Væri ég bóndi ...

Væri ég bóndi þá vildi ég hafa sömu reiknikunnáttu og ESB aðildarsinnar. Í upphafi þeirrar "ályktunar" sem samþykkt var á fundi aðildarsinna á Austurvelli í gær segir: "Tugþúsundir hafa mætt á Austurvöll ...".

Nú hafa þessir aðilar haldið fund um sitt hugðarefni á Austurvelli nokkuð oft í vetur og var þetta sá sjöundi þeirra. Þegar flest fólk mætti var talið að allt að tvö þúsund manns hafi mætt, aðrir fundir voru fámennari. Samanlagt gerir þetta hugsanlega um eða yfir einn tug þúsund. En flest þetta fólk kemur aftur og aftur og því vart hægt að tala um tug þúsund manns, hvað þá að segja þann tug þúsunda í fleirtölu.

Með þessari reiknikunnáttu væri hægt að gerast stórbóndi með einni á. Á morgun yðu þær tvær og fjórar daginn eftir. Fyrr en varði ætti maður yfir þúsund fjár!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband