Það kólnar yfir hausnum á Bjarna

Þegar atkvæðagreiðslan um icesave III átti sér stað á Alþingi tók BB þá afdrifaríku ákvörðun að greiða sitt atkvæði með þeim lögum. Hann bar því við að hann hefði lagt "ískallt mat á stöðuna". Svo kallt varð þetta mat hans að sumir töldu að heilinn hefði beinlýnis frosið í honum. Auðvitað var ástæða þess að hann greiddi sitt atkvæði á þann veg allt önnur. Benni frændi náði á honum tökum.

Og nú virðist sem Benni frændi hafi enn og aftur náð að kæla heilann í BB og er hann farinn að krapa. Nú telur hann að tillaga ríkisstjórnarinnar um að draga umsóknina til baka hafi komið of fljótt fram, hann telur að aðildarmálið of fyrirferðamikið.

Það hefðu engu breytt þó tillagan hefði komið fram seinna, andstaða aðildarsinna lá alltaf fyrir og hún hefði ekkert verið minni þótillagan hefði verið borin fram seinna. Meðan Ísland er skilgreint sem umsóknarríki að ESB, getur umræðan aldrei orðið of mikil um það mál. Þarna er verið að fórna sjálfstæði landsins í veigamiklum atriðum og meðan slíkt vofir yfir þjóðinni eru önnur mál frekar lítilsgild.

Og hvað ætlaði BB að gera annað? Að bíða bara og vona að sárið grói? Svöðusár verður ekki læknað með því að bíða, þá blæðir sjúklingnum út!!

Það eina sem hægt er að væna stjórnvöld um í þessu máli er linkind. Þegar stjórnarandstaðan ákvað að sleppa því að ræða málefnið og taka þess í stað heila viku af starfstíma Alþingis undir umræður um fundarstjórn forseta, lá ljóst hvert stefndi. Þá átti ríkisstjórnin og þingmenn stjórnarflokkanna að svara fullum hálsi. Stjórnarflokkarnir áttu að krefjast þess að málið væri tekið til afgreiðslu og það afgreitt frá Alþingi, með þeim þingstyrk sem þjóðin valdi í síðustu kosningum.

Æðstu stofnanir beggja stjórnarflokka hafa lagt ákveðna línu í þessu máli. Svo vill til að stefna þeirra beggja er samhljóða, svo ekki var vandasamt að koma því inn í stjórnarsáttmálann. Þar þurfti engin svik við kjósendur, eins og við myndun síðustu ríkisstjórnar!

Ef gefið verður eftir í þessu máli og Benni frændi og hans kumpánar í Sjálfstæðisflokk fá sínu framgengt, verða einhver mestu kosningasvik staðreynd. Þá þarf BB ekki að spá mikið í pólitík að loknum næsta landsfundi flokks síns. Honum verður þá gefðið ævilangt frí frá flokknum.  Eftir stjórnarmyndunina að loknum kosningunum vorið 2009, var virkilega hægt að velta því fyrir sér til hvers kosningar eru. Þá sveik formaður eins stjórnmálaflokks síðustu orðin sem frá honum heyrðust fyrir kosningar, til þess eins að fá ráðherrastól. Flokkurinn sem þessi stjórnmálamaður var í forsvari fyrir hafði unnið sinn eina kosningasigur í þeim kosningum.

Ef núverandi stjórnarflokkar ætla að feta í fótspor þessa stjórnmálamanns er illa farið fyrir lýðræðinu hjá okkur. 


mbl.is Evrópumálið of fyrirferðarmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er sennilega ordid timabaert fyrir Sjalfstaedisflokkinn ad fara ad finna sér nýjan formann, ef drengurinn fer ekki ad standa upp í hárinu á stjórnarandstödunni og henda thessu ESB kjaftaedi öllu saman út í skurd. Til thess var hann kosinn. Landsfundur hefur lagt línurnar og eftir theim skal farid. ESBenni fílupúkafraendi og stjörnulögfraedingurinn geta bara étid thad sem úti frýs. Punktur og basta og ekki ord um thad meir.

Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.5.2014 kl. 18:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er málið,að krefja þlngmenn um að standa við samþykktir landsfunda og kvika hvergi. Ég sé ekki betur en þau öflugu samtök, Heimsýn,Isafold og Herjan,sem stofnuð eru af eldhugum gegn innlimun Íslands í ESB. geri alla jafnan sanngjarnar heiðarlegar kröfur þar um.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband