eftir að sjá hversu mikil mistök hún gerði í þessu máli, með því að láta undan kröfum minnihlutans. Nú, þegar minnihlutinn hefur séð hverjum vopnum þarf að beyta til að stöðva stjórnvöld, verður eftirleikurinn hjá honum auðveldari. Að sama skapi má gera ráð fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki kjark til að koma þeim málum fram sem hún ætlar sér.

Þegar minnihluti Alþingis hefur náð völdum vegna gunguskapar meirihlutans, hefur lýðræðið verið forsmáð!


mbl.is ESB-málið stjórnarflokkunum „dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu nú þessu bulli maður !

Kristinn J (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 20:53

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. En því miður er það svo, að minnihlutinn hefur alltaf olnbogað sig áfram á kostnað meirihlutans með allskonar hræðslu áróðri sem hefur virkað hingað til og þeir sem eru í meirihluta þora ekki að standa við sitt mál af ótta við að vera útskúfaðir í fjölmiðlum sem ólýðræðislegir eða jafnvel hræsnarar gagnvarð lýðræðinu. Fjölmiðlaumfjöllun og skoðanakannanir eru það sem mest ræður og undir það beygir sig meirihlutinn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.5.2014 kl. 21:14

3 identicon

Við hverju er að búast þegar menn leggja ískalt mat á stöðuna en brestur svo kjark til að fylgja því eftir sem þeir voru kosnir til að gera og velja auðveldustu flóttaleiðina, kjarklausar lyddur eru ekki líklegar til stórra afreka. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband