Stjórnarflokkunum ber að gefa skýr svör

Samkvæmt fréttum ruv var samþykkt á útitifundinum ályktun þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru krafðir um skýr svör varðandi stefnu í ESB málinu. Ég get tekið undir þessa kröfu. Ég vil vita hvort stjórnarflokkarnir ætli að standa við þær samþykktir sem æðstu stofnanir innan þessara flokka hafa samþykkt. Að umsóknin verði dregin til baka og ekki sótt um aðild aftur nema með samþykki þjóðarinnar.

Ég tel mig í fullu valdi til að krefjast svars við þessari spurningu, enda fékk annar stjórnarflokkurinn mitt atkvæði. Mér er til efs að Hallgrímur Helgason hafi gefið öðrum hvorum stjórnarflokknum sitt atkvæði.  


mbl.is Sjöundi útifundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Ég vil vita hvort stjórnarflokkarnir ætli að standa við þær samþykktir sem æðstu stofnanir innan þessara flokka hafa samþykkt"

Gunnar það eru einstaklingar innan þessara flokka sem hafa meiri völd en þessar æðstu stofnanir. Þetta er svokallað "eigendafélag".  Ef Þórólfur Gíslason vill að umsóknin sé dregin til baka án umræðu þá hlíða þingmenn og ráðherrar þeim tilmælum.  Þannig er þetta bara.  Og hjá systurflokknum, Sjálfstæðisflokknum þá er það Fundarstjóri gamla kolkrabbans sem fer með prókúru flokksins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.5.2014 kl. 18:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja er þetta svo,mér sýnist nú almennir flokksmenn leyfa sér að ganga þvert gegn samþykktum í tilfelli Sjálfstæðisflokks. Því skyldu kjörnir fulltrúar láta það viðgangast að svokallaðir eigendur geti ráðið nokkru um heiðarleika þeirra í stjórnun landsins. Ertu Jóhannes að segja að þessir stólpar hafi unnið til atkvæða flokkanna í kosningum síðastliðið vor. Rétt eins og Gunnar vil ég vita hvort þeir ætla að standa við samþykktir flokka sinna.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 04:28

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það getur verið að innan þeirra stjórnmálaafla sem þú aðhyllist, Jóhannes, þyki það eðlilegur hlutur að hundsa samþykktir grasrótarinnar.

Landsfundur Sjálfstæðisflokks og flokksþing Framsóknarflokks eru æðstu stofnanir þessara flokka. Þar er stefnan mörkuð og þeir sem veljast til forystu fyrir þessa flokka verða að hlýta henni. Þarna hafa ritstjórinn og kaupélagsstjórinn auðvitað sitt atkvæði, en að halda því fram að þeir ráði þar öllu er fráleitt. Nú vill reyndar svo til að þeirra hugmyndir varðandi aðildarmálið fara saman við hugmyndir mikils meirihluta æðstu stofnanna beggja stjórnarflokka og er það hið besta mál. Hitt er svo annað mál að fámennur en frekur hópur manna innan Sjálfstæðisflokks hefur tekist að véla flokksforustuna til að fara á svig við samþykktir landsfundar. Það má vissulega gagnrýna stefnuleysi þess flokks í því máli og því vil ég skýr svör um hvort stjórnarherrarnir ætli að fara að ráðum fámennu klíkunnar eða vinna samkvæmt samþykktum landsfunda.

Það er hins vegar stór undarlegt þegar kratar stíga á stokk á Austurvelli og væna stjórnarflokkana um svik. Hvernig geta þessir flokkar svikið krata? Kusu þeir stjórnarflokkana?

Kratar ættu að líta sér nær og krefja eigin forystu um að standa við loforð. Hvernig fór fyrir "skjaldborginni" sem fyrrverandi formaður krata lofaði? Hvernig voru viðbrögð núverandi formanns krata, þá sem efnahagsráðherra, þegar Hæstiréttur dæmdi bankana seka um ólöglegar lánveytingar?

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2014 kl. 06:23

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég var aðeins að benda á hvernig ákvarðanir eru teknar í þessum tveim flokkum. Ég tók enga afstöðu til þess hvort þetta væri eðlilegt. Bendi á hvernig Davíð Oddson sópaði ályktun endurreisnarhóps, Vilhjálms Egilssonar út af borðinu áður en Landsfundur fékk að kjósa og var Davíð þó ekki fulltrúi á landsfundinum og þeir sem hafa lesið játningar Styrmis Gunnarssonar vita að þetta er svona eins og ég lýsti.

Framsóknarflokkurinn er jafnvel enn siðlausari í sínu baktjaldamakki. Þar ganga menn um á skítugum skónum og svífast einskis í hagsmunagæslu sinna manna. Skiptir engu hvað grasrótin segir.  Hún er svínbeygð í nafni kaupfélagsveldisins og SÍS mafiunnar sem enn lifir á sýsli með fjármuni úr gamla Sambandinu sem þeir aldrei skiluðu til eigendanna sem voru nota bene þessi sama grasrót!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.5.2014 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband